Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Málefni Flugklasans Air 66N
Málsnúmer 2405632Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N, dagsett 13. júní, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til mismunandi sviðsmynda um aðkomu sveitarfélagsins að áframhaldandi stuðningi við verkefnið.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur stutt fjárhagslega við verkefni Markaðsstofu Norðurlands í áraraðir og verkefni flugklasans frá upphafi, frá og með árinu 2011 eða í 14 ár. Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur áður ákveðið að hætta stuðningi við flugklasann í lok þessa árs enda búið að styðja þetta verkefni, sem var lagt upp með að yrði tímabundið, í langan tíma. Verkefnið er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga. Á fundi með verkefnastjóra Flugklasans með byggðarráði Skagafjarðar í upphafi þessa mánaðar var þetta rætt. Komu þar meðal annars skýrt fram þau sjónarmið að eðlilegra væri að Isavia kæmi með miklu öflugri hætti að markaðssetningu Akureyrar- og Egilsstaðaflugvalla eins og þeir gera gagnvart Keflavíkurflugvelli og að samhliða yrði reynt að fá meira fjármagn frá fyrirtækjum þar sem hagsmunir þeirra eru ríkulegir. Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að styðja sviðmynd 5 og leggja því lið eftir fremsta megni að fara fram á fjármagn frá ríkinu/Isavia til að fjármagna þessa markaðssetningu.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur stutt fjárhagslega við verkefni Markaðsstofu Norðurlands í áraraðir og verkefni flugklasans frá upphafi, frá og með árinu 2011 eða í 14 ár. Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur áður ákveðið að hætta stuðningi við flugklasann í lok þessa árs enda búið að styðja þetta verkefni, sem var lagt upp með að yrði tímabundið, í langan tíma. Verkefnið er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga. Á fundi með verkefnastjóra Flugklasans með byggðarráði Skagafjarðar í upphafi þessa mánaðar var þetta rætt. Komu þar meðal annars skýrt fram þau sjónarmið að eðlilegra væri að Isavia kæmi með miklu öflugri hætti að markaðssetningu Akureyrar- og Egilsstaðaflugvalla eins og þeir gera gagnvart Keflavíkurflugvelli og að samhliða yrði reynt að fá meira fjármagn frá fyrirtækjum þar sem hagsmunir þeirra eru ríkulegir. Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að styðja sviðmynd 5 og leggja því lið eftir fremsta megni að fara fram á fjármagn frá ríkinu/Isavia til að fjármagna þessa markaðssetningu.
2.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2024
Málsnúmer 2406113Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir: Ný 5 ára deild í Varmahlíðarskóla frá hausti 2024, kostnaður vegna færslu grunnskólans á Hólum til Hofsóss, viðgerð á listaverkinu Faxa og undirstöðu þess, kaup á hugbúnaðarlausn frá KPMG vegna mælikvarða rekstrar og fjárhags, samtals kostnaðarauki upp á 28,9 milljónir kr.
Efnahagsviðauki upp á 43,5 milljónir til að mæta framkvæmdum við Grunnskólann austan Vatna.
Lagt er til að launapottur verði lækkaður til að koma til móts við ný launagjöld í þessum viðauka, 11,3 m.kr., að lækkuð verði upphæð áætlunar vegna sundlaugar Sauðárkróks þar sem ábati tilboða í raf- og pípulögnum nam 17 milljónum og ekki er líklegt að ráðist verði í umfangsmiklar framkvæmdir við Verknámshús FNV á þessu ári og því hægt að lækka áætlun um 30 milljónir. Það sem út af stendur, eða um 14 milljónir verði teknar af handbæru fé. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Jóhanna Ey Harðardóttir, Byggðalista, óskar bókað:
"Í framlögðum viðauka er gert ráð fyrir 10,5 miljónum króna í viðgerð á listaverkinu Faxa og undirstöðum þess. Að setja tug miljóna króna í viðgerð á listaverki þegar mikil þörf er á endurbótum eða uppbyggingu á grunnstoðum samfélagsins eins og leik- og grunnskólum og íþróttahús í Skagafirði. Að skapa fjölskylduvænt samfélag ætti að vera megin áhersla Skagafjarðar og tel ég þessum fjármunum betur varið í frekari uppbyggingu á leik- og grunnskólum og Íþróttahúsi. Ég mun sitja hjá í afgreiðslu á viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2024."
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð óskar bókað:
"VG og óháð geta ekki stutt þann verulega kostnað sem hefur hlotist af því að flytja Faxa til Þýskalands til að gera af honum brons afsteypu og farga hinu upprunalega listaverki. Kostnaður við þetta verkefni er ekki á fjárhagsáætlun 2024. Ekki voru kannaðar aðrar leiðir til að lagfæra Faxa, t.d. að gera við hann hér á landi og setja aftur hinn upprunalega Faxa lagfærðan á sinn stall. Á sama tíma og lagt er í þennan kostnað sitja bæði lögbundin verkefni og viðhaldsverkefni sveitarfélagsins á hakanum."
Fulltrúar meirihluta Byggðarráðs óska bókað:
"Fulltrúar meirihluta Byggðarráðs, Einar E. Einarsson og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir vilja ítreka áður gerðar bókanir um gildi þess að höggmyndin af Faxa sé gerð upp og endurbætt, en eins og öllum er ljóst var ástand styttunnar orðið mjög dapurt. Í þetta verkefni voru samþykktar á síðasta ári 10,5 m.kr til verksins. Ekki kom hinsvegar til greiðslu á þessum kostnaði á síðasta ári og því þarf núna að endurnýja fjárheimildina til verksins. Það er því mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að hér er ekki um viðbótarfjármagn að ræða heldur endurnýjun á fjárheimild til verksins. Áætlað er að Faxi komi endurnýjaður og uppgerður til Sauðárkróks í lok þessa árs og við hlökkum til að fá þessa glæsilegu styttu aftur á sinn stað en hann er og verður glæsilegt tákn fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð allan."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Efnahagsviðauki upp á 43,5 milljónir til að mæta framkvæmdum við Grunnskólann austan Vatna.
Lagt er til að launapottur verði lækkaður til að koma til móts við ný launagjöld í þessum viðauka, 11,3 m.kr., að lækkuð verði upphæð áætlunar vegna sundlaugar Sauðárkróks þar sem ábati tilboða í raf- og pípulögnum nam 17 milljónum og ekki er líklegt að ráðist verði í umfangsmiklar framkvæmdir við Verknámshús FNV á þessu ári og því hægt að lækka áætlun um 30 milljónir. Það sem út af stendur, eða um 14 milljónir verði teknar af handbæru fé. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Jóhanna Ey Harðardóttir, Byggðalista, óskar bókað:
"Í framlögðum viðauka er gert ráð fyrir 10,5 miljónum króna í viðgerð á listaverkinu Faxa og undirstöðum þess. Að setja tug miljóna króna í viðgerð á listaverki þegar mikil þörf er á endurbótum eða uppbyggingu á grunnstoðum samfélagsins eins og leik- og grunnskólum og íþróttahús í Skagafirði. Að skapa fjölskylduvænt samfélag ætti að vera megin áhersla Skagafjarðar og tel ég þessum fjármunum betur varið í frekari uppbyggingu á leik- og grunnskólum og Íþróttahúsi. Ég mun sitja hjá í afgreiðslu á viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2024."
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð óskar bókað:
"VG og óháð geta ekki stutt þann verulega kostnað sem hefur hlotist af því að flytja Faxa til Þýskalands til að gera af honum brons afsteypu og farga hinu upprunalega listaverki. Kostnaður við þetta verkefni er ekki á fjárhagsáætlun 2024. Ekki voru kannaðar aðrar leiðir til að lagfæra Faxa, t.d. að gera við hann hér á landi og setja aftur hinn upprunalega Faxa lagfærðan á sinn stall. Á sama tíma og lagt er í þennan kostnað sitja bæði lögbundin verkefni og viðhaldsverkefni sveitarfélagsins á hakanum."
Fulltrúar meirihluta Byggðarráðs óska bókað:
"Fulltrúar meirihluta Byggðarráðs, Einar E. Einarsson og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir vilja ítreka áður gerðar bókanir um gildi þess að höggmyndin af Faxa sé gerð upp og endurbætt, en eins og öllum er ljóst var ástand styttunnar orðið mjög dapurt. Í þetta verkefni voru samþykktar á síðasta ári 10,5 m.kr til verksins. Ekki kom hinsvegar til greiðslu á þessum kostnaði á síðasta ári og því þarf núna að endurnýja fjárheimildina til verksins. Það er því mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að hér er ekki um viðbótarfjármagn að ræða heldur endurnýjun á fjárheimild til verksins. Áætlað er að Faxi komi endurnýjaður og uppgerður til Sauðárkróks í lok þessa árs og við hlökkum til að fá þessa glæsilegu styttu aftur á sinn stað en hann er og verður glæsilegt tákn fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð allan."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
3.Aðalfundur Eyvindarstaðaheiðar ehf. fyrir árið 2023
Málsnúmer 2406190Vakta málsnúmer
Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Eyvindastaðaheiðar ehf. sem haldinn verður þann 25. júní nk.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt fyrir hönd sveitarfélagsins.
4.Skógarreitur ofan Hofsós
Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer
Vísað frá 5. fundi Landbúnaðar- og innviðanefnd frá 13. júní sl. til afgreiðslu byggðarráðs, þannig bókað:
"Erindið tekið fyrir á 4. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar og samþykkt að boða umsækjendur á fund. Lögð fram afstöðumynd af svæðinu á uppfærðu korti (2024) af ræktarlöndum við Hofsós.
Umsækjendur Fjólmundur Karl Traustason og Linda Rut Magnúsdóttur mættu til fundar með nefndinni og var farið yfir næstu skref.
Landbúnar-og innviðanefnd þakkar þeim fyrir að hafa haft samband og sýna áhuga á því að viðhalda og bæta umhverfið. Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til að farið verði í þetta verkefni og að garðyrkjustjóri verði eftirlitsaðili og ráðgjafi við endurbætur og viðhald skógarreitsins. Nefndin beinir því til byggðarráðs að gerður verði samningur við umsækjendur um málið og jafnframt að landið umhverfis verði auglýst til leigu, þ.e.a.s. hólf 24, 25 og 27."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að gera samkomulag til tveggja ára, með möguleika á framlengingu, við umsækjendur um endurbætur og viðhald á skógarreitnum fyrir ofan Hofsós og jafnframt að auglýsa hólf 24, 25 og 27 til leigu samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
"Erindið tekið fyrir á 4. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar og samþykkt að boða umsækjendur á fund. Lögð fram afstöðumynd af svæðinu á uppfærðu korti (2024) af ræktarlöndum við Hofsós.
Umsækjendur Fjólmundur Karl Traustason og Linda Rut Magnúsdóttur mættu til fundar með nefndinni og var farið yfir næstu skref.
Landbúnar-og innviðanefnd þakkar þeim fyrir að hafa haft samband og sýna áhuga á því að viðhalda og bæta umhverfið. Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til að farið verði í þetta verkefni og að garðyrkjustjóri verði eftirlitsaðili og ráðgjafi við endurbætur og viðhald skógarreitsins. Nefndin beinir því til byggðarráðs að gerður verði samningur við umsækjendur um málið og jafnframt að landið umhverfis verði auglýst til leigu, þ.e.a.s. hólf 24, 25 og 27."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að gera samkomulag til tveggja ára, með möguleika á framlengingu, við umsækjendur um endurbætur og viðhald á skógarreitnum fyrir ofan Hofsós og jafnframt að auglýsa hólf 24, 25 og 27 til leigu samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
5.Reykjarhólsvegur 16a - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2406100Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur úr máli 2406100, dagsettur 10. júní 2024 frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Madara Sudare kt. 250579-3149,Skógargötu 8, 550 Sauðárkróki, f.h. Hreinsson slf., kt. 491120-1260, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Reykjarhólsvegi 16 A, 561 Varmahlíð. Gististaður Flokkur II minna gistiheimili.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
6.Umsagnarbeiðni; Tilraunaleyfi til skelræktar í Skagafirði, Northlight Seafood ehf
Málsnúmer 2406132Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Matvælastofnun, Beiðni um umsögn vegna tilraunaleyfis til skelræktar Northlight Seafood ehf. í Skagafirði, dagsett 11. júní sl. Vegna fyrirhugaðrar leyfisveitingu óskar Matvælastofnun, í samræmi við 9. gr. laga nr. 90/2011 um skeldýrarækt, eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi það hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu ræktunarsvæði eða fyrirhugaðar tegundir, stofnar eða starfsaðferðir gefi tilefni til hættu á neikvæðum vistfræði- eða erfðafræðiáhrifum sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða fulltrúa Northlight seafood á næsta fund byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða fulltrúa Northlight seafood á næsta fund byggðarráðs.
7.Samþykkt frá félagsfundi Drangeyjar
Málsnúmer 2406138Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Formanni stjórnar Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar.
Fundi slitið - kl. 15:52.
Samþykkt samhljóða.