Fara í efni

Ármúli L145983 - Deiliskipulag - Fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2405636

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 59. fundur - 19.09.2024

Hermann Þórisson þinglýstur eigandi jarðarinnar Ármúla L145983, sækir um breytingu á gildandi deiluskipulagi fyrir jörðina. Sú breyting sem óskuð er eftir er að fá að hækka annað húsið úr 4 metrum upp í 6 metra frá gólfi í mæni. Einnig að fá að hækka fermetra fjöldann úr 50 m2 upp í 65 m2. Fyrirhugað er að breyta notkun annars húsins úr ferðaþjónustu yfir í íbúðarhús.
Erindið undirrita einnig aðliggjandi lóðarhafi og jarðareigendur þar sem fram kemur að þau geri ekki athugasemd við umbeðnar deiliskipulagsbreytingar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að um svo óverulegar breytingar á deiliskipulagi séu að ræða þar sem tillagan víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Jafnframt að umsækjanda verði heimilað að skila inn uppfærðum deiliskipulagsgögnum sem sveitarstjórn geti sent Skipulagsstofnun sbr. 2 mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024

Vísað frá 59. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Hermann Þórisson þinglýstur eigandi jarðarinnar Ármúla L145983, sækir um breytingu á gildandi deiluskipulagi fyrir jörðina. Sú breyting sem óskuð er eftir er að fá að hækka annað húsið úr 4 metrum upp í 6 metra frá gólfi í mæni. Einnig að fá að hækka fermetra fjöldann úr 50 m2 upp í 65 m2. Fyrirhugað er að breyta notkun annars húsins úr ferðaþjónustu yfir í íbúðarhús.
Erindið undirrita einnig aðliggjandi lóðarhafi og jarðareigendur þar sem fram kemur að þau geri ekki athugasemd við umbeðnar deiliskipulagsbreytingar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að um svo óverulegar breytingar á deiliskipulagi séu að ræða þar sem tillagan víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Jafnframt að umsækjanda verði heimilað að skila inn uppfærðum deiliskipulagsgögnum sem sveitarstjórn geti sent Skipulagsstofnun sbr. 2 mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn fellst á að um óverulegar breytingar á deiliskipulagi séu að ræða þar sem tillagan víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn með níu atkvæðum að umsækjanda verði heimilað að skila inn uppfærðum deiliskipulagsgögnum sem sveitarstjórn geti sent Skipulagsstofnun sbr. 2 mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.