Fara í efni

Skipulagsnefnd

59. fundur 19. september 2024 kl. 10:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Eyþór Fannar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Staðarbjargarvík - Hofsós - Deiliskipulag

Málsnúmer 2402024Vakta málsnúmer

Farið yfir innsendar umsagnir við auglýsta deiliskipulagstillögu fyrir “Staðarbjargarvík, Hofsósi, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 22.05.2024- 06.07.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 210/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/210.
Innsendar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi “Staðarbjargarvík, Hofsósi, Skagafirði“ og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2403135Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að halda opna vinnustofu fimmtudaginn 24. október næstkomandi vegna frekari hönnunar og hugmyndavinnu fyrir deiliskipulag vegna Athafnarsvæðis á Sauðárkróki AT-403 sem nú er í vinnslu.

Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Við gerð deiluskipulags athafnasvæði - Sauðárkrókur - AT-403 mun sveitarstjórn nýta sér 8. grein um vilyrði í reglum sveitarfélagsins um úthlutun byggingarlóða til að skipuleggja sérstaklega lóð fyrir lágvöruverslun á umræddu athafnasvæði. Í 8. grein reglna um úthlutun byggingarlóða segir m.a.: “Sveitarstjórn er í sérstökum tilvikum, ef málefnaleg rök eru til þess, heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum/svæðum fyrir atvinnustarfsemi án auglýsingar, innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum". Sú lóð verður með ívilnunum þar sem felld verða niður eða veittur verulegur afsláttur af lóða- og gatnagerðagjöldum. Fordæmi eru í sveitarfélaginu fyrir ívilnunum af slíku tagi.

Samkvæmt bæði áliti lögmanns og úthlutunarreglum sveitarfélagins er vel mögulegt að nýta 8. gr. úthlutunarreglanna ef málefnaleg rök mæla með því.
Í ljósi þess að engin lágvöruverslun er starfandi á landsvæðinu frá Borgarnesi yfir til Akureyrar þá myndi lágvöruverslun hér þjóna talsvert stóru svæði, eða tæplega 7 þúsund íbúum. Sauðárkrókur er landfræðilega vel staðsettur fyrir fólk að sækja þjónustu af þessu tagi. Það myndi það minnka kolefnisspor íbúa að hafa lágvöruverslun í nágrenninu þar sem mörg sækja slíka þjónustu yfir lengri veg, eins myndi það auka öryggi íbúa að þurfa ekki að fara lengri leið eftir slíkri þjónustu yfir vetrartímann. Að íbúar leiti annað til eftir þjónustu lágvöruverslunar leiðir til þess að önnur viðskipti og fjármagn flæðir úr samfélaginu. Með lágvöruverslun fá íbúar aðgang að fjölbreyttu úrvali af vörum á lægri verði sem getur aukið lífsgæði og sparað bæði tíma og fjármagn. Auk þess myndi slík verslun auka samkeppni á milli verslana á svæðinu sem oft leiðir til lækkunar á verðlagi. Margir myndu hafa ávinning af slíkri lágvöruverslun sem myndi laða að sér íbúa nágrannahéraða og þannig almennt auka við þjónustu annarra fyrirtækja á staðnum, því lágvöruverslanir stuðla að því að byggðarkjarnar verði sjálfbærari með því að bjóða upp á grunnþjónustu á staðnum. Auk þess skapa þær störf, koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita annað eftir vörum og þjónustu og halda þannig fjármagni frekar í samfélaginu auk þess að laða að fleiri fyrirtæki. Allt þetta styrkir staðbundið atvinnulíf og efnahag. Þó íbúar Skagafjarðar hafi mælst hamingjusamastir allra landsmanna í íbúakönnun Vífils Karlssonar á þessu ári, þá kemur berlega fram í niðurstöðum könnunarinnar að vöruverð er sá þáttur sem kemur hvað verst út að mati íbúa Skagafjarðar. Hefur vöruverð að mati íbúa verið gegnumgangandi einn af neikvæðustu þáttum sveitarfélagsins í fyrri könnunum Vífils á þessu svæði, sem og í næstu sýslum til vesturs.

Deiliskipulag á að taka hliðsjón af þörfum samfélagsins til framtíðar og leitast við að laða að sér þá þjónustu og starfsemi sem samfélagið kallar eftir og gerir aðdráttarafl þess til búsetu enn meira. Í heildina stuðlar lágvöruverslun í byggðakjörnum að betri þjónustu fyrir íbúa, sterkari staðbundnum efnahag og aukinni sjálfbærni samfélagsins."

Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum framkomna tillögu og vísar henni til umfjöllunar sveitarstjórnar.

Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.

3.Hofsós - Skólagata - Túngata - Deiliskipulag

Málsnúmer 2407101Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing fyrir “Hofsós, Skólagata og Túngata". Fyrirhugað skipulagssvæði er 1,3 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, Skólagötu að norðan, Lindargötu að austan og Túngötu að sunnan. Innan svæðisins eru 3 fasteignir. Megin markmið skipulagsins eru m.a. að: skilgreina lóðir, byggingarreiti auk lóðarskilmála. Lögð verður áhersla á að skapa vistlegt og fallegt miðbæjarumhverfi. Aðkomuleiðir, bílastæði og gönguleiðir og tengingar innan svæðis.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

4.Ármúli L145983 - Deiliskipulag - Fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2405636Vakta málsnúmer

Hermann Þórisson þinglýstur eigandi jarðarinnar Ármúla L145983, sækir um breytingu á gildandi deiluskipulagi fyrir jörðina. Sú breyting sem óskuð er eftir er að fá að hækka annað húsið úr 4 metrum upp í 6 metra frá gólfi í mæni. Einnig að fá að hækka fermetra fjöldann úr 50 m2 upp í 65 m2. Fyrirhugað er að breyta notkun annars húsins úr ferðaþjónustu yfir í íbúðarhús.
Erindið undirrita einnig aðliggjandi lóðarhafi og jarðareigendur þar sem fram kemur að þau geri ekki athugasemd við umbeðnar deiliskipulagsbreytingar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að um svo óverulegar breytingar á deiliskipulagi séu að ræða þar sem tillagan víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Jafnframt að umsækjanda verði heimilað að skila inn uppfærðum deiliskipulagsgögnum sem sveitarstjórn geti sent Skipulagsstofnun sbr. 2 mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Kvíholt L237076 - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2409165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 11. september síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi, f.h. Þórunnar Eyjólfsdóttur. Umsókn um leyfi til að byggja einbýlishús sem á lóðinni Kvíholt, L237076.

Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki 0624, númer 01, 02, 03 og 04, dagsettir 08.08.2024.
Á byggingarreit er samþykki fyrir um 100 m2 íbúðarhúsi - Húsið sem sótt eru um er 108,8 m2 að grunnfleti.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að byggingarmagn verði aukið um 8,8 m2 á umræddum byggingarreit.

6.Uppbygging hleðsluinnviða í Skagafirði

Málsnúmer 2404048Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi kynnir þær þrjár mögulegar staðsetingar fyrir rafhleðslustöðvar Orku náttúrunnar í Skagafirði.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

7.Ártorg 1 - Fyrirspurn - Rafhleðslustöð - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2408175Vakta málsnúmer

Kaupfélag Skagfirðinga, Rarik ohf. og Instavolt ehf. óska eftir að fá að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi lóðarinnar Ártorgs 1 á Sauðárkróki til að hægt sé að stofna lóð fyrir spennustöð og henni úthlutað til Rarik ohf. vegna fyrirhugaðrar uppsetingar hraðhleðslustöðva á vegum Instavolt ehf. á lóðinni.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu og að breytingin verði unnin á kostnað umsækjenda.

8.Iðutún 4 - Umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 2409097Vakta málsnúmer

Stefán Agnar Gunnarsson og Þórhildur Sverrisdóttir lóðarhafar Iðutúns 4 á Sauðárkróki óska eftir heimild til að breikka innkeyrsluna að lóðinni.
Sótt er um 3,5 metra breikkun til suðurs yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Meðfylgir afstöðumynd sbr. aðaluppdrátt sem samþykktur var af byggingarfulltrúa Skagafjarðar þann 11.07.2017 auk loftmyndar sem gerir grein fyrir erindinu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið. Framkvæmdin skal unnin í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.

9.Iðutún 17 - Framkvæmdir utan lóðar

Málsnúmer 2409212Vakta málsnúmer

Ásbjörn Óttarsson sækir um leyfi til framkvæmda utan lóðar við Iðutún 17, steypa stétt 2 metra til norðurs og 19 metra til austurs á opnu útivistarsvæði sveitarfélagsins. Umsóknaraðili telur að framkvæmd þessa nauðsynlega svo hægt sé að ganga snyrtilega frá við húsið að norðanverðu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu.

10.Umsagnarbeiðni vegna máls nr 1028 2024 í Skipulagsgátt - Blöndulína (breyting á aðalskipulagi)

Málsnúmer 2408184Vakta málsnúmer

Húnabyggð óskar eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:
Blöndulína, nr. 1028/2024: Lýsing (Breyting á aðalskipulagi).
Kynningartími er frá 27.8.2024 til 20.9.2024. Sjá nánari upplýsingar á Skipulagsgáttinni á eftirfarandi vefslóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1028.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 47

Málsnúmer 2409010FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 47 þann 12.09.2024.

Fundi slitið - kl. 12:00.