Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2024, "Drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 90/2013". Umsagnarfrestur er til og með 24.06.2024.
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2024, "Drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 90/2013". Umsagnarfrestur er til og með 24.06.2024.
Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:
"Í gildandi skipulagslögum nr. 123/2010 er í 9. gr opið á að ráðherra geti skipað sérstaka raflínunefnd, að ósk framkvæmdaraðila eða sveitarfélags, sem hefur það hlutverk að undirbúa, kynna og afgreiða raflínuskipulag fyrir framkvæmd í flutningskerfi raforku sem nær til tveggja eða fleiri sveitarfélaga og afgreiða umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir henni. Sú breyting sem Innviðaráðuneytið kynnir nú er nánari og ítarlegri útfærsla á því hvernig vinnu raflínunefndar skuli háttað og er það gert með nýjum kafla í gildandi skipulagslögum. Þessi tillaga að breytingum á lögunum er augljóslega í samræmi við stefnu Ríkisstjórnar Íslands en í stjórnarsáttmála Ríkisstjórnarinnar er meðal annars sagt í kafla um orkumál og náttúruvernd „Horft verður til lagabreytinga til að tryggja skilvirkari málsmeðferð innviðaframkvæmda á borð við flutningskerfi raforku, m.a. á grundvelli fyrirliggjandi vinnu þar um“. Verði umrædd breyting á skipulagslögum að veruleika þýðir það í raun að skipulagsvald sveitarfélaga færist yfir á raflínunefndina um þær raflínuleiðir sem nefndin verður stofnuð um. Sveitarfélagið mun engu að síður hafa lögbundna aðkomu að öllum stigum málsins eins og lögin kveða á um. Ég tel sveitarfélagið Skagafjörður hafi í gegnum tíðina lagt áherslu á að skipulagsvald sveitarfélaga verði ekki skert, en engu að síður skil ég tilgang hins opinbera með þessum breytingum en vinnsla á skipulagi raflína og þá sérstaklega í meginflutningskerfinu hefur reynst erfið og flókin eins og dæmin sanna. Ég er því sátt við að þessi breyting verði gerð á Skipulagslögunum en leggur til að sá tími sem sveitarfélagið hefur til endanlegrar afgreiðslu samkvæmt grein 7.4.1 verði lengdur í 8 vikur."
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
"Eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga eru skipulagsmál. Kjörnir fulltrúar fara með skipulagsvald sem gerir þeim kleift að móta ásýnd og umhverfi sveitarfélagsins með framtíðarsýn um uppbyggingu þess að leiðarljósi. Þetta á jafn við um þéttbýlisstaði og óbyggð landsvæði sem eru deiliskipulögð í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Í þessum drögum að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð er ætlun að auka og bæta samstarf á milli framkvæmdaaðila og sveitarfélaga hvað varðar raflínulagnir sem er vel en þær breytingar sem lagðar eru til eru veigamiklar og takmarka lýðræðislega getu almennings til að standa vörð um umhverfi og náttúru. Er ástæða til að minna á ákvæði Árósasamningsins sem Ísland hefur undirgengist, en hann tryggir rétt almennings til að koma að ákvarðanatöku um náttúruna.
Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hér á landi hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá árinu 1874 þegar Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sveitarfélög eru handhafar framkvæmdavalds og gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Þau eru það stjórnvald sem er næst fólkinu og getur því veitt íbúum aukin tækifæri til samráðs og beinnar þátttöku og verið þar með besti jarðvegurinn fyrir beint lýðræði. Verði þessi drög samþykkt, skerðist bæði aðkoma almennings að skipulagsferlinu og umhverfismat einstakra framkvæmda verður ekki eins faglegt og áður.
Það er þannig hverju sveitarfélagi mikilvægt að móta sér stefnu í skipulagsmálum sem tekur mið að þörfum íbúa og framtíðarsýn um þróun samfélagsins. Það er mjög alvarlegt að ætlast sé til þess að kjörnir fulltrúar sveitarfélag afsali sér hluta þessa skipulagsvalds með drögum að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 90/2013. Raflínunefnd er stjórnsýslunefnd sem skipuð af ráðherra til að annast gerð raflínuskipulags, veita framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku sem byggjast á samþykktri kerfisáætlun og hafa eftirlit með þeim framkvæmdum og framkvæmd raflínuskipulagsins.
Ætlunin er þannig að færa hluta skipulagsvaldsins frá kjörnum fulltrúum sveitarfélaga til raflínunefndar, sem hafa allajafna ekki sömu nálægð eða þekkingu á því samfélagi sem við á hverju sinni. Raflínuskipulag kemur til með að verða rétthærra en svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag fyrir þá framkvæmd sem það tekur til. Með þessu er vegið mjög að rétti sveitarfélaga til sjálfstjórnar, rétti sem hefur verið verndaður í stjórnarskrá í 150 ár. Rétt væri að svæðisskipulag sveitarfélaga væri rétthæst og skipulagsvald falli aftur til sveitarfélaga ef raflínunefnd kemst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um legu raflína.
Sveitarstjórn hvers sveitarfélags færist með þessum drögum frá því að hafa skipulagsvaldið yfir í að geta einungis gert athugasemdir við það skipulag sem á að viðhafa í eigin sveitarfélagi hvað raflínur varðar. Það eru lokaorð raflínunefndar sem send verða ráðherra til samþykktar og geta þau áform verið þvert á vilja sveitarstjórnar í hverju sveitarfélagi. Sömu sveitarstjórnum er svo gert skylt að taka framkvæmdina upp í eigin aðalskipulagi. Verði þessi drög samþykkt öðlast ráðherra vald sem hægt er að nýta til að flýta málsmeðferð en tryggir á sama tíma ekki faglega meðferð. Að hefta skipulagsvald sveitarstjórna með þessum hætti er með öllu ótækt."
Eyþór Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi bókun:
"Það er ekkert vafamál að raforkuöryggi er ein af mikilvægustu grunnstoðum þjóðarinnar. Ísland stendur höllum fæti þegar kemur að flutningskerfi raforku og ljóst er að byggja þarf upp innviði landsins til að tryggja öryggi um allt land.
Færa má rök fyrir því að uppbygging innviða hafi að einhverjum hluta tafist vegna skipulagsvalds sveitarfélaga. Sveitarfélögum ber þó skylda að fara eftir skipulagslögum og því er rétt að leita leiða til að einfalda lögin svo bæta megi þjóðaröryggi.
Með drögum að reglugerð um breytingu skipulagsreglugerðar, nr. 90/2013 er þó gengið allt of langt í þeirri einföldun sem um ræðir og skipulagsvaldið tekið af sveitarfélögum landsins þegar ný raflínuskipulög eru annars vegar.
Fram kemur að ráðherra skipi raflínunefnd sem annist eigi gerð raflínuskipulaga. Slíkt skipulag verði æðri öðrum skipulögum, þ.e.a.s. svæðis-, aðal- og deiliskipulögum Sveitarfélagana.
Við gerð raflínuskipulaga koma sveitarfélög hvergi að ákvörðunartökum og geta einungis í umsagnarferli komið ábendingum á framfæri. Eftir auglýsta umsagnarferla er það í höndum raflínunefndar hvernig vinna eigi úr innsendum umsögnum. Sameiginleg niðurstaða um samþykki nefndarinnar þarf að liggja fyrir innan átta vikna ella færast í hendur ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun.
Sveitarfélögum er í framhaldi af samþykki raflínuskipulags skylt að færa það inn á aðalskipulag þess við næstu endurskoðun, innan fjögurra ára.
Einföldun á lögum vegna þjóðaröryggis ætti að byggjast á færri ferlum innan skipulagslaga í stað þess að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögum. Slíkt er fordæmisgefandi.
Þar sem raflínuskipulag nær til hverju sinni þarf að tilnefnda ákveðinn fjölda fulltrúa úr sveitarfélögum til að eiga sæti í raflínunefnd. Það gefur sveitarfélögum vettvang til halda sínu skipulagsvaldi."
Sjá nánar hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3751.
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2024, "Drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 90/2013". Umsagnarfrestur er til og með 24.06.2024.
Sjá nánar hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3751
Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:
"Í gildandi skipulagslögum nr. 123/2010 er í 9. gr opið á að ráðherra geti skipað sérstaka raflínunefnd, að ósk framkvæmdaraðila eða sveitarfélags, sem hefur það hlutverk að undirbúa, kynna og afgreiða raflínuskipulag fyrir framkvæmd í flutningskerfi raforku sem nær til tveggja eða fleiri sveitarfélaga og afgreiða umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir henni. Sú breyting sem Innviðaráðuneytið kynnir nú er nánari og ítarlegri útfærsla á því hvernig vinnu raflínunefndar skuli háttað og er það gert með nýjum kafla í gildandi skipulagslögum. Þessi tillaga að breytingum á lögunum er augljóslega í samræmi við stefnu Ríkisstjórnar Íslands en í stjórnarsáttmála Ríkisstjórnarinnar er meðal annars sagt í kafla um orkumál og náttúruvernd „Horft verður til lagabreytinga til að tryggja skilvirkari málsmeðferð innviðaframkvæmda á borð við flutningskerfi raforku, m.a. á grundvelli fyrirliggjandi vinnu þar um“. Verði umrædd breyting á skipulagslögum að veruleika þýðir það í raun að skipulagsvald sveitarfélaga færist yfir á raflínunefndina um þær raflínuleiðir sem nefndin verður stofnuð um. Sveitarfélagið mun engu að síður hafa lögbundna aðkomu að öllum stigum málsins eins og lögin kveða á um. Ég tel sveitarfélagið Skagafjörður hafi í gegnum tíðina lagt áherslu á að skipulagsvald sveitarfélaga verði ekki skert, en engu að síður skil ég tilgang hins opinbera með þessum breytingum en vinnsla á skipulagi raflína og þá sérstaklega í meginflutningskerfinu hefur reynst erfið og flókin eins og dæmin sanna. Ég er því sátt við að þessi breyting verði gerð á Skipulagslögunum en leggur til að sá tími sem sveitarfélagið hefur til endanlegrar afgreiðslu samkvæmt grein 7.4.1 verði lengdur í 8 vikur."
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
"Eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga eru skipulagsmál. Kjörnir fulltrúar fara með skipulagsvald sem gerir þeim kleift að móta ásýnd og umhverfi sveitarfélagsins með framtíðarsýn um uppbyggingu þess að leiðarljósi. Þetta á jafn við um þéttbýlisstaði og óbyggð landsvæði sem eru deiliskipulögð í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Í þessum drögum að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð er ætlun að auka og bæta samstarf á milli framkvæmdaaðila og sveitarfélaga hvað varðar raflínulagnir sem er vel en þær breytingar sem lagðar eru til eru veigamiklar og takmarka lýðræðislega getu almennings til að standa vörð um umhverfi og náttúru. Er ástæða til að minna á ákvæði Árósasamningsins sem Ísland hefur undirgengist, en hann tryggir rétt almennings til að koma að ákvarðanatöku um náttúruna.
Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hér á landi hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá árinu 1874 þegar Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sveitarfélög eru handhafar framkvæmdavalds og gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Þau eru það stjórnvald sem er næst fólkinu og getur því veitt íbúum aukin tækifæri til samráðs og beinnar þátttöku og verið þar með besti jarðvegurinn fyrir beint lýðræði. Verði þessi drög samþykkt, skerðist bæði aðkoma almennings að skipulagsferlinu og umhverfismat einstakra framkvæmda verður ekki eins faglegt og áður.
Það er þannig hverju sveitarfélagi mikilvægt að móta sér stefnu í skipulagsmálum sem tekur mið að þörfum íbúa og framtíðarsýn um þróun samfélagsins. Það er mjög alvarlegt að ætlast sé til þess að kjörnir fulltrúar sveitarfélag afsali sér hluta þessa skipulagsvalds með drögum að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 90/2013. Raflínunefnd er stjórnsýslunefnd sem skipuð af ráðherra til að annast gerð raflínuskipulags, veita framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku sem byggjast á samþykktri kerfisáætlun og hafa eftirlit með þeim framkvæmdum og framkvæmd raflínuskipulagsins.
Ætlunin er þannig að færa hluta skipulagsvaldsins frá kjörnum fulltrúum sveitarfélaga til raflínunefndar, sem hafa allajafna ekki sömu nálægð eða þekkingu á því samfélagi sem við á hverju sinni. Raflínuskipulag kemur til með að verða rétthærra en svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag fyrir þá framkvæmd sem það tekur til. Með þessu er vegið mjög að rétti sveitarfélaga til sjálfstjórnar, rétti sem hefur verið verndaður í stjórnarskrá í 150 ár. Rétt væri að svæðisskipulag sveitarfélaga væri rétthæst og skipulagsvald falli aftur til sveitarfélaga ef raflínunefnd kemst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um legu raflína.
Sveitarstjórn hvers sveitarfélags færist með þessum drögum frá því að hafa skipulagsvaldið yfir í að geta einungis gert athugasemdir við það skipulag sem á að viðhafa í eigin sveitarfélagi hvað raflínur varðar. Það eru lokaorð raflínunefndar sem send verða ráðherra til samþykktar og geta þau áform verið þvert á vilja sveitarstjórnar í hverju sveitarfélagi. Sömu sveitarstjórnum er svo gert skylt að taka framkvæmdina upp í eigin aðalskipulagi. Verði þessi drög samþykkt öðlast ráðherra vald sem hægt er að nýta til að flýta málsmeðferð en tryggir á sama tíma ekki faglega meðferð. Að hefta skipulagsvald sveitarstjórna með þessum hætti er með öllu ótækt."
Eyþór Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi bókun:
"Það er ekkert vafamál að raforkuöryggi er ein af mikilvægustu grunnstoðum þjóðarinnar. Ísland stendur höllum fæti þegar kemur að flutningskerfi raforku og ljóst er að byggja þarf upp innviði landsins til að tryggja öryggi um allt land.
Færa má rök fyrir því að uppbygging innviða hafi að einhverjum hluta tafist vegna skipulagsvalds sveitarfélaga. Sveitarfélögum ber þó skylda að fara eftir skipulagslögum og því er rétt að leita leiða til að einfalda lögin svo bæta megi þjóðaröryggi.
Með drögum að reglugerð um breytingu skipulagsreglugerðar, nr. 90/2013 er þó gengið allt of langt í þeirri einföldun sem um ræðir og skipulagsvaldið tekið af sveitarfélögum landsins þegar ný raflínuskipulög eru annars vegar.
Fram kemur að ráðherra skipi raflínunefnd sem annist eigi gerð raflínuskipulaga. Slíkt skipulag verði æðri öðrum skipulögum, þ.e.a.s. svæðis-, aðal- og deiliskipulögum Sveitarfélagana.
Við gerð raflínuskipulaga koma sveitarfélög hvergi að ákvörðunartökum og geta einungis í umsagnarferli komið ábendingum á framfæri. Eftir auglýsta umsagnarferla er það í höndum raflínunefndar hvernig vinna eigi úr innsendum umsögnum. Sameiginleg niðurstaða um samþykki nefndarinnar þarf að liggja fyrir innan átta vikna ella færast í hendur ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun.
Sveitarfélögum er í framhaldi af samþykki raflínuskipulags skylt að færa það inn á aðalskipulag þess við næstu endurskoðun, innan fjögurra ára.
Einföldun á lögum vegna þjóðaröryggis ætti að byggjast á færri ferlum innan skipulagslaga í stað þess að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögum. Slíkt er fordæmisgefandi.
Þar sem raflínuskipulag nær til hverju sinni þarf að tilnefnda ákveðinn fjölda fulltrúa úr sveitarfélögum til að eiga sæti í raflínunefnd. Það gefur sveitarfélögum vettvang til halda sínu skipulagsvaldi."