Fara í efni

Skefilsstaðir L145911 á Skaga, Skagafirði - Umsókn um framkvæmdaleyfi og stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2406079

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 52. fundur - 13.06.2024

Eyjólfur G. Sverrisson f.h. Skefilsstaða ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Skefilsstaðir, landnúmer 145911, á Skaga, óskar eftir leyfi til að byggja upp vegslóða á landi jarðarinnar.
Meðfylgjandi yfirlitsuppdrættir og greinargerð, í verki nr. 7210010, útg. 06. júní 2024, gera grein fyrir framkvæmdinni. Gögn unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Framkvæmdasvæðið er á landbúnaðarsvæði nr. L-2 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Framkvæmdin er í samræmi við markmið og ákvæði aðalskipulags um nýtingu á landbúnaðarsvæði nr. L-2.
Jafnframt er óskað eftir stofnun 4.808 m² byggingarreits á landi Skefilsstaða, landnr. 145911, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki nr. 72100101, útg. 06. júní 2024. Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarbústað, hámarksbyggingarmagn 160 m². Hámarksbyggingarhæð verði 7 m. Byggingarreitur er í um 800 m fjarlægð frá Skagavegi (745). Ásýndaráhrif frá Skagavegi verða því hverfandi.
Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-2 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki III, sæmilegt ræktunarland. Skv. ákvæðum aðalskipulags um L-2 landbúnaðarsvæði er heimilt að nýta til byggingar, byggja stök mannvirki og/eða breyta eldri byggingum, til annarrar starfsemi, en landbúnaðarstarfsemi, ef slíkur rekstur styður við landbúnaðarstarfsemi eða búsetu á svæðinu. Byggingarreitur sem sótt er um er að öllu leyti á ógrónu mellendi og munu framkvæmdir innan hans ekki raska gróðri. Landeigandi telur verulega takmarkaða möguleika á að rækta upp landið sem fyrirhugaður byggingarreitur liggur á og hefur því áhuga á að skoða aðra nýtingarkosti.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands og veita framkvæmdaleyfi fyrir vegslóða að fenginni umsögn Vegagerðarinnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Eyjólfur G. Sverrisson f.h. Skefilsstaða ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Skefilsstaðir, landnúmer 145911, á Skaga, óskar eftir leyfi til að byggja upp vegslóða á landi jarðarinnar.
Meðfylgjandi yfirlitsuppdrættir og greinargerð, í verki nr. 7210010, útg. 06. júní 2024, gera grein fyrir framkvæmdinni. Gögn unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Framkvæmdasvæðið er á landbúnaðarsvæði nr. L-2 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Framkvæmdin er í samræmi við markmið og ákvæði aðalskipulags um nýtingu á landbúnaðarsvæði nr. L-2.
Jafnframt er óskað eftir stofnun 4.808 m² byggingarreits á landi Skefilsstaða, landnr. 145911, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki nr. 72100101, útg. 06. júní 2024. Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarbústað, hámarksbyggingarmagn 160 m². Hámarksbyggingarhæð verði 7 m. Byggingarreitur er í um 800 m fjarlægð frá Skagavegi (745). Ásýndaráhrif frá Skagavegi verða því hverfandi.
Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-2 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki III, sæmilegt ræktunarland. Skv. ákvæðum aðalskipulags um L-2 landbúnaðarsvæði er heimilt að nýta til byggingar, byggja stök mannvirki og/eða breyta eldri byggingum, til annarrar starfsemi, en landbúnaðarstarfsemi, ef slíkur rekstur styður við landbúnaðarstarfsemi eða búsetu á svæðinu. Byggingarreitur sem sótt er um er að öllu leyti á ógrónu mellendi og munu framkvæmdir innan hans ekki raska gróðri. Landeigandi telur verulega takmarkaða möguleika á að rækta upp landið sem fyrirhugaður byggingarreitur liggur á og hefur því áhuga á að skoða aðra nýtingarkosti.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands og veita framkvæmdaleyfi fyrir vegslóða að fenginni umsögn Vegagerðarinnar.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands og samþykkir jafnframt að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegslóða að fenginni umsögn Vegagerðarinnar.