Fara í efni

Gautland L146798, í Fljótum - Umsókn um landskipti og stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2406087

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 52. fundur - 13.06.2024

Jón Heiðar Ríkharðsson og Rannveig Rist þinglýstir eigendur jarðarinnar Gautlands, landnr. 146798, í Fljótum, Skagafirði, óska eftir að stofna 4.500 m² lóð úr landi jarðarinnar sem "Gautland 2", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 79011200 útg. 06. júní 2024. Afstöðuuppdrátturinn unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10).
Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar með næsta lausa staðvísi. Landheiti þetta er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Gautlandi, L146798.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreið á landi Gautlands, L146798, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.

Einnig er óskað eftir stofnun 2.200 m² byggingarreits skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Byggingarreiturinn er innan merkja Gautlands 2 og mun tilheyra þeirri landeign að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús, að hámarki 180 m² að stærð, hámarks hæð verður 7 m frá gólfi í efstu brún á þaki. Lögð verður áhersla á að fyrirhuguð bygging falli vel að nærliggjandi umhverfi.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.

Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000464 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti og byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Jón Heiðar Ríkharðsson og Rannveig Rist þinglýstir eigendur jarðarinnar Gautlands, landnr. 146798, í Fljótum, Skagafirði, óska eftir að stofna 4.500 m² lóð úr landi jarðarinnar sem "Gautland 2", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 79011200 útg. 06. júní 2024. Afstöðuuppdrátturinn unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10).
Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar með næsta lausa staðvísi. Landheiti þetta er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Gautlandi, L146798.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreið á landi Gautlands, L146798, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.

Einnig er óskað eftir stofnun 2.200 m² byggingarreits skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Byggingarreiturinn er innan merkja Gautlands 2 og mun tilheyra þeirri landeign að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús, að hámarki 180 m² að stærð, hámarks hæð verður 7 m frá gólfi í efstu brún á þaki. Lögð verður áhersla á að fyrirhuguð bygging falli vel að nærliggjandi umhverfi.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.

Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000464 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti og byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, umbeðin landskipti og byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.