Fara í efni

Molastaðir í Fljótum, Skagafirði L146862 - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2406098

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 52. fundur - 13.06.2024

Halldór Gunnar Hálfdánarson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Molastaðir, landnúmer 146862 óskar eftir heimild til að stofna 2850,5 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 79010301 útg. 7. júní 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni.

Um er að ræða byggingarreit fyrir fjárhús. Hámarksbyggingarmagn verður 800 m² og hámarksbyggingarhæð verður 7 m frá gólfi í mæni.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á landbúnaðarsvæði L2-III í við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Reiturinn gengur ekki á ræktað land. Framkvæmd styður við starfsemi á svæðinu sem er til eflingar á núv. landbúnaðarstarfsemi sem er á landi. Framkvæmd mun ekki raska góðu ræktarlandi og er fyrirhugaður byggingarreitur á óræktuðu landi. Mannvirki mun ekki hefta ásýnd á nærliggjandi mannvirki eða umferð þar sem aðrir bæir standa töluvert ofar í landi og gætt er að fjarlægðartakmörkunum frá vegi.
Gætt er að fjarlægðarmörkum frá árfarvegi og Ólafsfjarðarvegi skv. gildandi skipulagsreglugerð og vegalögum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Halldór Gunnar Hálfdánarson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Molastaðir, landnúmer 146862 óskar eftir heimild til að stofna 2850,5 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 79010301 útg. 7. júní 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni.

Um er að ræða byggingarreit fyrir fjárhús. Hámarksbyggingarmagn verður 800 m² og hámarksbyggingarhæð verður 7 m frá gólfi í mæni.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á landbúnaðarsvæði L2-III í við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Reiturinn gengur ekki á ræktað land. Framkvæmd styður við starfsemi á svæðinu sem er til eflingar á núv. landbúnaðarstarfsemi sem er á landi. Framkvæmd mun ekki raska góðu ræktarlandi og er fyrirhugaður byggingarreitur á óræktuðu landi. Mannvirki mun ekki hefta ásýnd á nærliggjandi mannvirki eða umferð þar sem aðrir bæir standa töluvert ofar í landi og gætt er að fjarlægðartakmörkunum frá vegi.
Gætt er að fjarlægðarmörkum frá árfarvegi og Ólafsfjarðarvegi skv. gildandi skipulagsreglugerð og vegalögum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.