Fara í efni

Prestsbær L217667 og Ás 3 L236647 - Sameining landeigna

Málsnúmer 2406115

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 52. fundur - 13.06.2024

Ingar Jensen, eigandi Prestsbæjar ehf., sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Prestsbær, landnr. 217667 og lóðarinnar Ás 3, landnr. 236647, í Hegranesi, óskar eftir að sameina landeignirnar undir landnúmeri Prestsbæjar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 74921002 útg. 05. júní 2024. Afstöðuuppdrátturinn unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni.
Að sameiningu lokinni mun landeignin heita Prestsbær með landnr. 217667 en Ás 3 með landnr. 236647 fellur út.
Fyrir sameiningu er skráð stærð Prestsbæjar 142 ha en mælist 1.413.793,5 m² skv. hnitaskrá á teikningu nr. 0752, dags. ágúst 2007. Ás 3 er 5,44 ha (54.354 m²) fyrir sameiningu. Eftir sameiningu verður Prestsbær, L217667, 146,8 ha (1.468.148 m²). Ástæða misræmis í stærð er óþekkt en leiðréttist hér með.
Sameining landeignanna er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Engin bygging eða ræktað land er innan Áss 3.
Hvorki Prestsbær né Ás 3 er skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2023.

Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000477 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna sameiningu þessara landa.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Ingar Jensen, eigandi Prestsbæjar ehf., sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Prestsbær, landnr. 217667 og lóðarinnar Ás 3, landnr. 236647, í Hegranesi, óskar eftir að sameina landeignirnar undir landnúmeri Prestsbæjar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 74921002 útg. 05. júní 2024. Afstöðuuppdrátturinn unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni.
Að sameiningu lokinni mun landeignin heita Prestsbær með landnr. 217667 en Ás 3 með landnr. 236647 fellur út.
Fyrir sameiningu er skráð stærð Prestsbæjar 142 ha en mælist 1.413.793,5 m² skv. hnitaskrá á teikningu nr. 0752, dags. ágúst 2007. Ás 3 er 5,44 ha (54.354 m²) fyrir sameiningu. Eftir sameiningu verður Prestsbær, L217667, 146,8 ha (1.468.148 m²). Ástæða misræmis í stærð er óþekkt en leiðréttist hér með.
Sameining landeignanna er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Engin bygging eða ræktað land er innan Áss 3.
Hvorki Prestsbær né Ás 3 er skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2023.

Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000477 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna sameiningu þessara landa.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum sameiningu landeigna Prestsbæjar L217667 og Áss 3 L236647.