Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borholu BM-14

Málsnúmer 2406116

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 52. fundur - 13.06.2024

Gunnar Björn Rögnvaldsson fyrir hönd Skagafjarðarveitna, hitaveitu, óskar eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar fyrir eftirfarandi framkvæmdum á borholusvæði Skagafjarðarveitna í Borgarmýrum (L143926) við Sauðárkrók. Vísað er til meðfylgjandi uppdrátta sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101, S-102, S-103 og S-104 í verki nr. 3122-0101, dags. 22. maí 2024.

Framkvæmdirnar sem um ræðir eru eftirfarandi:
1. Útbúa borplan vegna borunar á holu BM-14. Um er að ræða malarfyllingu ofan á núverandi land, þykkt a.m.k. 0,8 m, efni flutt úr Gránumóanámu.
2. Bora nýja vinnsluholu fyrir hitaveituna á Sauðárkróki, hola nr. BM-14. Áætlað bordýpi er 700-800 m. Áætlað er að holan verði fóðruð niður í 200-250 m með 10¾" vinnslufóðringu.
Ráðist er í borun holunnar til þess að bregðast við aukinni vatnsnotkun á Sauðárkróki, vonast er til að hún skili allt að 50 l/s af 75°C heitu vatni.
Áætlað er að borun hefjist í júlí 2024, reiknað er með að verkinu ljúki haustið 2024.

3. Leggja stofnlögn fyrir hitaveitu, DN300 foreinangrað stál, frá holu BM-14 og að núverandi gasskilju við dælustöð Skagafjarðarveitna. Lögnin verður grafin niður á um 0,65 m dýpi, sönduð og fyllt yfir með uppgröfnu efni og gengið frá yfirborði landsins þannig að sem minnst ummerki sjáist. Heildarlengd lagna um 150 m.

4. Stofna byggingarreit fyrir allt að 15 m2 stórt borholuhús við borholu BM-14. Í húsinu verður búnaður vegna vöktunar á holunni og borholuloki, hugsanlega verður komið þar fyrir borholudælu síðar. Byggingarefni og byggingarstíll í samræmi við borholuhús sem fyrir eru á svæðinu.

Í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er athafnasvæði Skagafjarðarveitna í Borgarmýrum skilgreint sem iðnaðarsvæði I401, nánar tilgreint sem borholusvæði hitaveitu. Framkvæmdir þær sem hér er fjallað um miða að því að auka afkastagetu núverandi borholusvæðis og útvíkka það kerfi sem fyrir er á svæðinu. Í greinargerð með aðalskipulaginu, kafla 4.7, kemur fram að almennt sé heimilt að stækka mannvirki á iðnaðarsvæðum, og eru framkvæmdir þessar þannig í samræmi við markmið og ákvæði skipulagsins.

Hluti borplans gengur inn á óskipt land Sjávarborgar I (L145953), Sjávarborgar II (L145955) og Sjávarborgar III (L145956), samþykki eigenda jarðanna liggur fyrir, og er það fylgiskjal með umsókn þessari.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi og samþykkja umbeðinn byggingarreit.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Gunnar Björn Rögnvaldsson fyrir hönd Skagafjarðarveitna, hitaveitu, óskar eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar fyrir eftirfarandi framkvæmdum á borholusvæði Skagafjarðarveitna í Borgarmýrum (L143926) við Sauðárkrók. Vísað er til meðfylgjandi uppdrátta sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101, S-102, S-103 og S-104 í verki nr. 3122-0101, dags. 22. maí 2024.

Framkvæmdirnar sem um ræðir eru eftirfarandi:
1. Útbúa borplan vegna borunar á holu BM-14. Um er að ræða malarfyllingu ofan á núverandi land, þykkt a.m.k. 0,8 m, efni flutt úr Gránumóanámu.
2. Bora nýja vinnsluholu fyrir hitaveituna á Sauðárkróki, hola nr. BM-14. Áætlað bordýpi er 700-800 m. Áætlað er að holan verði fóðruð niður í 200-250 m með 10¾" vinnslufóðringu.
Ráðist er í borun holunnar til þess að bregðast við aukinni vatnsnotkun á Sauðárkróki, vonast er til að hún skili allt að 50 l/s af 75°C heitu vatni.
Áætlað er að borun hefjist í júlí 2024, reiknað er með að verkinu ljúki haustið 2024.

3. Leggja stofnlögn fyrir hitaveitu, DN300 foreinangrað stál, frá holu BM-14 og að núverandi gasskilju við dælustöð Skagafjarðarveitna. Lögnin verður grafin niður á um 0,65 m dýpi, sönduð og fyllt yfir með uppgröfnu efni og gengið frá yfirborði landsins þannig að sem minnst ummerki sjáist. Heildarlengd lagna um 150 m.

4. Stofna byggingarreit fyrir allt að 15 m2 stórt borholuhús við borholu BM-14. Í húsinu verður búnaður vegna vöktunar á holunni og borholuloki, hugsanlega verður komið þar fyrir borholudælu síðar. Byggingarefni og byggingarstíll í samræmi við borholuhús sem fyrir eru á svæðinu.

Í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er athafnasvæði Skagafjarðarveitna í Borgarmýrum skilgreint sem iðnaðarsvæði I401, nánar tilgreint sem borholusvæði hitaveitu. Framkvæmdir þær sem hér er fjallað um miða að því að auka afkastagetu núverandi borholusvæðis og útvíkka það kerfi sem fyrir er á svæðinu. Í greinargerð með aðalskipulaginu, kafla 4.7, kemur fram að almennt sé heimilt að stækka mannvirki á iðnaðarsvæðum, og eru framkvæmdir þessar þannig í samræmi við markmið og ákvæði skipulagsins.

Hluti borplans gengur inn á óskipt land Sjávarborgar I (L145953), Sjávarborgar II (L145955) og Sjávarborgar III (L145956), samþykki eigenda jarðanna liggur fyrir, og er það fylgiskjal með umsókn þessari.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi og samþykkja umbeðinn byggingarreit.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að veita umbeðið framkvæmdarleyfi og samþykkja umbeðinn byggingarreit.