Fara í efni

Umsagnarbeiðni; Tilraunaleyfi til skelræktar í Skagafirði, Northlight Seafood ehf

Málsnúmer 2406132

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 102. fundur - 19.06.2024

Lagt fram bréf frá Matvælastofnun, Beiðni um umsögn vegna tilraunaleyfis til skelræktar Northlight Seafood ehf. í Skagafirði, dagsett 11. júní sl. Vegna fyrirhugaðrar leyfisveitingu óskar Matvælastofnun, í samræmi við 9. gr. laga nr. 90/2011 um skeldýrarækt, eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi það hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu ræktunarsvæði eða fyrirhugaðar tegundir, stofnar eða starfsaðferðir gefi tilefni til hættu á neikvæðum vistfræði- eða erfðafræðiáhrifum sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða fulltrúa Northlight seafood á næsta fund byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 103. fundur - 26.06.2024

Kristján Ingi Daðason frá Northlight Seafood ehf. sat fundinn undir þessum lið og kynnti fyrir byggðarráði nánar tilraunaverkefni til skelræktar í Skagafirði.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn frá smábátafélaginu Drangey og FISK Seafood um áhrif fyrirhugaðrar staðsetningar rannsóknarreita Northlight Seafood ehf. á veiðar og siglingarleiðir.