Fara í efni

Umsókn um lóðir - Borgarflöt 9, 11 og 13 og sameiningu lóða

Málsnúmer 2406134

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 52. fundur - 13.06.2024

Þórður Magnússon fyrir hönd Vélsmiðju Grundarfjarðar sækir um lóðirnar Borgarflöt 9, 11 og 13 og sameiningu þeirra.

Fyrirhugað er að byggja 1.000 m2 hús á lóðunum, samskonar hús og verið er að reisa á lóðinni Borgarflöt 7 af sama framkvæmdaraðila. Framkvæmdatíminn er áætlaður sumarið 2025.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að lóðirnar nr. 9, 11 og 13 við Borgarflöt verði sameinaðar og lóðin fái heitið Borgarflöt 9-13, og þeirri lóð úthlutað til Vélsmiðju Grundarfjarðar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Þórður Magnússon fyrir hönd Vélsmiðju Grundarfjarðar sækir um lóðirnar Borgarflöt 9, 11 og 13 og sameiningu þeirra. Fyrirhugað er að byggja 1.000 m2 hús á lóðunum, samskonar hús og verið er að reisa á lóðinni Borgarflöt 7 af sama framkvæmdaraðila. Framkvæmdatíminn er áætlaður sumarið 2025.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að lóðirnar nr. 9, 11 og 13 við Borgarflöt verði sameinaðar og lóðin fái heitið Borgarflöt 9-13, og þeirri lóð úthlutað til Vélsmiðju Grundarfjarðar.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að lóðirnar nr. 9, 11 og 13 við Borgarflöt verði sameinaðar og lóðin fái heitið Borgarflöt 9-13, og að þeirri lóð verði úthlutað til Vélsmiðju Grundarfjarðar.