Nýlega tóku gildi lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða öllum sveitarfélögum sem bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum framlag úr ríkissjóði. Í kynningu aðgerðarinnar með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til að ríkið skyldi borga 75% kostnaðar og sveitarfélög 25%. Í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga var skipaður vinnuhópur til að útfæra aðgerðina fyrir lok maí 2024. Ekki var leitað til vinnuhópsins við gerð frumvarpsins samkvæmt umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem því er haldið fram að frumvarpið hafi verið samið af aðila sem sat engan fund og tók ekki tillit til vinnu hópsins.
Í þeirri útfærslu sem lögfest hefur verið kemur í ljós að útfærslan verður á þann veg að sveitarfélög munu fá framlag sem nemur jafnhárri fjárhæð á hvern nemenda, óháð kostnaði sveitarfélaga við skólamáltíðir eða stærðarhagkvæmni. Er þessi útfærsla með öllu óásættanleg fyrir dreifðari byggðir landsins og sérstaklega fjölkjarna sveitarfélög sem reka smærri einingar með tilheyrandi hærri kostnaði við skólamáltíðir. Með þessu er ríkið að mismuna börnum eftir búsetu og er útfærslan í andstöðu við hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem er m.a. að jafna mismunandi útgjaldaþörf sveitarfélaga. Þá fá sveitarfélög ekki niðurgreiðslu ríkisins nema að bera þann kostnað sem eftir stendur sjálf. Í tilfelli Skagafjarðar mun niðurgreiðsla ríkisins nema um helmingi af kostnaði forráðamanna en ekki 75% eins og von var á þegar verkefnið var kynnt sveitarfélögum. Kostnaður forráðamanna er nú þegar niðurgreiddur í Skagafirði og raunkostnaður líklega talsvert hærri. Áætlað er að á fyrsta ári muni Skagafjörður þurfa að leggja í verkefnið um 40 m.kr. til þess að það verði að veruleika. Fræðslunefnd telur það grundvallarforsendu fyrir því að gjaldfrjálsar skólamáltíðir verði í grunnskólum Skagafjarðar að kostnaður sveitarfélagsins við verkefnið verði fjármagnaður með hagræðingu. Þá telur nefndin rétt að verkefnið verði endurskoðað að loknu fyrsta skólaári og metið verði hvort tekist hafi að hagræða fyrir kostnaði. Þá telur nefndin mikilvægt að útfærsla verkefnisins verði á þann veg að foreldrar þurfi áfram að skrá börnin sín í mat en haka þurfi við niðurgreiðslu ríkisins annars vegar og sveitarfélagsins hins vegar. Þá telur nefndin rétt að gjaldskrá fyrir skólamáltíðir verði hækkuð í raunkostnað til þess að skýrt komi fram við skráningu í mat hversu stóran hluta íbúar sveitarfélagsins fjármagna með skattgreiðslum sínum og hversu stór hluti komi frá ríkinu. Að lokum telur nefndin að skrá þurfi nýtingu og matarsóun í grunnskólum ef skólamáltíðir verða gjaldfrjálsar.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að hefja undirbúning verkefnisins með útfærslu á skráningu í skólamáltíðir, útreikningi á raunkostnaði við skólamáltíðir og samtali við stjórnendur skóla um hagræðingaraðgerðir.
Í þeirri útfærslu sem lögfest hefur verið kemur í ljós að útfærslan verður á þann veg að sveitarfélög munu fá framlag sem nemur jafnhárri fjárhæð á hvern nemenda, óháð kostnaði sveitarfélaga við skólamáltíðir eða stærðarhagkvæmni. Er þessi útfærsla með öllu óásættanleg fyrir dreifðari byggðir landsins og sérstaklega fjölkjarna sveitarfélög sem reka smærri einingar með tilheyrandi hærri kostnaði við skólamáltíðir. Með þessu er ríkið að mismuna börnum eftir búsetu og er útfærslan í andstöðu við hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem er m.a. að jafna mismunandi útgjaldaþörf sveitarfélaga. Þá fá sveitarfélög ekki niðurgreiðslu ríkisins nema að bera þann kostnað sem eftir stendur sjálf. Í tilfelli Skagafjarðar mun niðurgreiðsla ríkisins nema um helmingi af kostnaði forráðamanna en ekki 75% eins og von var á þegar verkefnið var kynnt sveitarfélögum. Kostnaður forráðamanna er nú þegar niðurgreiddur í Skagafirði og raunkostnaður líklega talsvert hærri. Áætlað er að á fyrsta ári muni Skagafjörður þurfa að leggja í verkefnið um 40 m.kr. til þess að það verði að veruleika. Fræðslunefnd telur það grundvallarforsendu fyrir því að gjaldfrjálsar skólamáltíðir verði í grunnskólum Skagafjarðar að kostnaður sveitarfélagsins við verkefnið verði fjármagnaður með hagræðingu. Þá telur nefndin rétt að verkefnið verði endurskoðað að loknu fyrsta skólaári og metið verði hvort tekist hafi að hagræða fyrir kostnaði. Þá telur nefndin mikilvægt að útfærsla verkefnisins verði á þann veg að foreldrar þurfi áfram að skrá börnin sín í mat en haka þurfi við niðurgreiðslu ríkisins annars vegar og sveitarfélagsins hins vegar. Þá telur nefndin rétt að gjaldskrá fyrir skólamáltíðir verði hækkuð í raunkostnað til þess að skýrt komi fram við skráningu í mat hversu stóran hluta íbúar sveitarfélagsins fjármagna með skattgreiðslum sínum og hversu stór hluti komi frá ríkinu. Að lokum telur nefndin að skrá þurfi nýtingu og matarsóun í grunnskólum ef skólamáltíðir verða gjaldfrjálsar.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að hefja undirbúning verkefnisins með útfærslu á skráningu í skólamáltíðir, útreikningi á raunkostnaði við skólamáltíðir og samtali við stjórnendur skóla um hagræðingaraðgerðir.