Upplýsingatækni í grunnskólum
Málsnúmer 2407025
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 29. fundur - 08.07.2024
Fræðslunefnd óskar eftir því að unnin verði skýrsla um upplýsingatækni í grunnskólum Skagafjarðar. Í skýrslunni komi m.a. fram hvaða tölvukerfi notuð eru í grunnskólum Skagafjarðar, hvernig nemendur læra með hjálp upplýsingatækni og á hvaða forrit sé kennt. Þá verði því einnig gert skil í skýrslunni hvaða áhrif spjaldtölvuvæðing hefur haft á námsárangur, hvernig spjaldtölvur hafa nýst nemendum í áframhaldandi námi og/eða starfi og hvort mælanlegur árangur sé af verkefninu samanborið við skóla sem eru ekki í því.