Fara í efni

Hundar við Áshildarholtsvatn

Málsnúmer 2407027

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 7. fundur - 04.07.2024

Landbúnaðar- og innviðanefnd tók fyrir erindi frá Helgu Rósu Guðjónsdóttur sem lýsir áhyggjum sínum vegna lausagöngu hunda við Áshildarholtsvatn á varptíma. Lausaganga hunda er bönnuð innan þéttbýlismarka en á ábyrgð hundaeiganda í dreifbýli.
Landbúnaðar- og innviðanefnd vill árétta mikilvægi þess að eigendur hunda sýni ábyrgð og tryggi að hundar valdi ekki ónæði eða skaða á dýralífi.