Fara í efni

Melatún 4 - Lóðarmál, Umsókn um breikkun á aðkomu lóðar.

Málsnúmer 2407175

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 55. fundur - 15.08.2024

Guðmundur H. Loftsson og Helga F. Salmannsdóttir þinglýstir lóðarhafar lóðar nr. 4 við Melatún á Sauðárkróki óska eftir heimild til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um breikkun úr 5 m í 6m, þ.e. 1 metra í suður og að stútur verði steyptur í stað malbiks. Einnig óska lóðarhafar um heimild til að setja skrautmöl í stað gras 6.5 metra suður af bílastæði, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins.
Með fylgir afstöðumynd sbr. Aðaluppdrátt sem samþykktur var af skipulags-og byggingarfulltrúa Skagafjarðar þann 29.5.2019 sem gerir grein fyrir erindinu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið. Framkvæmdin skal unnin í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.