Fara í efni

Kostnaður við afréttargirðingu Staðarhrepp

Málsnúmer 2408013

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 8. fundur - 09.08.2024

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að afla frekari upplýsinga um reikninga og tilurð verksins. Málið verður tekið fyrir á fundi aftur þegar búið er að afla umbeðinna gagna.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 10. fundur - 05.09.2024

Kostnaður við afréttargirðingu Staðarhrepp. Málið áður tekið fyrir á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar 09.08.2024. þar sem Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa var falið að afla frekari gagna. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að hafna ákveðnum reikningum vegna viðhalds brúnagirðingar í Sæmundarhlíð þar sem stofnað var til þeirra án samþykkis sveitarfélagsins og án þess að kostnaðaráætlun lægi fyrir.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram.

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og Margeir Friðriksson sátu fundinn undir þessum lið.