Landbúnaðar- og innviðanefnd
Dagskrá
1.Breyting á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar - Deiliskipulag - Sætún
Málsnúmer 2402025Vakta málsnúmer
2.Skagafjörður - rammaáætlun 2025
Málsnúmer 2405115Vakta málsnúmer
Landbúnaðar- og innviðanefnd fór yfir rammaáætlun vegna deilda 63 vatnsveitu, 65 sjóveitu og 67 hitaveitu.
Gunnar Björn Rögnvaldssson sat fundinn undir þessu máli.
Gunnar Björn Rögnvaldssson sat fundinn undir þessu máli.
3.Hitaveita - áætlun um hitaveituframkvæmdir 2021 - 2024
Málsnúmer 2102027Vakta málsnúmer
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnisstjóri fór yfir stöðu hitaveitumála í Skagafirði. Borun í Borgarmýrum lofar góðu og er á áætlun. Ef allt gengur eins og áætlað er mun borun ljúka eftiir um þrjár vikur.
4.Vetrarþjónusta á heimreiðum
Málsnúmer 2402219Vakta málsnúmer
Farið yfir hvernig vetrarþjónustu heimreiða í sveitarfélaginu er háttað og lögð fram gögn um þjónustu og kostnað síðustu þriggja ára sem hefur vaxið umtalsvert. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að vinna drög að reglum um nýtt fyrirkomulag í samræmi við umræður fundarins.
Margeir Friðriksson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Margeir Friðriksson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
5.Kostnaður við afréttargirðingu Staðarhrepp
Málsnúmer 2408013Vakta málsnúmer
Kostnaður við afréttargirðingu Staðarhrepp. Málið áður tekið fyrir á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar 09.08.2024. þar sem Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa var falið að afla frekari gagna. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að hafna ákveðnum reikningum vegna viðhalds brúnagirðingar í Sæmundarhlíð þar sem stofnað var til þeirra án samþykkis sveitarfélagsins og án þess að kostnaðaráætlun lægi fyrir.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og Margeir Friðriksson sátu fundinn undir þessum lið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og Margeir Friðriksson sátu fundinn undir þessum lið.
6.Mat á hæfi kjörinna fulltrúa sveitarstjórna
Málsnúmer 2408237Vakta málsnúmer
Samband íslenskra sveitarfélaga fær mjög reglulega fyrirspurnir um mat á hæfi enda getur verið krefjandi að meta hvort vanhæfi sé til staðar sérstaklega í ljósi þess að skoða þarf samspil samþykkta, sveitarstjórnarlaga og stjórnsýslulaga. Sambandið hefur því tekið saman leiðbeiningar fyrir sveitarstjónarfólk og nefndarfólk sveitarstjórna við mat á hæfi sem vonandi koma til með að auðvelda sveitarstjórnarfólki að leggja mat á hæfi sitt. Umræddar leiðbeiningar lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:30.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gera ekki ahugasemd við að umsóknin fari til Skipulagsnefndar.
VG og óháð óska bókað að þar sem innviða og landbúnaðarnefnd gafst ekki tækifæri að bóka á á
skipulagsbreytinguna áður en hún var samþykkt síðast að með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið varðandi Hesteyri 2 kemur byggingin til með að vera of nálægt götunni Hesteyrarmegin sem getur skapað hættu fyrir bæði umferð og gangandi vegfarendur. VG og óháð gera þó ekki athugasemd við hækkun byggingarinnar úr 10 m í 12.
Einar E. Einarsson óskar bókað: Undirritaður vill árétta að umrætt deiliskipulag er samþykkt af Skipulagsnefnd, sveitarstjórn Skagafjarðar og stimplað af Skipulagsstofnun, en sú breyting sem nú er til umfjöllunar snýr eingöngu að heimild til hækkunar á tilkomandi viðbyggingu við Vélaverkstæði KS.
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi sat fundinn í fjarfundarbúnaði undir þessum lið.