Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 110

Málsnúmer 2408023F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 30. fundur - 18.09.2024

Fundargerð 110. fundar byggðarráðs frá 28. ágúst 2024 lögð fram til afgreiðslu á 30. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð.
Álfhildur Leifsdóttir, Gísli Sigurðsson og Sigfús Ingi Sigfússon kvöddu sér hljóðs
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 110 Mál áður á dagskrá 105. fundar byggðarráðs þann 8. júlí sl. og 109. fundar byggðarráðs þann 21. ágúst sl.

    Undir þessum lið mættu til fundar Sigríður Ellen Arnardóttir formaður stjórnar og prókúruhafi óstofnaðs félags ásamt Ómari Kjartanssyni, Hildi Magnúsdóttur, Sigríði Ingólfsdóttur og Maríu Eymundsdóttur stjórnarmönnum félagsins.

    Í júlí sl. sendi hópur íbúa, jarða- og lóðaeigenda í Hegranesi sveitarfélaginu erindi þar sem þess var farið á leit að Skagafjörður auglýsi ekki Félagsheimili Rípurhrepps til sölu heldur gangi til viðræðna við íbúa, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi um framtíð félagsheimilisins. Á 109. fundi byggðarráðs var það samþykkt að boða forsvarsmenn óstofnaðs félags á fund byggðarráðs.

    Byggðarráð þakkar gestum fyrir komuna og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 110 Mál síðast tekið fyrir á 76. fundi byggðarráðs þann 13. desember 2023.

    Skagafjörður auglýsti eftir umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði í október á síðasta ári og bárust sveitarfélaginu 9 umsóknir um stöðuna. Ákveðið var að ganga til samninga við björgunarsveitina Gretti á Hofsósi. Eftir að hafa fengið álit frá Náttúrustofu Norðurlands vestra og Umhverfisstofnun þá liggja nú fyrir drög að samningi við björgunarsveitina um umsjón með Málmey. Enn er beðið endanlegrar umsagnar Vegagerðarinnar.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka málið aftur á dagskrá þegar umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir.

    Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 110 Máli vísað frá 9. fundi landbúnaðar- og innviðanefnd þann 22. ágúst sl., þannig bókað:
    "Lögð er fram til samþykktar breytingartillaga á hafnarreglugerð nr. 1040 frá 2018 fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar. Breyting verður gerð á heiti nefndarinnar í hafnarreglugerðinni þar sem Umhverfis- og samgögngunefnd verði breytt í Landbúnaðar- og innviðanefnd.

    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða breytingartillöguna og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ganga frá breytingunum."

    Uppfærð hafnarreglugerð nr. 1040 frá 2018 fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar liggur nú fyrir og lögð fyrir byggðarráð.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða hafnarreglugerð fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar og vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Breyting á hafnarreglugerð 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 110 Margeir Friðriksson, fjármálastjóri lagði fram til kynningar upplýsingar um tekjur og laun Skagafjarðar janúar til júní 2024 og rekstraryfirlit fyrir sama tímabil. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 110 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Óbyggðanefnd dagsettur 19. ágúst sl. þar sem tilkynnt er um framlengdan kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. desember 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 110 Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fulltrúaráðsfundar Skagfirskra leiguíbúða hses frá 19. ágúst 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.