Fara í efni

Hólar, Bjórsetur - Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

Málsnúmer 2408043

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 112. fundur - 11.09.2024

Byggðarráði barst beiðni um umsögn vegna umsóknar Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Hólum í Hjaltadal, fnr. 214-2751. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda.

Umsögn byggðarráðs er svohljóðandi:
1.
Að höfðu samráði við byggingarfulltrúa er það staðfest að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi
2.
Að höfðu samráði við byggingarfulltrúa er það staðfest að lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu
3.
Sveitarfélagið hefur ekki sett neinar sérreglur um afgreiðslutíma en vísar til 2. gr. reglugerðar nr. 800/2022 þar sem segir að afgreiðslutími áfengis í smásölu á framleiðslustað skal aldrei vera lengri en frá klukkan 8.00 til klukkan 23.00.
4.
Að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra er engin athugasemd gerð við leyfisveitinguna. Aðstæður voru teknar út á síðasta ári og verða teknar aftur út á næsta ári. Aðstæður voru góðar við síðustu skoðun og engar athugasemdir hafa borist fram að þessu og því þótti ekki ástæða til vettvangsskoðunar að svo stöddu.
5.
Að fengnu áliti frá slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar er það niðurstaðan að kröfum slökkviliðs er fullnægt að mati slökkviliðsstjóra miðað við 25 manns innandyra og 30 manns utandyra.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 30. fundur - 18.09.2024

Vísað frá 112. fundi byggðarráðs frá 11. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Byggðarráði barst beiðni um umsögn vegna umsóknar Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Hólum í Hjaltadal, fnr. 214-2751. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda.

Umsögn byggðarráðs er svohljóðandi:
1.
Að höfðu samráði við byggingarfulltrúa er það staðfest að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi
2.
Að höfðu samráði við byggingarfulltrúa er það staðfest að lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu
3.
Sveitarfélagið hefur ekki sett neinar sérreglur um afgreiðslutíma en vísar til 2. gr. reglugerðar nr. 800/2022 þar sem segir að afgreiðslutími áfengis í smásölu á framleiðslustað skal aldrei vera lengri en frá klukkan 8.00 til klukkan 23.00.
4.
Að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra er engin athugasemd gerð við leyfisveitinguna. Aðstæður voru teknar út á síðasta ári og verða teknar aftur út á næsta ári. Aðstæður voru góðar við síðustu skoðun og engar athugasemdir hafa borist fram að þessu og því þótti ekki ástæða til vettvangsskoðunar að svo stöddu.
5.
Að fengnu áliti frá slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar er það niðurstaðan að kröfum slökkviliðs er fullnægt að mati slökkviliðsstjóra miðað við 25 manns innandyra og 30 manns utandyra.“

Málið borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum að veita jákvæða umsögn með tilvísun til afgreiðslu byggðarráðs.