Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Krafa vegna vangreiddra launa
Málsnúmer 1902166Vakta málsnúmer
2.Tilboð mannauðsmælingar
Málsnúmer 2408121Vakta málsnúmer
Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri Skagafjarðar, mætti á fundinn undir þessum lið og lagði fram minnisblað sem hún hefur tekið saman um tilboð í mannauðsmælingar fyrir starfstöðvar sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela mannauðsstjóra að afla frekari upplýsinga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela mannauðsstjóra að afla frekari upplýsinga.
3.Sægarðar á Sauðárkróki
Málsnúmer 2409085Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið mættu Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga hjá SSNV og lögðu fram kynningu á Sægörðum í Skagafirði, hugmyndinni um þekkingargarða á mótum lands og sjávar sem ætlað er að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í sjálfbærri matvælaframleiðslu.
4.Samgöngumál í Skagafirði
Málsnúmer 2406008Vakta málsnúmer
Mál áður á dagskrá byggðarráðs þann 5. júní sl. Þá átti byggðarráð samtal við Bjarna Jónsson, formann umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og Stefán Vagn Stefánsson formann fjárlaganefndar Alþingis þar sem samgöngumál í Skagafirði voru rædd.
Undir þessum lið kom Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, til fundarins og ítrekaði mikilvægi þess að strax verði farið í endurbætur á Hólavegi nr. 767, en núverandi ástand hans er með öllu óásættanlegt.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi ályktun sem sveitarstjóra er falið að senda á nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og þingmenn Norðvesturkjördæmis:
Byggðarráð Skagafjarðar ítrekar áður sent bréf til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dagsett 10. júní 2024 og leggur ríka áherslu á að endurbætur á Hólavegi nr. 767 fari fram eigi síðar en sumarið 2025. Vegurinn er afar mjór og bylgjóttur, raunar svo mjög að hann er varhugaverður stærri bílum og bílum með tengivagna og hestakerrur. Á veginum hafa orðið mjög alvarleg slys. Vegurinn liggur að þéttbýlisstaðnum Hólum í Hjaltadal þar sem er starfsemi m.a. á vegum Háskólans á Hólum. Tilheyrandi þeirri starfsemi er m.a. hestafræðideild sem kallar á mikla umferð nemenda með hestaflutninga. Þar er einnig öflug ferðaþjónusta og aðsetur vígslubiskups en á vegum embættisins eru fjölmargir viðburðir haldnir ár hvert. Á Hólum er einnig rekið Sögusetur íslenska hestsins, Bjórsetur Íslands og leikskóli á vegum sveitarfélagsins Skagafjarðar. Landsmót hestamanna verður næst haldið á Hólum í Hjaltadal sumarið 2026 en þann viðburð munu líklega á annan tug þúsunda sækja.
Sem gefur að skilja batnar ástand vegarins ekki með árunum og knýjandi nauðsyn að ráðast í lagfæringar á honum og/eða mikla uppbyggingu og klæðningu á Ásavegi nr. 769 til að tryggja öryggi akandi vegfarenda heim að Hólum. Sú ráðstöfun að ráðast í lagfæringar á einbreiðri brú yfir Hjaltadalsá, við beygju og blindhæð, fyrir skemmstu í stað þess að endurnýja hana með tvöföldun í takt við öryggiskröfur nútímans benda til þess að einhverjar hugleiðingar um uppbyggingu Ásavegar hljóti að hafa verið í vinnslu hjá Vegagerðinni en Vegagerðin fullyrðir að svo sé ekki.
Þess má geta að forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa tekið málið upp á a.m.k. 3 formlegum fundum með Vegagerðinni á síðasta eina og hálfa árinu.
Með erindi þessu er skorað á umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að tryggja lagfæringu Hólavegar nr. 767 í Skagafirði. Ef ekki næst að ráðast í gagngera endurnýjun hans í samræmi við staðla sem gerðir eru fyrir slíka vegi, þá a.m.k. að tryggja 250 m.kr. til fræsinga, lagfæringa á verstu öldum og ósléttum í veginum og lagningu bundins slitlags að nýju. Það er sú fjárhæð sem Vegagerðin segist þurfa til að tryggja slíkar lágmarksbætur á veginum.
Vegagerðin telur framkvæmdina brýna og er reiðubúin að fara í verkið sumarið 2025 ef fjármagn er tryggt. Það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir huganleg óhöpp í tengslum við mikla umferð landsmóts hestamanna sumarið 2026. Ef ekkert verður að gert er ljóst að slysatíðni á veginum mun aukast enn frekar.
Undir þessum lið kom Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, til fundarins og ítrekaði mikilvægi þess að strax verði farið í endurbætur á Hólavegi nr. 767, en núverandi ástand hans er með öllu óásættanlegt.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi ályktun sem sveitarstjóra er falið að senda á nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og þingmenn Norðvesturkjördæmis:
Byggðarráð Skagafjarðar ítrekar áður sent bréf til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dagsett 10. júní 2024 og leggur ríka áherslu á að endurbætur á Hólavegi nr. 767 fari fram eigi síðar en sumarið 2025. Vegurinn er afar mjór og bylgjóttur, raunar svo mjög að hann er varhugaverður stærri bílum og bílum með tengivagna og hestakerrur. Á veginum hafa orðið mjög alvarleg slys. Vegurinn liggur að þéttbýlisstaðnum Hólum í Hjaltadal þar sem er starfsemi m.a. á vegum Háskólans á Hólum. Tilheyrandi þeirri starfsemi er m.a. hestafræðideild sem kallar á mikla umferð nemenda með hestaflutninga. Þar er einnig öflug ferðaþjónusta og aðsetur vígslubiskups en á vegum embættisins eru fjölmargir viðburðir haldnir ár hvert. Á Hólum er einnig rekið Sögusetur íslenska hestsins, Bjórsetur Íslands og leikskóli á vegum sveitarfélagsins Skagafjarðar. Landsmót hestamanna verður næst haldið á Hólum í Hjaltadal sumarið 2026 en þann viðburð munu líklega á annan tug þúsunda sækja.
Sem gefur að skilja batnar ástand vegarins ekki með árunum og knýjandi nauðsyn að ráðast í lagfæringar á honum og/eða mikla uppbyggingu og klæðningu á Ásavegi nr. 769 til að tryggja öryggi akandi vegfarenda heim að Hólum. Sú ráðstöfun að ráðast í lagfæringar á einbreiðri brú yfir Hjaltadalsá, við beygju og blindhæð, fyrir skemmstu í stað þess að endurnýja hana með tvöföldun í takt við öryggiskröfur nútímans benda til þess að einhverjar hugleiðingar um uppbyggingu Ásavegar hljóti að hafa verið í vinnslu hjá Vegagerðinni en Vegagerðin fullyrðir að svo sé ekki.
Þess má geta að forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa tekið málið upp á a.m.k. 3 formlegum fundum með Vegagerðinni á síðasta eina og hálfa árinu.
Með erindi þessu er skorað á umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að tryggja lagfæringu Hólavegar nr. 767 í Skagafirði. Ef ekki næst að ráðast í gagngera endurnýjun hans í samræmi við staðla sem gerðir eru fyrir slíka vegi, þá a.m.k. að tryggja 250 m.kr. til fræsinga, lagfæringa á verstu öldum og ósléttum í veginum og lagningu bundins slitlags að nýju. Það er sú fjárhæð sem Vegagerðin segist þurfa til að tryggja slíkar lágmarksbætur á veginum.
Vegagerðin telur framkvæmdina brýna og er reiðubúin að fara í verkið sumarið 2025 ef fjármagn er tryggt. Það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir huganleg óhöpp í tengslum við mikla umferð landsmóts hestamanna sumarið 2026. Ef ekkert verður að gert er ljóst að slysatíðni á veginum mun aukast enn frekar.
5.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2024
Málsnúmer 2409040Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun ársins 2024. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar að fjárhæð 118.358 þkr. svo sem hér segir:
Styrkveiting til Jódódeildar Tindastóls vegna húsaleigu.
Leiðrétting á launaáætlun með tilliti til kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu.
Uppreiknuð fjárhagsáætlun vegna skuldabréfa vegna hærri vaxta og verðbóta en áætlun gerði ráð fyrir.
Hækkun launagjalda í Birkilundi auk fleiri liða.
Þessum gjöldum er mætt með hærri rekstrarafgangi hafnarsjóðs, hærri útsvarstekjum og hærri álagningu fasteignaskatts miðað við fyrri áætlun auk lækkun handbærs fjár.
Viðaukinn inniheldur einnig breytingar á framlögum til framkvæmda og eignabreytinga svohljóðandi:
Lánasafn sveitarfélagsins endurskoðað með tilliti til verðlagsþróunar ársins 2024 þar sem vextir og verðbætur leggjast ofan á höfuðstól lána umfram það sem áætlað hafði verið.
Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í verknámshús FNV né nýjan grjótgarð í Sauðárkrókshöfn á þessu ári og því er fjárveiting þessara verka felld niður í fjárhagsáætlun 2024
Ekki er gert ráð fyrir að byrjað verði á sorpmóttöku á Hofsósi né sjóvörn við Hofsós vegna tafa við skipulag og því er fjárveiting þessara verka felld niður í fjárhagsáætlun 2024
Auknu framkvæmdafé er veitt til kaupa á rafmagnsbifreiðar fyrir þjónustumiðstöð og í framkvæmdir við dælustöð við Laugaveg í Varmahlíð.
Handbært fé lækkað um 7.158 þkr. vegna viðaukans alls.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka með áorðnum breytingum og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Styrkveiting til Jódódeildar Tindastóls vegna húsaleigu.
Leiðrétting á launaáætlun með tilliti til kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu.
Uppreiknuð fjárhagsáætlun vegna skuldabréfa vegna hærri vaxta og verðbóta en áætlun gerði ráð fyrir.
Hækkun launagjalda í Birkilundi auk fleiri liða.
Þessum gjöldum er mætt með hærri rekstrarafgangi hafnarsjóðs, hærri útsvarstekjum og hærri álagningu fasteignaskatts miðað við fyrri áætlun auk lækkun handbærs fjár.
Viðaukinn inniheldur einnig breytingar á framlögum til framkvæmda og eignabreytinga svohljóðandi:
Lánasafn sveitarfélagsins endurskoðað með tilliti til verðlagsþróunar ársins 2024 þar sem vextir og verðbætur leggjast ofan á höfuðstól lána umfram það sem áætlað hafði verið.
Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í verknámshús FNV né nýjan grjótgarð í Sauðárkrókshöfn á þessu ári og því er fjárveiting þessara verka felld niður í fjárhagsáætlun 2024
Ekki er gert ráð fyrir að byrjað verði á sorpmóttöku á Hofsósi né sjóvörn við Hofsós vegna tafa við skipulag og því er fjárveiting þessara verka felld niður í fjárhagsáætlun 2024
Auknu framkvæmdafé er veitt til kaupa á rafmagnsbifreiðar fyrir þjónustumiðstöð og í framkvæmdir við dælustöð við Laugaveg í Varmahlíð.
Handbært fé lækkað um 7.158 þkr. vegna viðaukans alls.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka með áorðnum breytingum og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
6.Beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2025
Málsnúmer 2409028Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá rekstrarstýru Samtaka um kvennaathvarf, dags. 3. september 2024, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2025 að fjárhæð kr. 200.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita 200.000 kr. styrk til Kvennaathvarfsins á árinu 2025 og tekur fjármagnið af deild 21890 á því fjárhagsári.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita 200.000 kr. styrk til Kvennaathvarfsins á árinu 2025 og tekur fjármagnið af deild 21890 á því fjárhagsári.
7.Gjaldskrárbreytingar í leikskólum
Málsnúmer 2407058Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd samþykkti nýja gjaldskrá fyrir leikskóla á 29. fundi sínum 8. júlí sl., sem taka átti gildi frá 1. október nk, og staðfesti byggðarráð þá ákvörðun á 106. fundi byggðarráðs þann 17. júlí sl.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við breytta gjaldskrá í leikskóla Skagafjarðar en gerir athugasemd við að í samþykktri gjaldskrá var kveðið á um hækkun fæðisgjalds. Sú hækkun fæðisgjalds gengur þvert á fyrri ákvörðun byggðarráðs frá 97. fundi byggðarráðs frá 15. maí sl. þar sem ákveðið var að lækka gjaldskrár til að styðja við gerð kjarasamninga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að standa við ákvörðun frá 97. fundi byggðarráðs um fæðisgjald í leikskóla Skagafjarðar og tekur því til baka hækkun fæðisgjalds sem samþykkt var á 29. fundi fræðslunefndar og staðfest á 106. fundi byggðarráðs. Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við breytta gjaldskrá í leikskóla Skagafjarðar en gerir athugasemd við að í samþykktri gjaldskrá var kveðið á um hækkun fæðisgjalds. Sú hækkun fæðisgjalds gengur þvert á fyrri ákvörðun byggðarráðs frá 97. fundi byggðarráðs frá 15. maí sl. þar sem ákveðið var að lækka gjaldskrár til að styðja við gerð kjarasamninga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að standa við ákvörðun frá 97. fundi byggðarráðs um fæðisgjald í leikskóla Skagafjarðar og tekur því til baka hækkun fæðisgjalds sem samþykkt var á 29. fundi fræðslunefndar og staðfest á 106. fundi byggðarráðs. Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8.Hólar, Bjórsetur - Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað
Málsnúmer 2408043Vakta málsnúmer
Byggðarráði barst beiðni um umsögn vegna umsóknar Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Hólum í Hjaltadal, fnr. 214-2751. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda.
Umsögn byggðarráðs er svohljóðandi:
1.
Að höfðu samráði við byggingarfulltrúa er það staðfest að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi
2.
Að höfðu samráði við byggingarfulltrúa er það staðfest að lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu
3.
Sveitarfélagið hefur ekki sett neinar sérreglur um afgreiðslutíma en vísar til 2. gr. reglugerðar nr. 800/2022 þar sem segir að afgreiðslutími áfengis í smásölu á framleiðslustað skal aldrei vera lengri en frá klukkan 8.00 til klukkan 23.00.
4.
Að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra er engin athugasemd gerð við leyfisveitinguna. Aðstæður voru teknar út á síðasta ári og verða teknar aftur út á næsta ári. Aðstæður voru góðar við síðustu skoðun og engar athugasemdir hafa borist fram að þessu og því þótti ekki ástæða til vettvangsskoðunar að svo stöddu.
5.
Að fengnu áliti frá slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar er það niðurstaðan að kröfum slökkviliðs er fullnægt að mati slökkviliðsstjóra miðað við 25 manns innandyra og 30 manns utandyra.
Umsögn byggðarráðs er svohljóðandi:
1.
Að höfðu samráði við byggingarfulltrúa er það staðfest að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi
2.
Að höfðu samráði við byggingarfulltrúa er það staðfest að lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu
3.
Sveitarfélagið hefur ekki sett neinar sérreglur um afgreiðslutíma en vísar til 2. gr. reglugerðar nr. 800/2022 þar sem segir að afgreiðslutími áfengis í smásölu á framleiðslustað skal aldrei vera lengri en frá klukkan 8.00 til klukkan 23.00.
4.
Að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra er engin athugasemd gerð við leyfisveitinguna. Aðstæður voru teknar út á síðasta ári og verða teknar aftur út á næsta ári. Aðstæður voru góðar við síðustu skoðun og engar athugasemdir hafa borist fram að þessu og því þótti ekki ástæða til vettvangsskoðunar að svo stöddu.
5.
Að fengnu áliti frá slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar er það niðurstaðan að kröfum slökkviliðs er fullnægt að mati slökkviliðsstjóra miðað við 25 manns innandyra og 30 manns utandyra.
Fundi slitið - kl. 14:50.
Byggðaráð Skagafjarðar samþykkir, með tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að lögmanni sveitarfélagsins verði falið að áfrýja til Landsréttar þremur dómum sem kveðnir voru upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra 28. maí 2024 í málum sem þrír tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar höfðuðu á hendur sveitarfélaginu vegna aksturs milli starfsstöðva skólans á árunum 2016-2019 og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Að mati meirihluta byggðaráðs er mikilvægt að fá umfjöllun á æðra dómsstigi um nokkur veigamikil atriði er varðar ágreining málsaðila, þ.á.m. túlkun á tilgreindum ákvæðum kjarasamnings Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags tónlistarskólakennara um akstur á milli starfsstöðva tónlistarskóla innan sama sveitarfélags. Þá er mikilvægt að fjallað verði um þau skýru fyrirmæli sem gefin voru af hálfu skólayfirvalda á sínum tíma um að skipuleggja bæri starfsemi skólans og vinnutímafyrirkomulag starfsmanna hans með þeim hætti að akstur milli starfsstöðva rúmaðist ætíð innan árlegrar vinnuskyldu starfsmanna skólans.
Að mati meirihluta byggðaráðs er hér um fordæmisgefandi mál að ræða sem kann einnig að varða aðra tónlistarskóla þar sem þannig háttar til að um akstur er að ræða að hálfu kennara á milli starfsstöðva tónlistarskóla innan sama sveitarfélags.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
"Það er skýrt kveðið á í Héraðsdómi Norðurlands vestra að kennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar hafi uppfyllt kennsluskyldu sína við kennslu og önnur fagleg störf og hafi akstur ekki rúmast innan kennsluskyldu þ.e.a.s. 1800 klst. á ári, eigi kennarar því rétt á yfirvinnugreiðslu fyrir þá tíma sem varið er í akstur. Í kjarasamningi tónlistarskólakennara kemur fram að ef inni kennari vinnuskyldu sína í tilteknu starfi af hendi í tveimur starfstöðum sem reknir eru af sama vinnuveitenda skuli greiða kennara fyrir ferðatíma milli vinnustaða og skv. akstursdagbók vegna ferðakostnaðar. Heimilt sé að semja nánar um hvernig ákvæði greinarinnar skuli framkvæmt í einstökum tilfellum svo og ef um sérstakar aðstæður er að ræða. Mér þykir miður að svo sé komið að kennarar tónlistarskólans þurfi að sækja rétt sinn fyrir héraðsdómi og að ekki hafi verið nýtt heimild kjarasamnings um að semja sérstaklega um hvernig greitt sé fyrir akstur milli starfstöðva."
Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
"Ágreiningur þess dómsmáls sem um ræðir snýst um túlkun á kjarasamningi, um hvort stefnendur eigi rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir óku milli starfsstöðva tónlistarskólans. Ekki er ágreiningur um að aksturinn hafi í raun átt sér stað. Stefnendur halda því fram að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu sína og aksturstími sé því umfram vinnuskyldu. Vinnutími tónlistarkennara er skilgreindur í kjarasamningi sem stefnandi tekur laun eftir. Í kjarasamningni tónlistarkennara grein 5.4 segir m.a.: “Nú sinnir kennari vinnuskyldu sína í tilteknu starfi af hendi í tveimur skólum (starfsstöðvum) sem reknir eru af sama vinnuveitanda, og skal þá greiða kennara fyrir ferðatíma milli vinnustaða og skv. akstursdagbók vegna ferðakostnaðar.?
Í umræddum dómi kemur fram að að skólastjóri segir ekki mögulegt að koma akstri fyrir innan 1.800 tíma vinnuskyldu. Einnig kemur fram að á 60. fundi samráðsnefndarinnar frá 24. september 2013 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að akstur gæti ekki talist til annarra faglegra starfa. Umrædd samráðsnefnd er skipuð fulltrúum samningsaðila og hefur það hlutverk að fjalla um framkvæmd og túlkun kjarasamnings, úrskurða í ágreiningsmálum og vinna úr bókunum með kjarasamningi milli kjaraviðræðna.
Í dómsorðum héraðsdóms stendur: “Ekki eru efni til annars en að fallast á með stefnanda að stefnda beri að greiða honum samkvæmt yfirvinnutaxta enda allur tíminn sem fór í akstur umfram vinnuskyldu.?
Samkvæmt þeim dómi sem féll á hendur sveitarfélagsins í Héraðsdómi Norðurlands vestra er ljóst að Skagafjörður braut á kjarasamningi tónlistarkennara og er skylt að greiða bætur vegna þess. Að áfrýja þeim dómi til Landsréttar er bæði kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið en líka afskaplega sorgleg mannauðsstefna. Ætti sveitarfélagið að sjá sóma sinn í því að gera upp vangreidd gjöld við þau sem um ræðir og biðja þau afsökunar á broti á kjarasamningum."