Fara í efni

Hamar 2, L234539 - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2408061

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 55. fundur - 15.08.2024

Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 17.07.2024
Vegna tveggja umsókna frá Braga Þór Haraldssyni tæknifræðingi f.h. Baldurs Haraldssonar um leyfi til að byggja einbýlishús og gestahús lóðinni Hamri 2, L234539 í Hegranesi.
Í umsókn um byggingu einbýlishúss/bílgeymslu segir m.a.
“Á lóðinni Hamar 2 í Hegranesi á að byggja einbýlishús á einni hæð og sambyggða bílgeymslu úr steinsteypu. Húsið verður með flötu þaki einangrað ofan frá og þak lagt asfaltpappa. Veggir hússins verða einangraðir utanfrá og klæddir með gráum flísum. Gólfflatarmál alls 348,8 fermetrar. Umsækjandi áformar að hefja framkvæmdir á þessu ári með gerð heimreiðar frá Hegranesvegi og jarðvegsskiptum á lóðinni undir húsinu og gestahúsi sem sótt er um í sér umsókn. Einnig verður skipt um jarðveg eins og þarf undir bílastæðum og athafnasvæði sem nauðsynlegt er á byggingartímanum. Skolphreinsistöð verður komið fyrir og frárennslislagnir lagðar að gestahúsinu og áleiðis að íbúðarhúsinu, Einnig settur niður grjótsvelgur og lögn að honum fyrir grávatn og regnvatn. Heitt og kalt vatn rafmagn og ljósleiðari tengt til bráðabirgða við vinnuskúr sem staðsettur verður á kanti fyllingar austan við íbúðarhúsið. Fyrrnefnt gestahús sem kemur fullbúið verður sett á steyptar undirstöður nú í haust og tengt við lagnakerfi. Það verður notað sem dvalarstaður meðan á bygginu íbúðarhússins stendur og síðan nýtt sem gestahús. Áætlað er að hefja byggingu íbúðarhússins að vori árið 2025."
Meðfylgjandi umsókn eru aðaluppdrættir af íbúðarhúsi gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 709521, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 01.07.2024.

Í umsókn um byggingu gestahúss segir m.a.
“Staðsetja á fullbúið hús á einni hæð frá RESTA AS í Litháen á lóðinni Hamar 2 í Hegranesi. Húsið er byggt úr timbri í hólf og gólf á stálramma og verður sett niður á steinsteyptar undirstöður. Húsið er með hallalitlu þaki klæddu með PVC dúk. Húsið verður grátt á lit. Gólfflatarmál 52 fermetrar. Þessi umsókn tengist umsókn um byggingu íbúðarhússs á lóðinni Hamar 2. Gestahúsið sem kemur fullbúið verður sett á steyptar undirstöður nú í haust og tengt við lagnakerfi. Það verður notað sem dvalarstaður meðan á bygginu íbúðarhússins á lóðinni stendur og síðan nýtt sem gestahús. Meðfylgjandi eru vottanir varðandi framleiðslu á húsunum."
Meðfylgjandi umsókn eru aðaluppdrættir af gestahúsi gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdráttur í verki 709521, númer A-101, dagsettur 01.07.2024.
Þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir falla undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna og bókunar skipulagsnefndar varðandi byggingarreit frá 14.12.2023.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna erindinu og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið á eigin kostnað sbr. 2. mrg 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 29. fundur - 21.08.2024

Vísað frá 55. fundi skipulagsnefndar frá 15. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 17.07.2024
Vegna tveggja umsókna frá Braga Þór Haraldssyni tæknifræðingi f.h. Baldurs Haraldssonar um leyfi til að byggja einbýlishús og gestahús lóðinni Hamri 2, L234539 í Hegranesi.
Í umsókn um byggingu einbýlishúss/bílgeymslu segir m.a.
“Á lóðinni Hamar 2 í Hegranesi á að byggja einbýlishús á einni hæð og sambyggða bílgeymslu úr steinsteypu. Húsið verður með flötu þaki einangrað ofan frá og þak lagt asfaltpappa. Veggir hússins verða einangraðir utanfrá og klæddir með gráum flísum. Gólfflatarmál alls 348,8 fermetrar. Umsækjandi áformar að hefja framkvæmdir á þessu ári með gerð heimreiðar frá Hegranesvegi og jarðvegsskiptum á lóðinni undir húsinu og gestahúsi sem sótt er um í sér umsókn. Einnig verður skipt um jarðveg eins og þarf undir bílastæðum og athafnasvæði sem nauðsynlegt er á byggingartímanum. Skolphreinsistöð verður komið fyrir og frárennslislagnir lagðar að gestahúsinu og áleiðis að íbúðarhúsinu, Einnig settur niður grjótsvelgur og lögn að honum fyrir grávatn og regnvatn. Heitt og kalt vatn rafmagn og ljósleiðari tengt til bráðabirgða við vinnuskúr sem staðsettur verður á kanti fyllingar austan við íbúðarhúsið. Fyrrnefnt gestahús sem kemur fullbúið verður sett á steyptar undirstöður nú í haust og tengt við lagnakerfi. Það verður notað sem dvalarstaður meðan á bygginu íbúðarhússins stendur og síðan nýtt sem gestahús. Áætlað er að hefja byggingu íbúðarhússins að vori árið 2025."
Meðfylgjandi umsókn eru aðaluppdrættir af íbúðarhúsi gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 709521, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 01.07.2024.

Í umsókn um byggingu gestahúss segir m.a.
“Staðsetja á fullbúið hús á einni hæð frá RESTA AS í Litháen á lóðinni Hamar 2 í Hegranesi. Húsið er byggt úr timbri í hólf og gólf á stálramma og verður sett niður á steinsteyptar undirstöður. Húsið er með hallalitlu þaki klæddu með PVC dúk. Húsið verður grátt á lit. Gólfflatarmál 52 fermetrar. Þessi umsókn tengist umsókn um byggingu íbúðarhússs á lóðinni Hamar 2. Gestahúsið sem kemur fullbúið verður sett á steyptar undirstöður nú í haust og tengt við lagnakerfi. Það verður notað sem dvalarstaður meðan á bygginu íbúðarhússins á lóðinni stendur og síðan nýtt sem gestahús. Meðfylgjandi eru vottanir varðandi framleiðslu á húsunum."
Meðfylgjandi umsókn eru aðaluppdrættir af gestahúsi gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdráttur í verki 709521, númer A-101, dagsettur 01.07.2024.
Þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir falla undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna og bókunar skipulagsnefndar varðandi byggingarreit frá 14.12.2023.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna erindinu og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið á eigin kostnað sbr. 2. mrg 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að hafna erindinu.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að heimilia umsækjanda að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið á eigin kostnað sbr. 2. mrg 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010."