Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

29. fundur 21. ágúst 2024 kl. 16:15 - 16:32 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson forseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir 1. varaforseti
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 2. varaforseti
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum mál 2310030 Gjaldskrá grunnskóla 2024, sem samþykkt var á fundi byggðaráðs í dag. Samþykkt samhljóða.

1.Fræðslunefnd - 30

Málsnúmer 2408008FVakta málsnúmer

Fundargerð 30. fundar fræðslunefndar frá 15. ágúst 2024 lögð fram til afgreiðslu á 29. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 30 Áform um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (námsmat) lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslunefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 30 Drög að verklagsreglum um skráningardaga í leikskólum í Skagafirði lagðar fram í framhaldi af bókun á 29. fundi fræðslunefndar. Fræðslunefnd samþykkir verklagsreglurnar samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslunefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 30 Lögð fram tillaga að gjaldskrá í grunnskólum sem felur í sér að gjaldskrá fyrir skólamáltíðir verði hækkaðar að raunkostnaði en skólamáltíðir jafnframt niðurgreiddar að fullu af hálfu sveitarfélagsins og ríkisins, í samræmi við bókun við málsnúmer 2407024 á 29. fundi fræðslunefndar.

    Lögð er fram eftirfarandi breytingartillaga frá Kristófer Má Maronssyni sem send var nefndarmönnum í tölvupósti fyrir fund:

    Lagt er til að í stað þess að tekið sé fram í gjaldskránni hver hlutur ríkisins og Skagafjarðar sé nákvæmlega standi: „Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu.“

    Þá er lagt til að í samræmi við samþykki sveitarstjórnar að í stað 4,9% hækkunar 1. janúar 2024 verði 3% hækkun á gjaldskrá grunnskóla er varðar frístund og verði því dvalargjald 305 kr. og síðdegishressing 263 kr. máltíðin, frá 1. júní 2024 og er því lagt til að gjaldskráin taki gildi aftur í tímann, frá 1. júní 2024.

    Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.

    Fræðslunefnd óskar eftir því að útfærsla við skráningu í mat verði á þann hátt að foreldrar sjái hversu stórt hlutfall skólamáltíða er greitt af skattgreiðendum í Skagafirði og hversu stórt hlutfall kemur frá Jöfnunarsjóði. Skráning verði fyrir hverja önn en foreldrum verði gefinn kostur á að skrá börn úr mat sé um fyrirsjáanlega fjarveru frá skóla að ræða til þess að hægt sé að aðlaga eldað magn og minnka þannig matarsóun. Þá ítrekar nefndin mikilvægi þess að skrá þurfi nýtingu og matarsóun eins og kostur er, t.a.m. verði hægt að greina hvort fjarvera nemanda frá mat sé vegna veikinda eða leyfis, eða hvort nemendur mæti ekki til matar þrátt fyrir að vera í skólanum og skráðir í mat. Jafnframt óskar nefndin eftir því að áfram verði fylgst með raunkostnaði sveitarfélagsins við skólamáltíðir svo hægt sé að viðhalda gjaldskrá og þar með kostnaðarvitund foreldra, þrátt fyrir fulla niðurgreiðslu skólamáltíða fyrir nemendur. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur m.a. beðið sveitarfélög um að safna upplýsingum um skráningu og raunkostnað. Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að finna skynsamlega leið í samráði við skólastjórnendur og aðra viðeigandi aðila til þess að hægt sé að útfæra skráningu og safna téðum upplýsingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslunefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 30 Ársskýrsla Farskólans - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, lögð fram til kynningar. Skagafjörður er einn af stofnaðilum Farskólans. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslunefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 30 Tvö mál tekin fyrir og færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslunefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkæðum.

2.Skipulagsnefnd - 55

Málsnúmer 2408010FVakta málsnúmer

Fundargerð 55. fundar skipulagsnefndar frá 15. ágúst 2024 lögð fram til afgreiðslu á 29. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 55 Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagsbreytingu fyrir "Íbúareitur milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 05.06.2024- 18.07.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 715/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/715.
    Fjórar umsagnir bárust sem gáfu ekki tilefni til breytinga.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagsbreytingu, "Íbúareitur milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki" og felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 55 Farið yfir drög að deiliskipulagstillögu fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki.
    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

    Jón Daníel Jónsson vék af fundi við umfjöllun málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 55 Arnór Halldórsson Hafstað fyrir hönd þinglýstra eigenda jarðarinnar Dýjabekkjar, L146008 og Útvíkur lands, L146006 (sem óskað er eftir að heiti Dýjaból eftir umbeðnar breytingar) er með vísan til 2. mgr. 14. gr. l. 6/2001 óskað eftir að breytt verði skráningarupplýsingum um þær fasteignir í fasteignaskrá.

    Meðfylgjandi eru:
    a)
    Uppdráttur S-01 sem sýnir afstöðumynd (1:1.500), yfirlitsmynd (1:10.000) og kort (1:50.000) vegna landnr. 146006, 146007, 146008 og tveggja millispildna við upphaf verks.
    b)
    Uppdráttur S-02 sem sýnir afstöðumynd (1:1.500), yfirlitsmynd (1:10.000 og kort (1:50.000) vegna landnr. 146006 (Dýjaból) og 146008 (Dýjabekkur) eftir allar breytingar, þ.m.t. sameiningu spildna.
    c)
    Merkjalýsing dags. 01.08. 2024 fyrir Dýjabekk, m.v. breytta skráningu þar sem vísað er til framangreinds uppdráttar S-02 frá Stoð verkfræðistofu ehf.
    d)
    Merkjalýsing dags. 01.08. 2024 fyrir Dýjaból, m.v. breytta skráningu, ásamt hnitsettum uppdráttum frá Stoð verkfræðistofu ehf.
    Í merkjalýsingunum er gerð grein fyrir þeim eindum sem skrá skal fyrir fasteignir, sbr. 2. mgr. 3. gr. l. 6/2001 og öðrum upplýsingum sem skrá ber skv. þeim lögum.
    Í beiðni þessari felst að fasteignin Útvík land, landnr. 146007 verði sameinuð Dýjabekk og verði landnr. 146007 að því loknu fellt niður.

    Fyrir hönd Páfastaða ehf. kt. 661119-0710, þinglýsts eiganda Útvíkur, landnr. 146005, er vísað til framangreindra uppdrátta S-01 og S-02 og óskað eftir stofnun tveggja áðurgreindra millispildna, Útvík millispilda 1 og Útvík millispilda 2. Vegna þeirra er vísað til meðfylgjandi gagna:
    e)
    Merkjalýsing fyrir framangreindar millispildur dags. 01.08. 2024, þar sem vísað er til framangreinds uppdráttar S-01 frá Stoð verkfræðistofu ehf.
    f)
    Umsóknar á eyðublaði F-550 dags. 01.08. 2024.
    Útvík millispilda 1 skal sameinuð Dýjabóli ehf. en Útvík millispilda 2 Dýjabekk.
    Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Útvík, landnr. 146005.
    Ekkert ræktað land fylgir útskiptum millispildum sem eru að mestu leyti innan veghelgunarsvæðis þjóðvegar 75, Sauðárkróksbrautar, og eru engin mannvirki á þeim nema girðingar og hliði á heimreið og umræddur þjóðvegur, sem og sá hluti heimreiðar til Dýjabekks/Dýjabóls sem tengir hana við hann.
    Engin hlunnindi fylgja umræddum millispildum í þessum landskiptum.
    Landskiptin eru í samræmi við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.
    Málsnúmerin hjá landeignaskrá eru eftirfarandi: M000729 og M000748.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 55 Eggert Þór Birgisson og Þóranna Másdóttir, fyrir hönd F-Borgar ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Fellsborg í Hegranesi landeignarnúmer L231851, óska eftir leyfi skipulagsyfirvalda til að skilgreina byggingarreit fyrir íbúðarhús á jörðinni, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Uppdrátturinn er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarssyni, hann er númer S-101, vistaður undir verknúmeri 3086 og dagsettur 26.04.2024.
    Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Fellsborg L231851 - Umsókn um byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 55 Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 05.07.2024 vegna umsóknar frá Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi, f.h. Margrétar Evu Ásgeirsdóttur og Jóhannesar Björns Þorleifssonar. Umsókn um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 24 við Birkimel í Varmahlíð, ásamt breyttri að komu að lóðinni.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á BR Teiknistofu slf. af umsækjanda. Uppdrættir númer 100, 101, 102 og 103, dagsettir 19.06.2024.
    Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Birkimels 11, 20, 22, 26, 28 og 30.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Birkimelur 24 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa , síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 55 Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 05.07.2024
    vegna umsóknar frá Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi f.h. Valdimars Péturssonar um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni nr. 16 við Bárustíg, ásamt því að byggja bílskúr á lóðinni.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 79008500, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 3. júní 2024.
    Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Bárustígs 14 og 17, Sæmundargötu 15 og Öldstígs 17.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Bárustígur 16 - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 55 Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 05.07.2024
    vegna umsóknar frá Hlín Mainka Jóhannesdóttur um leyfi til að koma fyrir tveimur gámeiningum sem tengast saman með anddyri á lóðinni Neðri-Ás II lóð L227648. Um er að ræða aðstöðurými í tengslu hesthús sem stendur á lóðinni.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 71592003, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 29. maí 2024, ásamt umsókn um byggingarleyfi og samþykki lóðarhafa, dagsettri 29.05.2024.
    Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd umbeðna framkvæmd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 55 Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 17.07.2024
    Vegna tveggja umsókna frá Braga Þór Haraldssyni tæknifræðingi f.h. Baldurs Haraldssonar um leyfi til að byggja einbýlishús og gestahús lóðinni Hamri 2, L234539 í Hegranesi.
    Í umsókn um byggingu einbýlishúss/bílgeymslu segir m.a.
    “Á lóðinni Hamar 2 í Hegranesi á að byggja einbýlishús á einni hæð og sambyggða bílgeymslu úr steinsteypu. Húsið verður með flötu þaki einangrað ofan frá og þak lagt asfaltpappa. Veggir hússins verða einangraðir utanfrá og klæddir með gráum flísum. Gólfflatarmál alls 348,8 fermetrar. Umsækjandi áformar að hefja framkvæmdir á þessu ári með gerð heimreiðar frá Hegranesvegi og jarðvegsskiptum á lóðinni undir húsinu og gestahúsi sem sótt er um í sér umsókn. Einnig verður skipt um jarðveg eins og þarf undir bílastæðum og athafnasvæði sem nauðsynlegt er á byggingartímanum. Skolphreinsistöð verður komið fyrir og frárennslislagnir lagðar að gestahúsinu og áleiðis að íbúðarhúsinu, Einnig settur niður grjótsvelgur og lögn að honum fyrir grávatn og regnvatn. Heitt og kalt vatn rafmagn og ljósleiðari tengt til bráðabirgða við vinnuskúr sem staðsettur verður á kanti fyllingar austan við íbúðarhúsið. Fyrrnefnt gestahús sem kemur fullbúið verður sett á steyptar undirstöður nú í haust og tengt við lagnakerfi. Það verður notað sem dvalarstaður meðan á bygginu íbúðarhússins stendur og síðan nýtt sem gestahús. Áætlað er að hefja byggingu íbúðarhússins að vori árið 2025."
    Meðfylgjandi umsókn eru aðaluppdrættir af íbúðarhúsi gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 709521, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 01.07.2024.

    Í umsókn um byggingu gestahúss segir m.a.
    “Staðsetja á fullbúið hús á einni hæð frá RESTA AS í Litháen á lóðinni Hamar 2 í Hegranesi. Húsið er byggt úr timbri í hólf og gólf á stálramma og verður sett niður á steinsteyptar undirstöður. Húsið er með hallalitlu þaki klæddu með PVC dúk. Húsið verður grátt á lit. Gólfflatarmál 52 fermetrar. Þessi umsókn tengist umsókn um byggingu íbúðarhússs á lóðinni Hamar 2. Gestahúsið sem kemur fullbúið verður sett á steyptar undirstöður nú í haust og tengt við lagnakerfi. Það verður notað sem dvalarstaður meðan á bygginu íbúðarhússins á lóðinni stendur og síðan nýtt sem gestahús. Meðfylgjandi eru vottanir varðandi framleiðslu á húsunum."
    Meðfylgjandi umsókn eru aðaluppdrættir af gestahúsi gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdráttur í verki 709521, númer A-101, dagsettur 01.07.2024.
    Þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir falla undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna og bókunar skipulagsnefndar varðandi byggingarreit frá 14.12.2023.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna erindinu og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið á eigin kostnað sbr. 2. mrg 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hamar 2, L234539 - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 55 Hafsteinn L. Sigurðarson og Júlía Ó. Gestdóttir lóðarhafar Kleifartúns 2 á Sauðárkróki óska eftir heimild til að fá að breikka innkeyrsluna að lóðinni. Sótt er um 3,8 metrar breikkun til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins.
    Með fylgir afstöðumynd sem gerir grein fyrir erindinu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið. Framkvæmdin skal unnin í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 55 Ingvar Gýgjar Sigurðarson og Eygló Amelía Valdimarsdóttir lóðarhafar Kleifartúns 4 á Sauðárkróki óska eftir heimild til að fá að breikka innkeyrsluna að lóðinni. Sótt er um 3,8 metrar breikkun til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins.
    Með fylgir afstöðumynd sem gerir grein fyrir erindinu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið. Framkvæmdin skal unnin í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 55 Guðmundur H. Loftsson og Helga F. Salmannsdóttir þinglýstir lóðarhafar lóðar nr. 4 við Melatún á Sauðárkróki óska eftir heimild til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um breikkun úr 5 m í 6m, þ.e. 1 metra í suður og að stútur verði steyptur í stað malbiks. Einnig óska lóðarhafar um heimild til að setja skrautmöl í stað gras 6.5 metra suður af bílastæði, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins.
    Með fylgir afstöðumynd sbr. Aðaluppdrátt sem samþykktur var af skipulags-og byggingarfulltrúa Skagafjarðar þann 29.5.2019 sem gerir grein fyrir erindinu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið. Framkvæmdin skal unnin í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 55 Auður Steingrímsdóttir og Guðmundur Sveinsson lóðarhafar Fellstúns 9 á Sauðárkróki óska eftir heimild til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni.
    Sótt er um 3,9 metra breikkun til suðurs yfir lagnasvæði sveitarfélagsins.
    Með fylgir afstöðumynd sem gerir grein fyrir erindinu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið. Framkvæmdin skal unnin í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 55 Thelma Knútsdóttir lóðarhafi Ægisstígs 3 og Jón Geirmundsson og Arna Björk Arnarsdóttir lóðarhafar Ægisstígs 5 neðri hæð og Leigufélagið Bríet eigandi að Ægisstíg 5 efri hæð sækja um breytingu á afmörkun framangreindra lóða ásamt því að byggja girðingu/vegg á lóðarmörkum. Sjá meðfylgjandi skjöl sem eru umsókn, uppdráttur og samþykktir milli eigenda.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðarblöð og gera nýja lóðarleigusamninga við hlutaðeigandi.
    Varðandi girðingu á lóðarmörkum þá vísar skipulagsnefnd þeim þætti umsóknarinnar til byggingarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 55 Árni Max Haraldsson og Inga Jóna Sveinsdóttir lóðarhafar Nestúns 4 óska eftir með tölvupósti dags. 23.07.2024 að skila inn lóðinni til sveitarfélagsins.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 55 Árni Max Haraldsson og Inga Jóna Sveinsdóttir sækja um einbýlishúsalóðina Nestún 12.
    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Nestún 12 til umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 55 Lagt fram að Hörgársveit hafi óskað eftir umsögn Skagafjarðar varðandi breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012- 2024. Kynningartíminn er liðinn en hann var frá 1.7.2024 til 29.07.2024 á meðan skipulagnefndin var í sumarleyfi. Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 55 Lagt fram að Húnabyggð hafi óskað eftir umsögn Skagafjarðar varðandi breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012- 2022. Kynningartíminn er liðinn en hann var frá 3.7.2024 til 3.08.2024 á meðan skipulagnefndin var í sumarleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 55 Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024.
    Þann 1. janúar sl. tók gildi nýr kafli laga um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001, sem fjallar um merki fasteigna. Þar er að finna ákvæði sem snúa að skyldu eigenda til þess að gera merkjalýsingu um fasteign sína, kröfur til merkjalýsenda og að lokum ákvæði um meðferð ágreinings um merki fasteigna. Þar er gert ráð fyrir að sé ágreiningur milli eigenda um merki fasteigna geti þeir leitað sátta fyrir milligöngu sýslumanna. Þann 10. febrúar sl. tók gildi reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 þar sem fjallað er um merkjalýsingar, merkjalýsendur og menntun þeirra.
    Í drögum að breytingu á reglugerð 160/2024, sem birt er hér til samráðs, er lagt til að við reglugerðina bætist nýr kafli um sáttameðferð sýslumanna.
    Þar er að finna nánari útfærslu á ákvæðum 6. gr. g-h laga um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001. Í drögunum er fjallað um upphaf sáttameðferðar, gagnaöflun, framkvæmd sáttameðferðar og útgáfu sáttavottorðs náist ekki sættir. Þá er að lokum fjallað um málskostnað en skv. 6. gr. h laga nr. 6/2001 er gert ráð fyrir að kostnaður við sáttameðferð greiðist af málsaðilum. Umsagnartíminn er til og með 23.08.2024.
    Sjá nánar hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3774.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar skipulagnefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkvæðum.

3.Fellsborg L231851 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2407182Vakta málsnúmer

Vísað frá 55. fundi skipulagsnefndar frá 15. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Eggert Þór Birgisson og Þóranna Másdóttir, fyrir hönd F-Borgar ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Fellsborg í Hegranesi landeignarnúmer L231851, óska eftir leyfi skipulagsyfirvalda til að skilgreina byggingarreit fyrir íbúðarhús á jörðinni, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Uppdrátturinn er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarssyni, hann er númer S-101, vistaður undir verknúmeri 3086 og dagsettur 26.04.2024.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.

Sveitarstjórn samþykkir umbeðinn byggingarreit með níu atkvæðum.

4.Birkimelur 24 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2407072Vakta málsnúmer

Vísað frá 55. fundi skipulagsnefndar frá 15. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 05.07.2024 vegna umsóknar frá Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi, f.h. Margrétar Evu Ásgeirsdóttur og Jóhannesar Björns Þorleifssonar. Umsókn um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 24 við Birkimel í Varmahlíð, ásamt breyttri að komu að lóðinni.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á BR Teiknistofu slf. af umsækjanda. Uppdrættir númer 100, 101, 102 og 103, dagsettir 19.06.2024.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Birkimels 11, 20, 22, 26, 28 og 30."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Birkimels 11, 20, 22, 26, 28 og 30.

5.Bárustígur 16 - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2407073Vakta málsnúmer

Vísað frá 55. fundi skipulagsnefndar frá 15. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 05.07.2024
vegna umsóknar frá Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi f.h. Valdimars Péturssonar um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni nr. 16 við Bárustíg, ásamt því að byggja bílskúr á lóðinni.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 79008500, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 3. júní 2024.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Bárustígs 14 og 17, Sæmundargötu 15 og Öldstígs 17."

Hrund Pétursdóttir víkur af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum, að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Bárustígs 14 og 17, Sæmundargötu 15 og Öldstígs 17.

6.Hamar 2, L234539 - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2408061Vakta málsnúmer

Vísað frá 55. fundi skipulagsnefndar frá 15. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 17.07.2024
Vegna tveggja umsókna frá Braga Þór Haraldssyni tæknifræðingi f.h. Baldurs Haraldssonar um leyfi til að byggja einbýlishús og gestahús lóðinni Hamri 2, L234539 í Hegranesi.
Í umsókn um byggingu einbýlishúss/bílgeymslu segir m.a.
“Á lóðinni Hamar 2 í Hegranesi á að byggja einbýlishús á einni hæð og sambyggða bílgeymslu úr steinsteypu. Húsið verður með flötu þaki einangrað ofan frá og þak lagt asfaltpappa. Veggir hússins verða einangraðir utanfrá og klæddir með gráum flísum. Gólfflatarmál alls 348,8 fermetrar. Umsækjandi áformar að hefja framkvæmdir á þessu ári með gerð heimreiðar frá Hegranesvegi og jarðvegsskiptum á lóðinni undir húsinu og gestahúsi sem sótt er um í sér umsókn. Einnig verður skipt um jarðveg eins og þarf undir bílastæðum og athafnasvæði sem nauðsynlegt er á byggingartímanum. Skolphreinsistöð verður komið fyrir og frárennslislagnir lagðar að gestahúsinu og áleiðis að íbúðarhúsinu, Einnig settur niður grjótsvelgur og lögn að honum fyrir grávatn og regnvatn. Heitt og kalt vatn rafmagn og ljósleiðari tengt til bráðabirgða við vinnuskúr sem staðsettur verður á kanti fyllingar austan við íbúðarhúsið. Fyrrnefnt gestahús sem kemur fullbúið verður sett á steyptar undirstöður nú í haust og tengt við lagnakerfi. Það verður notað sem dvalarstaður meðan á bygginu íbúðarhússins stendur og síðan nýtt sem gestahús. Áætlað er að hefja byggingu íbúðarhússins að vori árið 2025."
Meðfylgjandi umsókn eru aðaluppdrættir af íbúðarhúsi gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 709521, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 01.07.2024.

Í umsókn um byggingu gestahúss segir m.a.
“Staðsetja á fullbúið hús á einni hæð frá RESTA AS í Litháen á lóðinni Hamar 2 í Hegranesi. Húsið er byggt úr timbri í hólf og gólf á stálramma og verður sett niður á steinsteyptar undirstöður. Húsið er með hallalitlu þaki klæddu með PVC dúk. Húsið verður grátt á lit. Gólfflatarmál 52 fermetrar. Þessi umsókn tengist umsókn um byggingu íbúðarhússs á lóðinni Hamar 2. Gestahúsið sem kemur fullbúið verður sett á steyptar undirstöður nú í haust og tengt við lagnakerfi. Það verður notað sem dvalarstaður meðan á bygginu íbúðarhússins á lóðinni stendur og síðan nýtt sem gestahús. Meðfylgjandi eru vottanir varðandi framleiðslu á húsunum."
Meðfylgjandi umsókn eru aðaluppdrættir af gestahúsi gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdráttur í verki 709521, númer A-101, dagsettur 01.07.2024.
Þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir falla undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna og bókunar skipulagsnefndar varðandi byggingarreit frá 14.12.2023.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna erindinu og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið á eigin kostnað sbr. 2. mrg 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að hafna erindinu.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að heimilia umsækjanda að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið á eigin kostnað sbr. 2. mrg 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010."

7.Gjaldskrá grunnskóla 2024

Málsnúmer 2310030Vakta málsnúmer

Máli vísað frá 109. fundi byggðarráðs frá 21. ágúst 2024 og tekið fyrir með afbrigðum, þannig bókað:

"Málinu vísað frá 30. fundi fræðslunefndar, þann 15. ágúst sl., þannig bókað: "Lögð fram tillaga að gjaldskrá í grunnskólum sem felur í sér að gjaldskrá fyrir skólamáltíðir verði hækkaðar að raunkostnaði en skólamáltíðir jafnframt niðurgreiddar að fullu af hálfu sveitarfélagsins og ríkisins, í samræmi við bókun við málsnúmer 2407024 á 29. fundi fræðslunefndar. Lögð er fram eftirfarandi breytingartillaga frá Kristófer Má Maronssyni sem send var nefndarmönnum í tölvupósti fyrir fund: Lagt er til að í stað þess að tekið sé fram í gjaldskránni hver hlutur ríkisins og Skagafjarðar sé nákvæmlega standi: "Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu."
Þá er lagt til að í samræmi við samþykki sveitarstjórnar að í stað 4,9% hækkunar 1. janúar 2024 verði 3% hækkun á gjaldskrá grunnskóla er varðar frístund og verði því dvalargjald 305 kr. og síðdegishressing 263 kr. máltíðin, frá 1. júní 2024 og er því lagt til að gjaldskráin taki gildi aftur í tímann, frá 1. júní 2024.
Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.
Fræðslunefnd óskar eftir því að útfærsla við skráningu í mat verði á þann hátt að foreldrar sjái hversu stórt hlutfall skólamáltíða er greitt af skattgreiðendum í Skagafirði og hversu stórt hlutfall kemur frá Jöfnunarsjóði. Skráning verði fyrir hverja önn en foreldrum verði gefinn kostur á að skrá börn úr mat sé um fyrirsjáanlega fjarveru frá skóla að ræða til þess að hægt sé að aðlaga eldað magn og minnka þannig matarsóun. Þá ítrekar nefndin mikilvægi þess að skrá þurfi nýtingu og matarsóun eins og kostur er, t.a.m. verði hægt að greina hvort fjarvera nemanda frá mat sé vegna veikinda eða leyfis, eða hvort nemendur mæti ekki til matar þrátt fyrir að vera í skólanum og skráðir í mat. Jafnframt óskar nefndin eftir því að áfram verði fylgst með raunkostnaði sveitarfélagsins við skólamáltíðir svo hægt sé að viðhalda gjaldskrá og þar með kostnaðarvitund foreldra, þrátt fyrir fulla niðurgreiðslu skólamáltíða fyrir nemendur. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur m.a. beðið sveitarfélög um að safna upplýsingum um skráningu og raunkostnað. Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að finna skynsamlega leið í samráði við skólastjórnendur og aðra viðeigandi aðila til þess að hægt sé að útfæra skráningu og safna téðum upplýsingum." Byggðarráð samþykkir samhljóða breytingartillöguna á gjaldskrá grunnskóla og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá grunnskóla 2024 með níu atkvæðum.

8.Byggðarráð Skagafjarðar - 103

Málsnúmer 2406019FVakta málsnúmer

103. fundargerð byggðarráðs frá 26. júní sl lögð fram til kynningar á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024

9.Byggðarráð Skagafjarðar - 104

Málsnúmer 2406030FVakta málsnúmer

104. fundargerð byggðarráðs frá 3. júlí sl lögð fram til kynningar á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024

10.Byggðarráð Skagafjarðar - 105

Málsnúmer 2407004FVakta málsnúmer

105. fundargerð byggðarráðs frá 10. júlí sl lögð fram til kynningar á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024

11.Byggðarráð Skagafjarðar - 106

Málsnúmer 2407011FVakta málsnúmer

106. fundargerð byggðarráðs frá 17. júlí sl lögð fram til kynningar á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024

12.Byggðarráð Skagafjarðar - 107

Málsnúmer 2407016FVakta málsnúmer

107. fundargerð byggðarráðs frá 24. júlí sl lögð fram til kynningar á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024

13.Byggðarráð Skagafjarðar - 108

Málsnúmer 2408007FVakta málsnúmer

108. fundargerð byggðarráðs frá 15. ágúst sl lögð fram til kynningar á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024

14.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 43

Málsnúmer 2407010FVakta málsnúmer

43. fundargerð Skagfirskra leiguíbúða hses. frá 17. júlí 2024 lögð fram til kynningar á 21. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024

15.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 948 frá 31. maí, nr. 949 frá 13. júní og nr. 950 frá 21. júní 2024 lagðar fram til kynningar á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024

Fundi slitið - kl. 16:32.