Fara í efni

Skipulag kennslu tónlistarskóla

Málsnúmer 2408098

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 31. fundur - 24.09.2024

Lagðar voru fram rekstrartölur tónlistarskóla síðustu ára en þar kemur fram að tekjur hafa farið minnkandi á meðan nemendafjöldi hefur aukist. Sviðsstjóri fór yfir stöðu á skipulagningu kennslu í byrjun skólaárs en síðustu vikur hefur mikill tími sviðsstjóra og mannauðsstjóra, í fjarveru skólastjóra, farið í að kortleggja stöðuna, afla gagna, yfirfara stöðuheimildir, skipulag og rekstur starfseiningarinnar og funda með kennurum skólans. Sú vinna er langt komin og verður vonandi lagt lokahönd á hana í næstu viku með skólastjóra tónlistarskólans. Flestir nemendur hafa þegar hafið nám þetta skólaárið.
Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að skipaður verði starfshópur til að fara yfir rekstur og móta framtíðarstefnu fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar.

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: Samkvæmt upplýsingum frá kennurum tónlistarskóla Skagafjarðar er ljóst að ætlunin er að endurskipuleggja fyrirkomulag kennslunnar og skera niður fjölda kennslustunda hjá einhverjum kennurum. VG og óháð harma hvernig komið er fyrir tónlistarnámi í sveitarfélaginu og þá skerðingu sem stefnir í að verði á tónlistarkennslu í Skagafirði.

Fulltrúar allra flokka óska að eftirfarandi sé bókað: Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um skerðingu eða breytingu á fjárheimildum til tónlistarskóla Skagafjarðar. Mikilvægt er að fara yfir rekstur skólans og komast að því hvers vegna umræða um skerðingu kemur upp meðal kennara.

Byggðarráð Skagafjarðar - 116. fundur - 08.10.2024

Málið vísað frá 31. fundar fræðslunefndar þann 24. september sl., þannig bókað:

"Lagðar voru fram rekstrartölur tónlistarskóla síðustu ára en þar kemur fram að tekjur hafa farið minnkandi á meðan nemendafjöldi hefur aukist. Sviðsstjóri fór yfir stöðu á skipulagningu kennslu í byrjun skólaárs en síðustu vikur hefur mikill tími sviðsstjóra og mannauðsstjóra, í fjarveru skólastjóra, farið í að kortleggja stöðuna, afla gagna, yfirfara stöðuheimildir, skipulag og rekstur starfseiningarinnar og funda með kennurum skólans. Sú vinna er langt komin og verður vonandi lagt lokahönd á hana í næstu viku með skólastjóra tónlistarskólans. Flestir nemendur hafa þegar hafið nám þetta skólaárið.
Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að skipaður verði starfshópur til að fara yfir rekstur og móta framtíðarstefnu fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa skólastjóra tónlistarskólans, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, mannauðsstjóra, fulltrúa foreldra nemenda í tónlistarskólanum og fulltrúa tónlistarkennara í starfshóp til að fara yfir rekstur og móta framtíðarstefnu fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar. Byggðarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kalla hópinn saman og æskilegt væri að hópurinn hefði lokið störfum fyrir lok febrúar 2025. Hópurinn skili afrakstri sínum annars vegar til fræðslunefndar og hins vegar til byggðarráðs.