Fara í efni

Ytri-Ingveldarstaðir (L145944) - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2408149

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 57. fundur - 05.09.2024

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, þinglýstur eigandi íbúðarhúsalóðarinnar Ytri-Ingveldarstaðir, landnr. 145944, á Reykjaströnd, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 224 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 79008202 útg. 21. ágúst 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir gestahús. Hámarksbyggingarmagn verður 50 m² og hámarksbyggingarhæð verður 4,5 m frá gólfi í mæni.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-1 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Um landbúnaðarland L-1 segir í aðalskipulagi að það sé land undir 200 m hæð yfir sjó og ræktarland í flokki I og II, ásamt bæjartorfum bújarðanna. Ákvæði fyrir landnotkun og uppbyggingu á L-1 eru að við alla uppbyggingu og framkvæmdir skal leitast við að hlífa góðu ræktarlandi, í leyfisumsóknum skal gera grein fyrir áhrifum á ræktarland, forðast að rjúfa samfellu landbúnaðarlands með framkvæmdum og ekki gert ráð fyrir skógrækt en heimil ræktun skjólbelta. Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, t.d. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram, uppbygging nýrra, stakra bygginga fer ekki yfir 2.000 m², notast er við núverandi vegtengingu og heimreið og uppbygging veldur ekki neikvæðum áhrifum á landbúnað með mengun eða skertu aðgengi né með því að rjúfa samfellu í ræktuðu landi. Á landbúnaðarsvæðum er heimilt að byggja stök mannvirki til annarrar starfsemi en landbúnaðar, ef hún styður við landbúnað eða búsetu á svæðinu. Byggingarreitur er á ræktuðu landi en áhrif á búrekstrarskilyrði skerðast ekki þar sem eingöngu lítill hluti ræktaðs lands fer undir byggingu. Skv. ákvæðum sem koma fram í 12.4. kafla aðalskipulags metur skipulagsnefnd málsmeðferð uppbyggingaráforma hverju sinni með tilliti til skipulagslaga, ákvæða aðalskipulags um landnotkun og uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum og umfangi framkvæmda. Þá getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Lögð verður áhersla á að áformuð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins, sé í samræmi við núverandi byggingar og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum. Byggingarreitur er í um 65 m fjarlægð frá Reykjastrandarvegi (748) sem er tengivegur. Óskað er eftir undanþágu frá ákvæði 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð milli bygginga og vega. Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna og byggingarreitur liggur við óhnitsett landamerki Ytri-Ingveldarstaða, L145944, og Ytri-Ingveldarstaða, L145943. Erindið því einnig áritað af eigendum Ytri-Ingveldarstaða, L145943, Syðri-Ingveldarstaða, L145952, og Syðri-Ingveldarstaða, L178666, til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt byggingarreitur og byggingaráform, ekki séu gerðar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu og að byggingarreitur sé að öllu leyti innan merkja Ytri-Ingveldarstaða, L145944.
Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Reykjastrandarvegi (748). Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Innviðaráðuneytisins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 30. fundur - 18.09.2024

Vísað frá 57. fundi skipulagsnefndar frá 5. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, þinglýstur eigandi íbúðarhúsalóðarinnar Ytri-Ingveldarstaðir, landnr. 145944, á Reykjaströnd, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 224 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 79008202 útg. 21. ágúst 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir gestahús. Hámarksbyggingarmagn verður 50 m² og hámarksbyggingarhæð verður 4,5 m frá gólfi í mæni.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-1 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Um landbúnaðarland L-1 segir í aðalskipulagi að það sé land undir 200 m hæð yfir sjó og ræktarland í flokki I og II, ásamt bæjartorfum bújarðanna. Ákvæði fyrir landnotkun og uppbyggingu á L-1 eru að við alla uppbyggingu og framkvæmdir skal leitast við að hlífa góðu ræktarlandi, í leyfisumsóknum skal gera grein fyrir áhrifum á ræktarland, forðast að rjúfa samfellu landbúnaðarlands með framkvæmdum og ekki gert ráð fyrir skógrækt en heimil ræktun skjólbelta. Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, t.d. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram, uppbygging nýrra, stakra bygginga fer ekki yfir 2.000 m², notast er við núverandi vegtengingu og heimreið og uppbygging veldur ekki neikvæðum áhrifum á landbúnað með mengun eða skertu aðgengi né með því að rjúfa samfellu í ræktuðu landi. Á landbúnaðarsvæðum er heimilt að byggja stök mannvirki til annarrar starfsemi en landbúnaðar, ef hún styður við landbúnað eða búsetu á svæðinu. Byggingarreitur er á ræktuðu landi en áhrif á búrekstrarskilyrði skerðast ekki þar sem eingöngu lítill hluti ræktaðs lands fer undir byggingu. Skv. ákvæðum sem koma fram í 12.4. kafla aðalskipulags metur skipulagsnefnd málsmeðferð uppbyggingaráforma hverju sinni með tilliti til skipulagslaga, ákvæða aðalskipulags um landnotkun og uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum og umfangi framkvæmda. Þá getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Lögð verður áhersla á að áformuð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins, sé í samræmi við núverandi byggingar og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum. Byggingarreitur er í um 65 m fjarlægð frá Reykjastrandarvegi (748) sem er tengivegur. Óskað er eftir undanþágu frá ákvæði 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð milli bygginga og vega. Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna og byggingarreitur liggur við óhnitsett landamerki Ytri-Ingveldarstaða, L145944, og Ytri-Ingveldarstaða, L145943. Erindið því einnig áritað af eigendum Ytri-Ingveldarstaða, L145943, Syðri-Ingveldarstaða, L145952, og Syðri-Ingveldarstaða, L178666, til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt byggingarreitur og byggingaráform, ekki séu gerðar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu og að byggingarreitur sé að öllu leyti innan merkja Ytri-Ingveldarstaða, L145944.
Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Reykjastrandarvegi (748). Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Innviðaráðuneytisins.“

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Reykjastrandarvegi (748). Skipulagsfulltrúa verði jafnframt falið að afgreiða byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Innviðaráðuneytisins.