Fara í efni

Ártorg 1 - Fyrirspurn - Rafhleðslustöð - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2408175

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 59. fundur - 19.09.2024

Kaupfélag Skagfirðinga, Rarik ohf. og Instavolt ehf. óska eftir að fá að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi lóðarinnar Ártorgs 1 á Sauðárkróki til að hægt sé að stofna lóð fyrir spennustöð og henni úthlutað til Rarik ohf. vegna fyrirhugaðrar uppsetingar hraðhleðslustöðva á vegum Instavolt ehf. á lóðinni.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu og að breytingin verði unnin á kostnað umsækjenda.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024

Vísað frá 59. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Kaupfélag Skagfirðinga, Rarik ohf. og Instavolt ehf. óska eftir að fá að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi lóðarinnar Ártorgs 1 á Sauðárkróki til að hægt sé að stofna lóð fyrir spennustöð og henni úthlutað til Rarik ohf. vegna fyrirhugaðrar uppsetingar hraðhleðslustöðva á vegum Instavolt ehf. á lóðinni.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu og að breytingin verði unnin á kostnað umsækjenda.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu og að breytingin verði unnin á kostnað umsækjenda.