Fara í efni

Nes (landnr. 219627) í Hegranesi - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2408239

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 57. fundur - 05.09.2024

Sesselja Tryggvadóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Nes, landnr. 219627, óskar eftir heimild til að stofna 1.024 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 74880101 útg. 29. ágúst 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Nes er skráð sumarbústaðarland í fasteignaskrá en landnotkun er jörð skv. bókun skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 01. júní 2024 og staðfestingu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 09. júní 2024.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt, einnar hæðar íbúðarhús en engin önnur bygging er skráð á landnúmerið. Óskað er eftir hámarksbyggingarmagni 250 m² og hámarksbyggingarhæð 6 m.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-3 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við markmið aðalskipulags á landbúnaðarsvæðum, í kafla 12, um að fjölga íbúum í dreifbýli og í önnur markmið um landbúnað þar sem hann skerðir ekki nýtingu góðs ræktarlands til ræktunar og skerðir ekki sambúð landbúnaðar, ferðaþjónustu, frístundabyggðar og annarrar landnotkunar. Land sem fellur undir byggingarreit er í landbúnaðarflokki IV, annað land/lélegt ræktunarland.
Þá óskar landeigandi eftir heimild skipulagsnefndar til að nýta núverandi, steyptan húsgrunn sem er á landinu frá fyrri tíð. Húsgrunnur þessi er um 25 m² að stærð og á honum stóð íbúðarhús sem var fjarlægt af fyrri landeiganda. Í stað þess að farga grunninum með tilheyrandi umhverfisáhrifum, hefur undirrituð áhuga á því að nýta hann með því að reisa á honum gróðurskýli, að hámarki 25 m² að stærð. Húsgrunnur er í tæplega 300 m fjarlægð frá Hegranesvegi (764) og næsta íbúðarhús er í um 550 m fjarlægð, staðsetning er merkt á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Ekki stendur til að hafa lýsingu gróðurskýlinu þannig að áhrif birtustigs verði umfram það sem hefðbundið er á bæjarhlöðum í dreifbýli.
Skv. almennum ákvæðum aðalskipulags um landnotkun á öllum landbúnaðarsvæðum er heimilt að nýta byggingar, byggja stök mannvirki og/eða breyta eldri byggingum til annarrar starfsemi ef það styður við landbúnað eða búsetu á svæðinu. Hér er um að ræða uppbyggingu sem styður við búsetu á svæðinu, núverandi innviðir nýtast áfram, bygging verður undir 2.000 m² og uppbygging er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi.
"Skipulagsnefnd metur hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ofangreindum ákvæðum og umfangi framkvæmda.
Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Lögð verður áhersla á að áformuð uppbygging hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif og verði í samræmi við yfirbragð og ásýnd svæðisins sem hefur verið í talsverðri uppbyggingu síðustu ár.
Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar.
Umsækjandi er einnig landeigandi Hellulands lands A, L224718 sem er aðliggjandi landareign. Landamerki Ness eru staðfest skv. þinglýstu skjali nr. 817/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit og að heimila áframhaldandi nýtingu á nú þegar byggðum 25 m2 húsgrunni, fyrir gróðurhús.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 30. fundur - 18.09.2024

Vísað frá 57. fundi skipulagsnefndar frá 5. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Sesselja Tryggvadóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Nes, landnr. 219627, óskar eftir heimild til að stofna 1.024 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 74880101 útg. 29. ágúst 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Nes er skráð sumarbústaðarland í fasteignaskrá en landnotkun er jörð skv. bókun skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 01. júní 2024 og staðfestingu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 09. júní 2024.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt, einnar hæðar íbúðarhús en engin önnur bygging er skráð á landnúmerið. Óskað er eftir hámarksbyggingarmagni 250 m² og hámarksbyggingarhæð 6 m.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-3 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við markmið aðalskipulags á landbúnaðarsvæðum, í kafla 12, um að fjölga íbúum í dreifbýli og í önnur markmið um landbúnað þar sem hann skerðir ekki nýtingu góðs ræktarlands til ræktunar og skerðir ekki sambúð landbúnaðar, ferðaþjónustu, frístundabyggðar og annarrar landnotkunar. Land sem fellur undir byggingarreit er í landbúnaðarflokki IV, annað land/lélegt ræktunarland.
Þá óskar landeigandi eftir heimild skipulagsnefndar til að nýta núverandi, steyptan húsgrunn sem er á landinu frá fyrri tíð. Húsgrunnur þessi er um 25 m² að stærð og á honum stóð íbúðarhús sem var fjarlægt af fyrri landeiganda. Í stað þess að farga grunninum með tilheyrandi umhverfisáhrifum, hefur undirrituð áhuga á því að nýta hann með því að reisa á honum gróðurskýli, að hámarki 25 m² að stærð. Húsgrunnur er í tæplega 300 m fjarlægð frá Hegranesvegi (764) og næsta íbúðarhús er í um 550 m fjarlægð, staðsetning er merkt á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Ekki stendur til að hafa lýsingu gróðurskýlinu þannig að áhrif birtustigs verði umfram það sem hefðbundið er á bæjarhlöðum í dreifbýli.
Skv. almennum ákvæðum aðalskipulags um landnotkun á öllum landbúnaðarsvæðum er heimilt að nýta byggingar, byggja stök mannvirki og/eða breyta eldri byggingum til annarrar starfsemi ef það styður við landbúnað eða búsetu á svæðinu. Hér er um að ræða uppbyggingu sem styður við búsetu á svæðinu, núverandi innviðir nýtast áfram, bygging verður undir 2.000 m² og uppbygging er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi.
"Skipulagsnefnd metur hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ofangreindum ákvæðum og umfangi framkvæmda.
Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Lögð verður áhersla á að áformuð uppbygging hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif og verði í samræmi við yfirbragð og ásýnd svæðisins sem hefur verið í talsverðri uppbyggingu síðustu ár.
Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar.
Umsækjandi er einnig landeigandi Hellulands lands A, L224718 sem er aðliggjandi landareign. Landamerki Ness eru staðfest skv. þinglýstu skjali nr. 817/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit og að heimila áframhaldandi nýtingu á nú þegar byggðum 25 m² húsgrunni, fyrir gróðurhús.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að heimila áframhaldandi nýtingu á nú þegar byggðum 25 m² húsgrunni, fyrir gróðurhús.