Byggðarráð Skagafjarðar - 113
Málsnúmer 2409011F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024
Fundargerð 113. fundar byggðarráðs frá 18. september 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 113 Lögð fram drög að nýjum rekstrarsamningi á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skíðadeildar Tindastóls vegna reksturs skíðasvæðisins í Tindastóli. Samningurinn gildir til loka árs 2028.
Byggðarráð samþykkir samningsdrögin samhljóða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt að undirbúa gerð viðauka vegna samningsins. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 113 Lagt fram yfirlit yfir kostnað við framkvæmdir vegna endurnýjunar girðingar og sáluhliða við kirkjugarð Sauðárkróks. Í fjárhagsáætlun ársins 2024 var gert ráð fyrir að helmingur kostnaðarhlutdeildar sveitarfélagsins gjaldfærðist á því ári og eftirstöðvar færu á fjárhagsáætlun ársins 2025.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 113 Lóðarleigusamningar á Nöfum renna flestir út í lok árs 2024.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna að drög nýrra samninga og leggja fyrir byggðarráð. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 113 Mál áður á dagskrá 112. fundar byggðarráðs þann 11. september sl.
Fyrir liggur minnisblað sem mannauðsstjóri Skagafjarðar tók saman og kynnti á 112. fundi byggðarráðs með tilboðum í mannauðsmælingar fyrir starfstöðvar sveitarfélagins. Það er mat mannauðsstjóra að tilboð HR monitor sé hagstæðast í umræddar mælingar og mælist til að því tilboði verði tekið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboði HR monitor um mannauðsmælingar fyrir starfstöðvar sveitarfélagsins og felur mannauðsstjóra að ganga frá samningum við fyrirtækið.
Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 113 Lagt fram til kynningar boð á 8. haustþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem haldið verður í félagsheimilinu á Blönduósi þann 15. október nk. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 113 Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 10. september 2024 með aðalfundarboði Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður þann 9. október nk. klukkan 13:00 á Reykjavík Hilton Nordica. Í kjölfar aðalfundarins verður svo Orkufundur samtakanna haldinn. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.