Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd - 26

Málsnúmer 2409019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024

Fundargerð 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 26. september 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Samband íslenskra sveitarfélaga fær mjög reglulega fyrirspurnir um mat á hæfi enda getur verið krefjandi að meta hvort vanhæfi sé til staðar sérstaklega í ljósi þess að skoða þarf samspil samþykkta, sveitarstjórnarlaga og stjórnsýslulaga. Sambandið hefur því tekið saman leiðbeiningar fyrir sveitarstjórnarfólk og nefndarfólk sveitarstjórna við mat á hæfi sem vonandi koma til með að auðvelda sveitarstjórnarfólki að leggja mat á hæfi sitt. Umræddar leiðbeiningar lagðar fram fyrir félagsmála- og tómstundanefnd til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Lagður fram tölvupóstur dags. 17. september sl. þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 181/2024, "Drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk". Í drögunum eru lagðar til breytingar á reglugerðinni sem eiga að bæta gæði, gagnsæi og jafnræði í úthlutun framlaga sjóðsins vegna málaflokksins. Umsagnarfrestur er til og með 01.10.2024. Byggðarráð skrifaði umsögn og bókaði á 114. fundi sínum þann 24. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Lögð fram til kynningar 24. fundargerð fagráðs frá 16. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Lagðar fram til kynningar fimm fundargerðir fagráðs Barnaverndarþjónstu Mið - Norðurlands nr. 52 til 56. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra þar sem farið er yfir aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði fyrir árið 2024. Aðsókn fyrstu átta mánuði ársins hefur verið með ágætum. Aðsókn í laugina á Sauðárkróki hefur aukist á milli ára, aðsókn í sundlaugina í Varmahlíð er svipuð á milli ára en aðsókn í laugina á Hofsósi hefur minnkað. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Rótarýklúbbur Sauðárkróks óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust þann 30. nóvember n.k. vegna jólahlaðborðs Rótarýklúbbsins þar sem íbúum Skagafjarðar er boðið, þeim að kostnaðarlausu. Nefndin samþykkir samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. reglna um útleigu á íþróttahúsum í ákvörðun sinni þar sem ljóst er að ekki er hægt að halda viðburðinn í öðru húsnæði í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Lögð fram beiðni um styrk vegna leikjanámskeiða barna í Varmahlíð sumarið 2024. Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar umsókninni og samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð 150.000 kr. til íþrótta- og leikjanámskeiða fyrir börn í Varmahlíð og nágrenni. Nefndin óskar eftir því að forsvarsmenn Smára skili inn skýrslu vegna námskeiða þar sem fram kemur hvaða námskeið voru í boði og hver aðsóknin var. Nefndin felur frístundastjóra að óska eftir ofangreindum upplýsingum. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna árið 2025 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2024 kr. 46.147.
    Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 39.225 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 34.610 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 23.074 pr. sólarhring.
    Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2025. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2025. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði fyrir hádegisverð hækki um 3,7% úr 702 kr. í 728 kr., sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Málið áður á dagskrá félagsmála- og tómstundanefndar á 17. fundi þann 11. mars sl. Lagður fram tölvupóstur frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála dags. 17. september sl. þar sem lagðar eru fram niðurstöður frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.