Fara í efni

Aðsóknartölur sundlauganna 2024

Málsnúmer 2409164

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 26. fundur - 26.09.2024

Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra þar sem farið er yfir aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði fyrir árið 2024. Aðsókn fyrstu átta mánuði ársins hefur verið með ágætum. Aðsókn í laugina á Sauðárkróki hefur aukist á milli ára, aðsókn í sundlaugina í Varmahlíð er svipuð á milli ára en aðsókn í laugina á Hofsósi hefur minnkað.