Fara í efni

Stofnskrá Listasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 2409231

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 26. fundur - 26.09.2024

Lögð fram stofnskrá Listasafn Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 115. fundur - 02.10.2024

Vísað frá 26. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Lögð fram stofnskrá Listasafn Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggarráðs."

Listasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1968/1969. Engin stofnskrá lá til grundvallar en í kringum 1979-1980 var því beint til sýslunefndar að skipa hóp til að vinna skipulagsskrá. Það virðist ekki hafa verið gert eins og kemur fram í grein Feykis frá 1986. Það er því orðið mjög brýnt að leggja fram samþykkta stofnskrá fyrir listasafnið.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða stofnskrá Listasafns Skagfirðinga og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024

Vísað frá 115. fundi byggðarráðs frá 2. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 26. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Lögð fram stofnskrá Listasafn Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggarráðs."

Listasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1968/1969. Engin stofnskrá lá til grundvallar en í kringum 1979-1980 var því beint til sýslunefndar að skipa hóp til að vinna skipulagsskrá. Það virðist ekki hafa verið gert eins og kemur fram í grein Feykis frá 1986. Það er því orðið mjög brýnt að leggja fram samþykkta stofnskrá fyrir listasafnið.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða stofnskrá Listasafns Skagfirðinga og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum fyrirlagða stofnskrá Listasafns Skagfirðinga.