Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
1.Stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 2409232Vakta málsnúmer
2.Stofnskrá Listasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 2409231Vakta málsnúmer
Lögð fram stofnskrá Listasafn Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggarráðs.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggarráðs.
3.Umsókn um rekstur Miðgarðs
Málsnúmer 2409271Vakta málsnúmer
Teknar fyrir umsóknir um rekstur Menningarhússins Miðgarðs sem auglýst var 12. september sl. Ein umsókn barst.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að ganga til samninga við Völu Stefánsdóttur um rekstur Menningarhússins Miðgarðs.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að ganga til samninga við Völu Stefánsdóttur um rekstur Menningarhússins Miðgarðs.
4.Ýmsar fjárfestingar fyrir héraðsbókasafn fyrir árið 2025
Málsnúmer 2409269Vakta málsnúmer
Tekin fyrir beiðni frá Kristínu Einarsdóttur, héraðsbókaverði, um ýmsar fjárfestingar fyrir árið 2025.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar og felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram með héraðsbókaverði.
Nefndin jafnframt samþykkir samhljóða að farið verði í þjónustukönnun fyrir bókasafnið þar sem leitað er eftir viðhorfi íbúa til bókasafnsins m.a. vegna opnunartíma og þjónustuframboðs. Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna þjónustukönnunina í samráði með héraðsbókaverði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar og felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram með héraðsbókaverði.
Nefndin jafnframt samþykkir samhljóða að farið verði í þjónustukönnun fyrir bókasafnið þar sem leitað er eftir viðhorfi íbúa til bókasafnsins m.a. vegna opnunartíma og þjónustuframboðs. Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna þjónustukönnunina í samráði með héraðsbókaverði.
5.Skagafjörður - rammaáætlun 2025
Málsnúmer 2405115Vakta málsnúmer
Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.
6.Upplýsingar um heimsóknatölur í upplýsingamiðstöðvum Skagafjarðar fyrir árin 2022 og 2023
Málsnúmer 2408088Vakta málsnúmer
Mál áður á dagskrá 25. fundar atvinnu-, menningar og kynningarnefndar.
Lagðar fram aðsóknartölur fyrir árin 2022 og 2023 fyrir upplýsingamiðstöðvar í Skagafirði.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
Líkt og heimsóknartölurnar sýna er gríðarlegur munur milli þessara tveggja starfsstöðva hvað fjölda þeirra sem þjónustuna nota varðar.
Fljótt á litið virðist því lítið samhengi milli kostnaðar sveitarfélagsins og hverju þær upphæðir skila á hvorum stað fyrir sig, en fjárframlag er margfalt hærra til starfsstöðvarinnar á Sauðárkróki en í Varmahlíð þvert á fjölda heimsókna.
Samkvæmt fyrri umræðum leyfa samningar ekki að þetta hlutfall sé endurskoðað og hefur þess í stað verið reynt að brúa þetta bil með því að úthluta fleiri verkefnum til upplýsingamiðstöðvarinnar á Sauðárkróki en í Varmahlíð. Upplýsingar af þessu tagi, þ.e um hlutverk starfsfólks sem og önnur málefni sem varða ráðstöfun fjármuna, mættu gjarnan vera augljósari og aðgengilegri fyrir kjörna fulltrúa og íbúa sveitarfélagsins.
Þarna endurspeglast mikilvægi þess að stjórnsýsla sé gagnsæ en í því samhengi eru ýmsar leiðir til, svo sem að vera með opið bókhald.
Lagðar fram aðsóknartölur fyrir árin 2022 og 2023 fyrir upplýsingamiðstöðvar í Skagafirði.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
Líkt og heimsóknartölurnar sýna er gríðarlegur munur milli þessara tveggja starfsstöðva hvað fjölda þeirra sem þjónustuna nota varðar.
Fljótt á litið virðist því lítið samhengi milli kostnaðar sveitarfélagsins og hverju þær upphæðir skila á hvorum stað fyrir sig, en fjárframlag er margfalt hærra til starfsstöðvarinnar á Sauðárkróki en í Varmahlíð þvert á fjölda heimsókna.
Samkvæmt fyrri umræðum leyfa samningar ekki að þetta hlutfall sé endurskoðað og hefur þess í stað verið reynt að brúa þetta bil með því að úthluta fleiri verkefnum til upplýsingamiðstöðvarinnar á Sauðárkróki en í Varmahlíð. Upplýsingar af þessu tagi, þ.e um hlutverk starfsfólks sem og önnur málefni sem varða ráðstöfun fjármuna, mættu gjarnan vera augljósari og aðgengilegri fyrir kjörna fulltrúa og íbúa sveitarfélagsins.
Þarna endurspeglast mikilvægi þess að stjórnsýsla sé gagnsæ en í því samhengi eru ýmsar leiðir til, svo sem að vera með opið bókhald.
7.Fundarboð - málefni Flugklasans Air 66N
Málsnúmer 2408063Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar póstur frá Markaðsstofu Norðurlands um Flugklasan-66. Í tölvupóstinum er að finna drög að tillögu um skipulag verkefnisins, framlag fyrirtækja til verkefnisins, erindi til ráðherra ásamt minnisblaði um starfsemina.
Fundi slitið - kl. 16:15.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggðarráðs.