Samráð; Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029
Málsnúmer 2409247
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 115. fundur - 02.10.2024
Mál áður tekið fyrir á 114. fundi byggðarráðs.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. september 2024 þar sem Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 185/2024, "Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029". Umsagnarfrestur er til og með 4.10.2024.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að gefinn sé kostur á að veita umsögn um Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2025-2029, í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda. Þar geta allir sem telja sig málið varða sent inn athugasemdir og ábendingar.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir flest það sem kemur í áætluninni, m.a. hvað varðar framtíðarsýn og málaflokka, en bendir þó á að margar af þeim aðgerðum sem taldar eru upp eru nú þegar í vinnslu innan sveitarfélaga og/eða milli sveitarfélaga. Byggðarráð telur hins vegar að það væri verulega til bóta fyrir framfylgni sóknaráætlunar að fram komi skýrari eftirfylgni við mælikvarða, t.d. með skilgreiningu á ábyrgðaraðilum, leiðum að markmiðum og tímasetningum. Einnig mætti bæta við og/eða umorða mælikvarða málaflokkanna og má sem dæmi nefna „fjöldi lausra skrifborða í landshlutanum“ sem væri líklega betur orðað sem „fjöldi skrifborða sem leigð eru út í landshlutanum“. Ef farið er í viðbætur væri t.a.m. hægt að bæta við mælikvörðum eins og „fjölgun nýbyggðra íbúða í landshlutanum“ og „aðgengi að íþrótta- og félagsstarfi“ og „almenningssamgöngur sem koma betur til móts við þarfir landshlutans“ undir Góður staður til að búa á „fjöldi umsókna í rannsóknasjóði“ og „fjöldi og fjárhæðir styrkja úr rannsóknasjóðum“ og „fjöldi gistirýma á hótelum“ undir Aukin nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf.
Byggðarráð telur að einnig mætti ígrunda að vera með mælanleg markmið í tölum eða prósentum, t.d. að menntunarstig íbúa hækki um X%, að opinberum störfum/opinberum stofnunum fjölgi um X% o.s.frv., sem og að sett yrði fram tíðni þeirra mælinga og hvernig árangurinn yrði birtur.
Byggðarráð Skagafjarðar telur jákvætt að fram séu komin uppbyggileg drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra sem forsendur eru til að verði til að styrkja landshlutann til framtíðar.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. september 2024 þar sem Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 185/2024, "Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029". Umsagnarfrestur er til og með 4.10.2024.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að gefinn sé kostur á að veita umsögn um Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2025-2029, í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda. Þar geta allir sem telja sig málið varða sent inn athugasemdir og ábendingar.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir flest það sem kemur í áætluninni, m.a. hvað varðar framtíðarsýn og málaflokka, en bendir þó á að margar af þeim aðgerðum sem taldar eru upp eru nú þegar í vinnslu innan sveitarfélaga og/eða milli sveitarfélaga. Byggðarráð telur hins vegar að það væri verulega til bóta fyrir framfylgni sóknaráætlunar að fram komi skýrari eftirfylgni við mælikvarða, t.d. með skilgreiningu á ábyrgðaraðilum, leiðum að markmiðum og tímasetningum. Einnig mætti bæta við og/eða umorða mælikvarða málaflokkanna og má sem dæmi nefna „fjöldi lausra skrifborða í landshlutanum“ sem væri líklega betur orðað sem „fjöldi skrifborða sem leigð eru út í landshlutanum“. Ef farið er í viðbætur væri t.a.m. hægt að bæta við mælikvörðum eins og „fjölgun nýbyggðra íbúða í landshlutanum“ og „aðgengi að íþrótta- og félagsstarfi“ og „almenningssamgöngur sem koma betur til móts við þarfir landshlutans“ undir Góður staður til að búa á „fjöldi umsókna í rannsóknasjóði“ og „fjöldi og fjárhæðir styrkja úr rannsóknasjóðum“ og „fjöldi gistirýma á hótelum“ undir Aukin nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf.
Byggðarráð telur að einnig mætti ígrunda að vera með mælanleg markmið í tölum eða prósentum, t.d. að menntunarstig íbúa hækki um X%, að opinberum störfum/opinberum stofnunum fjölgi um X% o.s.frv., sem og að sett yrði fram tíðni þeirra mælinga og hvernig árangurinn yrði birtur.
Byggðarráð Skagafjarðar telur jákvætt að fram séu komin uppbyggileg drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra sem forsendur eru til að verði til að styrkja landshlutann til framtíðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að setja saman drög að umsögn og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.