Fara í efni

Opin fundur fyrir sveitarfélög um vottanir bygginga og græna hvata

Málsnúmer 2409297

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 60. fundur - 03.10.2024

Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu að opnum fundi þann 1. október síðastliðinn fyrir öll sveitarfélög landsins með það að markmiðið að fræða um vottanir bygginga og þá grænu hvata sem í boði eru.

Fundurinn er hluti að tveimur aðgerðum 5.2.6 Fræðsla til sveitarfélaga um vottanir og 6.2 Efla umræður og fræðslu á samstarfsvettvangi sveitarfélaga um græna fjármögnunarmöguleika sveitarfélaga og hagræna hvata sem þau geta boðið upp á fyrir vistvæna mannvirkjagerð sem finna má í vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030 sem gefinn var út af Byggjum grænni framtíð sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð en það á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.