Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Umsókn um stofnun þjóðlendu - Hofsjökull norður, sá hluti jökulsins sem er innan marka Skagafjarðar
Málsnúmer 2409312Vakta málsnúmer
2.Fjöllin (vestur) - Þjóðlenda, austurhluti Hofsafréttar
Málsnúmer 2406062Vakta málsnúmer
Á fundi Skipulagsnefnd 13.6.2024 var tekið fyrir erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins undirritað af Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd ráðherra þar sem sótt er um stofnun þjóðlendu - Fjöllin (vestur) - Þjóðlenda, austurhluti Hofsafréttar.
Á fundinum var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 22.05.2024 um stofnun fasteignar (þjóðlendu) fyrir Fjöllin (vestur) sbr. úrskurð Óbyggðarnefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19.06.2009, þann hluta þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar. Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu."
Á fundi skipulagsnefndar í dag, 3. október 2024 er tekin aftur til umfjöllunar umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 22.05.2024 um stofnun fasteignar (þjóðlendu) fyrir Fjöllin (vestur) sbr. úrskurð Óbyggðarnefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19.06.2009, þann hluta þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar. Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár.
Landsvæði það sem óskast stofnað sem þjóðlenda skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008, dags. 19. júní 2009. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.
Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.
Fyrirsvarsmaður: Forsætisráðherra skv. d-lið, 7. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 6/2022 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Skýring og fyrirvarar:
Upphafspunktur (f1) er þar sem Geldingsá rennur í Austari-Jökulsá.
Þaðan er Geldingsá og síðan syðri upptakakvísl árinnar fylgt að skurðpunkti við sveitarfélagamörk Skagafjarðar og Eyjafjarðarsveitar (f2), þ.e. punkti nr. 4 á kröfulínu vegna Nýjabæjar. Þaðan til suðurs við Laugakvísl í stefnu á ónefndan 783 m háan hnjúk (f3). Frá Laugakvísl á 783 m háa hnjúkinn (f4).
Þaðan er tekin stefna í suður í Hnjúkskvísl (f5) og henni fylgt til suðurs að ármótum Hnjúkskvíslar og Jökulkvíslar (f6). Jökulkvísl fylgt að upptökum í Hofsjökli (f7). Þaðan liggja merkin með jaðri Hofsjökuls þar til komið er að upptökum Austari-Jökulsár (f8).
Austari-Jökulsá er síðan fylgt að þeim stað þar sem Geldingsá fellur í hana (fj1). Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.
Fylgiskjöl með umsókn:
Útdráttur úr úrskurði Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008, dags. 19. júní 2009.
Landspildublað (uppdráttur í mælikvarða 1:250.000 í blaðstærðinni A3 stimplaður og áritaður af umsækjanda) sem sýnir afmörkun þjóðlendunnar, Fjöllin (vestur) (þ.e. sá hluti þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar) Uppdráttur Landforms ehf. Austurvegi 6 Selfossi. Uppdráttur í verki nr. 206-027, dags. 22.05.2024. Kort nr. SV07A-FJO.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrir lagt.
Á fundinum var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 22.05.2024 um stofnun fasteignar (þjóðlendu) fyrir Fjöllin (vestur) sbr. úrskurð Óbyggðarnefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19.06.2009, þann hluta þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar. Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu."
Á fundi skipulagsnefndar í dag, 3. október 2024 er tekin aftur til umfjöllunar umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 22.05.2024 um stofnun fasteignar (þjóðlendu) fyrir Fjöllin (vestur) sbr. úrskurð Óbyggðarnefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19.06.2009, þann hluta þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar. Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár.
Landsvæði það sem óskast stofnað sem þjóðlenda skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008, dags. 19. júní 2009. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.
Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.
Fyrirsvarsmaður: Forsætisráðherra skv. d-lið, 7. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 6/2022 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Skýring og fyrirvarar:
Upphafspunktur (f1) er þar sem Geldingsá rennur í Austari-Jökulsá.
Þaðan er Geldingsá og síðan syðri upptakakvísl árinnar fylgt að skurðpunkti við sveitarfélagamörk Skagafjarðar og Eyjafjarðarsveitar (f2), þ.e. punkti nr. 4 á kröfulínu vegna Nýjabæjar. Þaðan til suðurs við Laugakvísl í stefnu á ónefndan 783 m háan hnjúk (f3). Frá Laugakvísl á 783 m háa hnjúkinn (f4).
Þaðan er tekin stefna í suður í Hnjúkskvísl (f5) og henni fylgt til suðurs að ármótum Hnjúkskvíslar og Jökulkvíslar (f6). Jökulkvísl fylgt að upptökum í Hofsjökli (f7). Þaðan liggja merkin með jaðri Hofsjökuls þar til komið er að upptökum Austari-Jökulsár (f8).
Austari-Jökulsá er síðan fylgt að þeim stað þar sem Geldingsá fellur í hana (fj1). Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.
Fylgiskjöl með umsókn:
Útdráttur úr úrskurði Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008, dags. 19. júní 2009.
Landspildublað (uppdráttur í mælikvarða 1:250.000 í blaðstærðinni A3 stimplaður og áritaður af umsækjanda) sem sýnir afmörkun þjóðlendunnar, Fjöllin (vestur) (þ.e. sá hluti þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar) Uppdráttur Landforms ehf. Austurvegi 6 Selfossi. Uppdráttur í verki nr. 206-027, dags. 22.05.2024. Kort nr. SV07A-FJO.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrir lagt.
3.Deiliskipulag Gamla bæjarins - Lóðarumsókn og beiðni um samráð í deiliskipulagsvinnu
Málsnúmer 2409311Vakta málsnúmer
Reimar Marteinsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga sækir um lóðir/svæði austan við Aðalgötu 16 b og Aðalgötu 20 b skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki nr. 30370100 sem gerður var hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Kaupfélag Skagfirðinga sér fyrir sér að fjölga gistirýmum á reitnum, í dag eru 28 herbergi í Aðalgötu 16b en ætlunin er að fjölga þeim í a.m.k. 50 herbergi til að reka hótel á ársgrunni.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir fundi með Kaupfélagi Skagfirðinga vegna málsins.
Kaupfélag Skagfirðinga sér fyrir sér að fjölga gistirýmum á reitnum, í dag eru 28 herbergi í Aðalgötu 16b en ætlunin er að fjölga þeim í a.m.k. 50 herbergi til að reka hótel á ársgrunni.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir fundi með Kaupfélagi Skagfirðinga vegna málsins.
4.Þrastarstaðir L146605 - Beiðni um endurskoðun byggingarreits og endurnýjun byggingarleyfis
Málsnúmer 2409309Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tölvupóstur eigenda Þrastarstaða dags. 25.09. 2024 (umsækjendur byggingarleyfis sem upphaflega var samþykkt af byggingarfulltrúa 29.10. 2019 og sem sótt hefur verið um endurnýjun á) þar sem þau óska eftir því að „að byggingarleyfi vegna íbúðarhúss á Þrastarstöðum verði skoðað aftur samkvæmt nýjum gögnum frá veðurstofunni sem ykkur á að hafa borist“. Einnig liggur fyrir tölvupóstur sem barst frá sömu aðilum hinn 26.09. 2024 sem sýnir uppdrátt sem skipulagsfulltrúi segir að hafi borist eftir að hún óskaði eftir því að umsækjendur sýni hvernig þau sjái fyrir sér hvernig skerða mætti byggingarreit þannig að hann nái ekki inná hættusvæði A skv. fyrirliggjandi hættumati Veðurstofu Íslands frá 05.07. 2024 (ranglega dags. 07.06. 2024), sbr. endurskoðun dags. 18.09. 2024.
Rétt þykir að sveitarstjórn leiti álits Skipulagsstofnunar skv. 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 á því hvort óska beri eftir frekara mati en nú liggur fyrir skv. framansögðu, áður en framkvæmdaleyfi verður útgefið. Skuli Skipulagsstofnun upplýst um það skilyrði/forsendu fyrir veitingu leyfis, verði það veitt, að byggingarreitur verði skertur skv. hnitsettri afmörkun sem skipulagsfulltrúa er falið að fá frá umsækjendum.
Fram fór umræða um hver málefnaleg rök geti legið til grundvallar afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að leita álits Skipulagsstofnunar skv. 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 áður en framkvæmdaleyfi verður tekið til endanlegrar afgreiðslu.
Rétt þykir að sveitarstjórn leiti álits Skipulagsstofnunar skv. 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 á því hvort óska beri eftir frekara mati en nú liggur fyrir skv. framansögðu, áður en framkvæmdaleyfi verður útgefið. Skuli Skipulagsstofnun upplýst um það skilyrði/forsendu fyrir veitingu leyfis, verði það veitt, að byggingarreitur verði skertur skv. hnitsettri afmörkun sem skipulagsfulltrúa er falið að fá frá umsækjendum.
Fram fór umræða um hver málefnaleg rök geti legið til grundvallar afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að leita álits Skipulagsstofnunar skv. 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 áður en framkvæmdaleyfi verður tekið til endanlegrar afgreiðslu.
5.Hraun I lóð (L220466) - Umsókn um nafnleyfi
Málsnúmer 2409208Vakta málsnúmer
Berglind Rós Magnúsdóttir lóðarhafi Hrauns I lóð L220466 óskar eftir nafnbreytingu á sumarbústaðalandinu, ásamt frístundahúsi sem byggt er árið 1987 og á landinu stendur. Fasteignanúmer eignar F2144019.
Óskað er eftir því að nýtt nafn verði Hraunahraun, Hraunahraun er í fleirtölu rétt eins og hraun.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi.
Óskað er eftir því að nýtt nafn verði Hraunahraun, Hraunahraun er í fleirtölu rétt eins og hraun.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi.
6.Hjalli L146299 - Umsókn um landskipti og stofnun bygginarreits - Hornskarpur
Málsnúmer 2409166Vakta málsnúmer
Hildur Bjarnadóttir sækir um fyrir hönd landeigenda Hjalla L146299 Flugumýri kúabú ehf. um að stofnuð verði ný lóð samanber merkjalýsingu.
Landið er í dag ca. 240 ha og verður eftir breytingu 222 ha., nýja landið verður 18 ha og engin réttindi eða hlunnindi fylgja nýja skikanum.
Óskað er eftir því að nýja landið muni heita Hornskarpur sem er vísun í örnefni á svæðinu. Kvöð verður um akstur frá L146299 sem aðkomu að nýja skikanum.
Landskipti þessi samræmast Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022.
Jafnframt er óskað eftir stofnun 22.400 m² bygginarreits fyrir 250 m² frístundarhús.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti, að landið fái heitið Hornskarpur og að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.
Landið er í dag ca. 240 ha og verður eftir breytingu 222 ha., nýja landið verður 18 ha og engin réttindi eða hlunnindi fylgja nýja skikanum.
Óskað er eftir því að nýja landið muni heita Hornskarpur sem er vísun í örnefni á svæðinu. Kvöð verður um akstur frá L146299 sem aðkomu að nýja skikanum.
Landskipti þessi samræmast Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022.
Jafnframt er óskað eftir stofnun 22.400 m² bygginarreits fyrir 250 m² frístundarhús.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti, að landið fái heitið Hornskarpur og að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.
7.Iðutún 17 - Framkvæmdir utan lóðar
Málsnúmer 2409212Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá á 59. fundi skipulagsnefndar þann 19.09.2024 og þá bókað:
“Ásbjörn Óttarsson sækir um leyfi til framkvæmda utan lóðar við Iðutún 17, steypa stétt 2 metra til norðurs og 19 metra til austurs á opnu útivistarsvæði sveitarfélagsins. Umsóknaraðili telur að framkvæmd þessa nauðsynlega svo hægt sé að ganga snyrtilega frá við húsið að norðanverðu. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu."
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að óskað verði eftir framkvæmdarleyfi vegna málsins þar sem framkvæmdin er útfærð nánar og felur skipulagsfulltrúa að gera drög að skilmálum sem gilda myndu um umrætt framkvæmdarsvæði verði leyfi veitt.
“Ásbjörn Óttarsson sækir um leyfi til framkvæmda utan lóðar við Iðutún 17, steypa stétt 2 metra til norðurs og 19 metra til austurs á opnu útivistarsvæði sveitarfélagsins. Umsóknaraðili telur að framkvæmd þessa nauðsynlega svo hægt sé að ganga snyrtilega frá við húsið að norðanverðu. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu."
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að óskað verði eftir framkvæmdarleyfi vegna málsins þar sem framkvæmdin er útfærð nánar og felur skipulagsfulltrúa að gera drög að skilmálum sem gilda myndu um umrætt framkvæmdarsvæði verði leyfi veitt.
8.Veitingahúsið Sauðá - Lóðarmál
Málsnúmer 2410016Vakta málsnúmer
Róbert Óttarsson óskar eftir fyrir hönd lóðarhafa Ljónagryfjunnar ehf. að gerð verði breyting á lóðarblaði og lóðarleigusamningi fyrir lóð 70 við Sauðárhlíð L144009 þar sem veitingahúsið Sauðá stendur. Óskað er eftir að afnema innakstursbann inn á planið við veitingarhúsið.
Frá því að reksturinn byrjaði hefur orðið þróun í nærumhverfinu sem breytir ýmsu varðandi fyrstu hugmyndir á veitingarstaðnum t.d. stór bættar aðstæður og flottar framkvæmdir sveitarfélagsins í Litla-Skógi.
Þar sem að deiliskipulag á svæðinu er í vinnslu og samkvæmt þeim drögum var gert ráð fyrir að innkeyrsla verði leyfð inn á planið og jafnvel verði gert ráð fyrir að gestir Litla-Skógar geti ekið þarna inn líka. Þá þykir okkur rökrétt að þessu innaksturs banni verði aflétt sem fyrst og eru góð rök með því að nú þegar hefur verið gert mat á umferð og hættumat á þessu gatnamótum sem renna stoðum undir það að leyfa innakstur á svæðið.
Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu:
Heildarendurskoðun á aðkomu að Litla-Skógi og veitingastaðnum Sauðá:
Sæmundarhlíð er stofngata sem tengir Hlíðarhverfi við neðri hluta Sauðárkróks og um leið er hún megin tenging við skólahverfi bæjarins. Ljóst er að umferðarþungi gangandi og hjólandi vegfarenda, ásamt bílaumferð er mikill um Sæmundarhlíðina, sérstaklega á álagstímum.
Á íbúafundi sem haldin var 30. apríl 2024 í tengslum við deiliskipulagsvinnu sem átti sér stað fyrir Tjaldsvæði í Sauðárgili, komu áhyggjur íbúa í ljós varðandi innakstur á lóð Sauðá og tengingu þess við nýja aðkomu að Litla-Skógi.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Litla-Skógi að undanförnu og mun það auka aðsókn að svæðinu. Aðkoma viðbragðsaðila að skóginum er nú þegar verulega ábótavant þar sem eina aðkoman í dag er um lóð heimavistar Fjölbrautaskólans.
Á þeim tíma sem veitingastaðurinn Sauðá hefur starfað hafa dæmin sýnt að bílaumferð mun ávallt fylgja staðnum. Notkun bílastæða og útskota við nálægar skólabyggingar og önnur mannvirki skapa hættulegar aðstæður þegar vegfarendur úr bílum ganga þvert yfir götu Sæmundarhlíðar. Umferð þessari þarf að stýra með það að markmiði að draga úr líkum á slysum.
Ég ljósi þessa hér á undan legg ég til að farið verði í deiliskipulagsvinnu með heildarendurskoðun á aðkomu að Litla-Skógi og veitingastaðnum Sauðá í huga.
Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið.
Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Frá því að reksturinn byrjaði hefur orðið þróun í nærumhverfinu sem breytir ýmsu varðandi fyrstu hugmyndir á veitingarstaðnum t.d. stór bættar aðstæður og flottar framkvæmdir sveitarfélagsins í Litla-Skógi.
Þar sem að deiliskipulag á svæðinu er í vinnslu og samkvæmt þeim drögum var gert ráð fyrir að innkeyrsla verði leyfð inn á planið og jafnvel verði gert ráð fyrir að gestir Litla-Skógar geti ekið þarna inn líka. Þá þykir okkur rökrétt að þessu innaksturs banni verði aflétt sem fyrst og eru góð rök með því að nú þegar hefur verið gert mat á umferð og hættumat á þessu gatnamótum sem renna stoðum undir það að leyfa innakstur á svæðið.
Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu:
Heildarendurskoðun á aðkomu að Litla-Skógi og veitingastaðnum Sauðá:
Sæmundarhlíð er stofngata sem tengir Hlíðarhverfi við neðri hluta Sauðárkróks og um leið er hún megin tenging við skólahverfi bæjarins. Ljóst er að umferðarþungi gangandi og hjólandi vegfarenda, ásamt bílaumferð er mikill um Sæmundarhlíðina, sérstaklega á álagstímum.
Á íbúafundi sem haldin var 30. apríl 2024 í tengslum við deiliskipulagsvinnu sem átti sér stað fyrir Tjaldsvæði í Sauðárgili, komu áhyggjur íbúa í ljós varðandi innakstur á lóð Sauðá og tengingu þess við nýja aðkomu að Litla-Skógi.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Litla-Skógi að undanförnu og mun það auka aðsókn að svæðinu. Aðkoma viðbragðsaðila að skóginum er nú þegar verulega ábótavant þar sem eina aðkoman í dag er um lóð heimavistar Fjölbrautaskólans.
Á þeim tíma sem veitingastaðurinn Sauðá hefur starfað hafa dæmin sýnt að bílaumferð mun ávallt fylgja staðnum. Notkun bílastæða og útskota við nálægar skólabyggingar og önnur mannvirki skapa hættulegar aðstæður þegar vegfarendur úr bílum ganga þvert yfir götu Sæmundarhlíðar. Umferð þessari þarf að stýra með það að markmiði að draga úr líkum á slysum.
Ég ljósi þessa hér á undan legg ég til að farið verði í deiliskipulagsvinnu með heildarendurskoðun á aðkomu að Litla-Skógi og veitingastaðnum Sauðá í huga.
Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið.
Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
9.Fjárhagsáætlun 09 2025
Málsnúmer 2410050Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir skipulags- og byggingarsvið fyrir 2025.
10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 48
Málsnúmer 2409014FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 48 þann 20.09.2024.
11.Opin fundur fyrir sveitarfélög um vottanir bygginga og græna hvata
Málsnúmer 2409297Vakta málsnúmer
Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu að opnum fundi þann 1. október síðastliðinn fyrir öll sveitarfélög landsins með það að markmiðið að fræða um vottanir bygginga og þá grænu hvata sem í boði eru.
Fundurinn er hluti að tveimur aðgerðum 5.2.6 Fræðsla til sveitarfélaga um vottanir og 6.2 Efla umræður og fræðslu á samstarfsvettvangi sveitarfélaga um græna fjármögnunarmöguleika sveitarfélaga og hagræna hvata sem þau geta boðið upp á fyrir vistvæna mannvirkjagerð sem finna má í vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030 sem gefinn var út af Byggjum grænni framtíð sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð en það á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Fundurinn er hluti að tveimur aðgerðum 5.2.6 Fræðsla til sveitarfélaga um vottanir og 6.2 Efla umræður og fræðslu á samstarfsvettvangi sveitarfélaga um græna fjármögnunarmöguleika sveitarfélaga og hagræna hvata sem þau geta boðið upp á fyrir vistvæna mannvirkjagerð sem finna má í vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030 sem gefinn var út af Byggjum grænni framtíð sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð en það á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Eftirfarandi kemur m.a. fram í umsókn:
Landsvæði það sem óskast stofnað sem þjóðlenda skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008, dags. 19. júní 2009. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.
Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.
Fyrirsvarsmaður:
Forsætisráðherra skv. d-lið, 7. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 6/2022 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Skýring og fyrirvarar:
Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Hofsjökull, norður er þjóðlenda (þ.e. sá hluti þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar).
í úrskurði óbyggðanefndar segir m.a.: "Landsvæði það sem afmarkað er hér á eftir, þ.e. Hofsjökull, er þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr. laga nr. 58/1998: Jaðri Hofsjökuls er fylgt umhverfis jökulinn. Miðað er við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998, sbr. 22. gr. þjóðll."
Vegna skiptingar Hofsjökuls, eftir sveitarfélagamörkum á jöklinum hefur verið settur saman texti sem lýsir afmörkun jökulsins innan Skagafjarðar.
Hofsjökull skiptist í fimm fasteignir vegna sveitarfélagamarka á jöklinum. Afmörkun Hofsjökuls, innan Skagafjarðar er því svohljóðandi:
Frá jökuljaðri Hofsjökuls á móts við Klakk er upphafspunktur (sk1), þaðan er dregin 15,65 km löng lína inn á jökulinn til suðvesturs í punkt (sk2) sem er 0,28km suðvestan við (1722m) hæðarpunkt á jöklinum. Frá punkti (sk2) er dregin 3,84 km löng lína til norðvesturs í punkt (sk2a) og þaðan til til norðvesturs um 10,1 km línu að punkti (sk2b). Úrpunkti (sk2b) er 0,52km lína að punkti (sk3) viðjökuljaðar þar sem hann er á móts við Sátu í 5,25km fjarlægð til norðvesturs. Milli punkta (sk3) og (sk1) ræðurjökuljaðar.
Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.
Fylgiskjöl með umsókn:
Útdráttur úr úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008, dags. 19. júní 2009.
Landspildublað (uppdráttur í mælikvarða 1:250.000 í blaðstærðinni A3 stimplaður og áritaður af umsækjanda) sem sýnir afmörkun þjóðlendunnar, Hofsjökull, norður (þ.e. sá hluti þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar) Uppdráttur Landforms ehf. Austurvegi 6 Selfossi. Uppdráttur í verki nr. 206-027, dags. 16.09.2024.
Kort nr. SV07A-HJ-SK.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrir lagt.