Fara í efni

Umsókn um stofnun þjóðlendu - Hofsjökull norður, sá hluti jökulsins sem er innan marka Skagafjarðar

Málsnúmer 2409312

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 60. fundur - 03.10.2024

Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins undirritað af Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd ráðherra þar sem sótt er um stofnun þjóðlendu, Hofsjökull, norður (þ.e. sá hluti þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar).

Eftirfarandi kemur m.a. fram í umsókn:
Landsvæði það sem óskast stofnað sem þjóðlenda skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008, dags. 19. júní 2009. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.
Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.

Fyrirsvarsmaður:
Forsætisráðherra skv. d-lið, 7. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 6/2022 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Skýring og fyrirvarar:
Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Hofsjökull, norður er þjóðlenda (þ.e. sá hluti þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar).
í úrskurði óbyggðanefndar segir m.a.: "Landsvæði það sem afmarkað er hér á eftir, þ.e. Hofsjökull, er þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr. laga nr. 58/1998: Jaðri Hofsjökuls er fylgt umhverfis jökulinn. Miðað er við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998, sbr. 22. gr. þjóðll."
Vegna skiptingar Hofsjökuls, eftir sveitarfélagamörkum á jöklinum hefur verið settur saman texti sem lýsir afmörkun jökulsins innan Skagafjarðar.

Hofsjökull skiptist í fimm fasteignir vegna sveitarfélagamarka á jöklinum. Afmörkun Hofsjökuls, innan Skagafjarðar er því svohljóðandi:

Frá jökuljaðri Hofsjökuls á móts við Klakk er upphafspunktur (sk1), þaðan er dregin 15,65 km löng lína inn á jökulinn til suðvesturs í punkt (sk2) sem er 0,28km suðvestan við (1722m) hæðarpunkt á jöklinum. Frá punkti (sk2) er dregin 3,84 km löng lína til norðvesturs í punkt (sk2a) og þaðan til til norðvesturs um 10,1 km línu að punkti (sk2b). Úrpunkti (sk2b) er 0,52km lína að punkti (sk3) viðjökuljaðar þar sem hann er á móts við Sátu í 5,25km fjarlægð til norðvesturs. Milli punkta (sk3) og (sk1) ræðurjökuljaðar.
Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.

Fylgiskjöl með umsókn:
Útdráttur úr úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008, dags. 19. júní 2009.

Landspildublað (uppdráttur í mælikvarða 1:250.000 í blaðstærðinni A3 stimplaður og áritaður af umsækjanda) sem sýnir afmörkun þjóðlendunnar, Hofsjökull, norður (þ.e. sá hluti þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar) Uppdráttur Landforms ehf. Austurvegi 6 Selfossi. Uppdráttur í verki nr. 206-027, dags. 16.09.2024.

Kort nr. SV07A-HJ-SK.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrir lagt.