Fara í efni

Nýting skráningardaga 2024 - 2025

Málsnúmer 2410027

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 37. fundur - 10.04.2025

Upplýsingar um nýtingu skráningadaga í leikskólum frá 1. október 2024 lagðar fram til kynningar. Í Birkilundi hafa að meðaltali 34% barna verið skráð í leikskólann á skráningardögum. Í Tröllaborg hafa að meðaltali 48% barna verið skráð í leikskólann á skráningardögum. Í Ársölum hafa að meðaltali 51% barna verið skráð í leikskólann á skráningardögum. Skráningardagar hafa létt mikið á skipulagningu starfa í leikskólanum og hefur starfsfólk nýtt vinnustyttingu sína á skráningardögum þegar færri börn eru í leikskólanum. Fræðslunefnd gleðst yfir því hve skráningardagar hafa gefið góða raun og vonar að svo verði áfram.