Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Starfshópur Tónlistarskóla Skagafjarðar
Málsnúmer 2501190Vakta málsnúmer
2.Fundargerðir skólaráðs Varmahlíðarskóla 2024-25
Málsnúmer 2411070Vakta málsnúmer
Fundargerðir skólaráðs Varmahlíðarskóla frá 4. febrúar og 4. mars 2025 lagðar fram til kynningar.
3.Þakkar- og hvatningarbréf mennta- og barnamálaráðherra vegna fyrirlagnar PISA 2025
Málsnúmer 2503172Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá mennta- og barnamálaráðuneyti, dagsett 13. mars 2025 þar sem þakkað er fyrir góða samvinnu við grunnskóla og tengiliði við undirbúning fyrirlagnar PISA 2025 og óskað eftir áframhaldandi góðu samstarfi við nemendur, starfsfólk grunnskóla, sveitarfélög og skólaþjónustu sveitarfélaga um þátttöku í PISA rannsókninni nú við upphaf fyrirlagnartímabilsins.
PISA 2025 hefur nú verið lögð fyrir í öllum grunnskólum Skagafjarðar.
PISA 2025 hefur nú verið lögð fyrir í öllum grunnskólum Skagafjarðar.
4.Skóladagatöl grunnskóla 2025-2026
Málsnúmer 2503244Vakta málsnúmer
Tillaga að skóladagatölum grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2025-2026 var lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu skólaráðanna skv. grunnskólalögum. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatöl grunnskólanna fyrir skólaárið 2025-2026.
5.Skóladagatöl leikskóla 2025-2026
Málsnúmer 2503243Vakta málsnúmer
Tillaga að skóladagatölum leikskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2025-2026 var lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu foreldraráða skv. lögum um leikskóla. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatöl leikskóla fyrir skólaárið 2025-2026.
6.Nýting skráningardaga 2024 - 2025
Málsnúmer 2410027Vakta málsnúmer
Upplýsingar um nýtingu skráningadaga í leikskólum frá 1. október 2024 lagðar fram til kynningar. Í Birkilundi hafa að meðaltali 34% barna verið skráð í leikskólann á skráningardögum. Í Tröllaborg hafa að meðaltali 48% barna verið skráð í leikskólann á skráningardögum. Í Ársölum hafa að meðaltali 51% barna verið skráð í leikskólann á skráningardögum. Skráningardagar hafa létt mikið á skipulagningu starfa í leikskólanum og hefur starfsfólk nýtt vinnustyttingu sína á skráningardögum þegar færri börn eru í leikskólanum. Fræðslunefnd gleðst yfir því hve skráningardagar hafa gefið góða raun og vonar að svo verði áfram.
7.Sjálfsmatsskýrslur leikskólanna 2023-2024
Málsnúmer 2411143Vakta málsnúmer
Sjálfsmatsskýrsla Ársala lögð fram til kynningar.
Fundi slitið.
Starfshópurinn hefur lokið störfum sínum og skýrsla starfshópsins lögð fyrir fræðslunefnd til kynningar.
Fræðslunefnd vill þakka starfshópnum fyrir sitt framlag við yfirferð á rekstri Tónlistarskóla Skagafjarðar og mótun á framtíðarsýn.