Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14
Málsnúmer 2410035F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 32. fundur - 27.11.2024
Fundargerð 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 31. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Fyrir liggur að þjónusta sem þessi er ekki lögbundið skylduverkefni sveitarfélaga ásamt því að allmargir þjónustuaðilar um allan fjörð eru tilbúnir að moka heimreiðar fyrir þá sem þess óska gegn gjaldi. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að fella niður réttindi til moksturs heimreiða sem nemur tveimur mokstrum á vetri hverjum. Þeir sem þurfa mokstur á félagslegum forsendum eða vegna heilsufarslegra vandamála geta hins vegar áfram sótt um mokstur heimreiða í dreifbýli, að hámarki 2 sinnum á vetri, til umhverfis og landbúnaðarfulltrúa sem metur þá þörfina í samráði við félagsþjónustu sveitarfélagsins. Nýtt fyrirkomulag verði endurskoðað að ári. Fulltrúi VG og óháðra Hildur Magnúsdóttir óskar bókað að hún situr hjá.
Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra óska bókað að þær sitja hjá við afgreiðslu málsins. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Fulltrúar meirihluta leggja fram svohljóðandi tillögu að breytingum á 6. gr. gjaldskrár hitaveitu 2025:
"Stærri notendur þar sem notkun er að lágmarki 100 þúsund rúmmetrar á ári, á einum og sama mæli og þar sem heitt vatn er notað sem beinn framleiðsluþáttur, geta sótt um að kaupa heitt vatn á allt að 50% afslætti. Gerður skal samningur til allt að 5 ára í senn um kaupin. Við gerð samnings og við eftirfylgni hans verður horft til nýtingar og meðferðar á orku við viðkomandi vinnslu. Meðal annars verður horft til eftirfarandi þátta:
Að sem mest varmaendurnýting sé til staðar frá bæði vinnslu og frárennslishita vatnsins. Að hitaelement séu þannig valin að hámarks nýting náist og frárennslishiti fari ekki upp fyrir 25°C.
Að stýring búnaðar sé þannig útfærð að hámarksnýting náist á varma frá nýtingu vatnsins.
Afsláttarkjörin eru ekki forgangsvatn, og gilda einungis þar sem nægilegt vatn er til staðar og fullnægjandi flutningsgeta í veitukerfinu að mati Skagafjarðarveitna. Sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki sem vilja nýta heitavatnið sem beinan framleiðsluþátt geta einnig sótt um tímabundin 50% afslátt á heitu vatni. Um afslætti til sprotafyrirtækja gilda sömu kröfur um orkusparandi aðgerðir og um er getið hér að ofan".
Fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
"Ekki hefur nægilegt vatn verið til staðar í kuldaköstum síðustu vetra og hafa Skagafjarðarveitur farið í kostnaðarsamar boranir til að mæta þeim vatnsskorti, en í reglum er kveðið á um að nægilegt vatn sé til staðar svo afsláttarkjörin séu gild. 70% ótímabundinn afsláttur er gríðarlega mikil afsláttarkjör til stórnotenda án þess að nokkurt þak sé á slíkri notkun í reglum. Nú liggur fyrir tillaga meirihluta á að lækka þennan afslátt í 50% og reglur um umgengni við vatnið verði settar og samningur gerður við viðkomandi afsláttaþega til fimm ára í senn. VG og óháð telja að ganga megi enn lengra í því að lækka þennan afslátt til lengri tíma. VG og óháð gera því tillögu að því að í samningi verði afsláttarkjör stiglækkuð og verði að hámarki 25% eftir eftir 5 ára samningstíma líkur. Þannig hafa fyrirtækin sem afsláttinn þiggja fyrirsjáanleika til þess að gera ráðstafanir fram í tímann.
Eðlilegt er að halda slíkum afsláttarkjörum tímabundnum fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki eins og kveðið er á um í reglum".
Tillaga VG og óháðra er felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði minnihluta.
Tilaga meirihluta borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum meirihluta.
Fulltrúar meirihluta vilja árétta að í samþykktum reglum sveitarfélagsins hefur allt frá árinu 2014 verið heimild til að fyrirtæki sem fara yfir 100.000 m³ í notkun á heitu vatni á ársgrundvelli, á einum mæli, geti sótt um 70% afslátt án samnings eða annarra skilyrða en þess að nýta svona mikið vatn. Sama hefur gilt um sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki sem hafa viljað nýta heita vatnið sem beinan framleiðsluþátt en þar er ekki skilyrði um lágmarksnotkun á ári og afslátturinn tímabundinn. Með þessari breytingu er verið að draga úr þessum afslætti ásamt því að hann verður samningsbundinn hverju sinni. Afslættir annarra orkufyrirtækja til stórnotenda eða sprotafyrirtækja eru mismunandi og má finna dæmi um bæði lægri afslætti en við bjóðum hér en einnig hærri samanber gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf., sem veitir 75% afslátt til notenda sem fara fyrir 100.000 m³ á ári. Annað dæmi um verulega afslætti eru t.d. hjá Hitaveitu Reykdæla og hitaveitu Þingeyjarsveitar en þar er sérliður í gjaldskrá fyrir Laugafisk sem greiðir 60% af almennu gjaldi fyrir afnot af hitaveituvatni skv. mæli og án skuldbindingar til lágmarkskaupa. Það að veita betri kjör til ákveðinna gerða fyrirtækja getur verið umdeilt en við teljum mikilvægt að gott gegnsæi sé í málinu og það sé öllum ljóst hvað sé í boði og þá gegn hvaða skilyrðum.
Áheyrnarfulltrúi Byggðalista óskar bókað:
"Finnst mér þetta góð lending í málinu með gjaldskrá hitaveitu með stórnotendur.
Er þetta talsverð lækkun á gjaldskránni frá því sem hefur verið og er þetta í anda þess sem við höfum verið að tala fyrir í nefndinni".
Gjaldskráin með áorðnum breytingum er samþykkt með tveimur atkvæðum meirihluta og vísað til Byggðaráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra óska bókað að þær sitja hjá við afgreiðslu málsins. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Kári Gunnarsson verkefnastjóri kynnti reglur um veiði refa og minka
Landbúnðar- og innviðanefnd samþykkir reglurnar samhljóða áorðnum breytingum og vísar til Byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Kári Gunnarsson kynnir gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2025.
Landbúnðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána með áorðnum breytingum samhljóða og vísar til Byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Lögð fram til kynningar ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands um vörsluskyldu búfjár Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Hjörvar Halldósrsson kynnir tillögu að gjaldskrá vegna fráveitu og tæmingu rotþróa 2025.
Landbúnðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá Vatnsveitu 2025.
Gjaldskráin er samþykkt samhljóða og vísað til Byggðaráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.