Í upphafi árs sendi þáverandi innviðaráðherra öllum sveitarfélögum landsins bréf þar sem tilkynnt var um að hann myndi ekki beita sér fyrir að frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga yrði afgreitt frá Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi, heldur yrði beðið með slíka heildarendurskoðun þar til óvissu vegna máls Reykjavíkurborgar á hendur íslenska ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs yrði eytt. Hins vegar yrðu gaumgæfð tilefni til breytinga á núverandi regluverki sem myndu miða að því að styrkja skilvirka og markvissa framkvæmd úthlutunar í samræmi við lögbundið hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Þegar horft er til síðustu ára er ljóst að umsvif á sveitarstjórnarstiginu hafa aukist. Afkoma sveitarfélaganna hefur samt sem áður verið neikvæð um árabil og ljóst er að rekstur þeirra er ekki sjálfbær, heilt á litið.
Sveitarfélögunum er þrengri stakkur sniðinn í öflun tekna en ríkinu, en helstu tekjustofnar sveitarfélaga eru útsvar og fasteignaskattar. Fasteignaskattar standa undir þónokkrum hluta tekna sveitarfélaganna, en skatthlutfallið er breytilegt á milli sveitarfélaganna hvað fasteignaskatta varðar.
Mikil hækkun fasteignamats síðustu ár hefur hjá mörgum sveitarfélögum haft þær afleiðingar að fasteignaskattar hafa hækkað mjög, oft umfram landsmeðaltal, á sama tíma og íbúaþróun er hæg og langt undir landsmeðaltali. Mörg sveitarfélög eiga þannig erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá verða þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið er reiknað. Þannig verða sveitarfélögin af hluta þeirra tekna sem ætlað er að jafna stöðu þeirra við það að lækka fasteignaskatta.
Nær öll sveitarfélög landsins fá fasteignaframlag úr Jöfnunarsjóði. Einu undantekningarnar eru fáein sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu auk nokkurra fámennra hreppa. Í þeirra tilviki hafa lægri fasteignaskattar engin áhrif á aðra tekjustofna.
Ljóst er að bregðast þarf við vandanum og leita sanngjarnra lausna.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á innviðaráðherra að beita sér fyrir breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem bæta gæði jöfnunar sjóðsins, afnemur tengingu á milli fasteignaskatta og úthlutunar úr sjóðnum en tryggir um leið að sveitarfélög sem þurfa raunverulega á framlögum úr Jöfnunarsjóði að halda fái slík framlög áfram, t.d. með tilvísun til svæðisbundinnar aðstoðar (byggðakort ESA).
Þegar horft er til síðustu ára er ljóst að umsvif á sveitarstjórnarstiginu hafa aukist. Afkoma sveitarfélaganna hefur samt sem áður verið neikvæð um árabil og ljóst er að rekstur þeirra er ekki sjálfbær, heilt á litið.
Sveitarfélögunum er þrengri stakkur sniðinn í öflun tekna en ríkinu, en helstu tekjustofnar sveitarfélaga eru útsvar og fasteignaskattar. Fasteignaskattar standa undir þónokkrum hluta tekna sveitarfélaganna, en skatthlutfallið er breytilegt á milli sveitarfélaganna hvað fasteignaskatta varðar.
Mikil hækkun fasteignamats síðustu ár hefur hjá mörgum sveitarfélögum haft þær afleiðingar að fasteignaskattar hafa hækkað mjög, oft umfram landsmeðaltal, á sama tíma og íbúaþróun er hæg og langt undir landsmeðaltali. Mörg sveitarfélög eiga þannig erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá verða þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið er reiknað. Þannig verða sveitarfélögin af hluta þeirra tekna sem ætlað er að jafna stöðu þeirra við það að lækka fasteignaskatta.
Nær öll sveitarfélög landsins fá fasteignaframlag úr Jöfnunarsjóði. Einu undantekningarnar eru fáein sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu auk nokkurra fámennra hreppa. Í þeirra tilviki hafa lægri fasteignaskattar engin áhrif á aðra tekjustofna.
Ljóst er að bregðast þarf við vandanum og leita sanngjarnra lausna.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á innviðaráðherra að beita sér fyrir breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem bæta gæði jöfnunar sjóðsins, afnemur tengingu á milli fasteignaskatta og úthlutunar úr sjóðnum en tryggir um leið að sveitarfélög sem þurfa raunverulega á framlögum úr Jöfnunarsjóði að halda fái slík framlög áfram, t.d. með tilvísun til svæðisbundinnar aðstoðar (byggðakort ESA).