Fara í efni

Fjölgun leikskólaplássa á Sauðárkróki

Málsnúmer 2410153

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 32. fundur - 15.10.2024

Nefndin leggur til við byggðarráð að skoðun verði flýtt á kostum þess að stækka yngra stig Ársala og finna staðsetningu nýs leikskóla til lengri framtíðar þar sem ljóst er að núverandi fjöldi plássa er ekki nægur til framtíðar svo börn geti fengið leikskólapláss í fyrstu aðlögun eftir að þau verða 12 mánaða.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Skagafjarðar - 117. fundur - 18.10.2024

Máli vísað frá 32. fundi fræðslunefndar þann 15. október sl., þannig bókað:

"Nefndin leggur til við byggðarráð að skoðun verði flýtt á kostum þess að stækka yngra stig Ársala og finna staðsetningu nýs leikskóla til lengri framtíðar þar sem ljóst er að núverandi fjöldi plássa er ekki nægur til framtíðar svo börn geti fengið leikskólapláss í fyrstu aðlögun eftir að þau verða 12 mánaða.
Tillagan samþykkt samhljóða."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna málið áfram með fræðslunefnd, skipulagsnefnd, starfsmönnum fjölskyldusviðs og starfsmönnum veitu- og framkvæmdasviðs.