Byggðarráð Skagafjarðar
1.Brunavarnaráætlun Skagafjarðar
Málsnúmer 2410080Vakta málsnúmer
Lögð fram til afgreiðslu uppfærð Brunavarnaráætlun fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Áætlunin heitir Brunavarnaráætlun Brunavarna Skagafjarðar og er með tímastimpilinn 04-10-2024 15:46. Gildir hún til loka árs 2029. Markmið með áætluninni er að stuðla að því að vernda líf og heilsu fólks, eignir og umhverfi með fullnægjandi eldvarnareftirliti og viðbúnaði við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða Brunavarnaráætlun Brunavarna Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
2.Leiga og sala hólfa við Hofsós
Málsnúmer 2409226Vakta málsnúmer
Rúnar Páll Hreinsson sendi byggðarráði erindi dagsett 9. október 2024 þar sem hann fer þess á leit við byggðarráð að endurskoða ákvörðun sína að hafna öllum innkomnum kauptilboðum í hólf nr. 23.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.
3.Kjörstaðir við alþingiskosningar 30. nóv 2024
Málsnúmer 2410168Vakta málsnúmer
4.Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2024
Málsnúmer 2409318Vakta málsnúmer
Alþingiskosningar í nóvember 2024.
Aukið fjármagn til viðhalds gatna á Sauðárkróki.
Aukið fjármagn til snjómoksturs.
Lækkun tekna í málaflokki 04 vegna breytingar á gjaldskrá leikskóla frá 1. október 2024 og breyting á afslætti til tekna í málaflokki 02.
Aukning í launum á bókasafni vegna langtímaveikinda starfsmanns.
Brottfelling kostnaðarþátttöku foreldra vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða.
Kostnaður við HR monitor mannauðsmælingar.
Aukið fé til frekari liðveislu á Sauðárkróki.
Fé til viðgerða á ytra byrði A-álmu í Árskóla.
Þessum gjöldum er mætt með aukningu útsvarstekna, fasteignaskatts og lóðaleigu miðað við fyrri áætlun og í samræmi við rauntölur, millifærslur á milli deilda innan áætlunar og lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
5.Fjárhagsáætlun 2025-2028
Málsnúmer 2407014Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2025-2028.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun 2025-2028 til fyrri umræðu með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
6.Afskriftabeiðnir 2024
Málsnúmer 2410028Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir samhljóða að afskrifa kröfurnar.
7.Gjaldskrá gatnagerðargjalda, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld 2025
Málsnúmer 2410033Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8.Fjölgun leikskólaplássa á Sauðárkróki
Málsnúmer 2410153Vakta málsnúmer
"Nefndin leggur til við byggðarráð að skoðun verði flýtt á kostum þess að stækka yngra stig Ársala og finna staðsetningu nýs leikskóla til lengri framtíðar þar sem ljóst er að núverandi fjöldi plássa er ekki nægur til framtíðar svo börn geti fengið leikskólapláss í fyrstu aðlögun eftir að þau verða 12 mánaða.
Tillagan samþykkt samhljóða."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna málið áfram með fræðslunefnd, skipulagsnefnd, starfsmönnum fjölskyldusviðs og starfsmönnum veitu- og framkvæmdasviðs.
9.Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2025
Málsnúmer 2410038Vakta málsnúmer
"Tekin fyrir gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
10.Gjaldskrá Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 2025
Málsnúmer 2410036Vakta málsnúmer
"Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
11.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2025
Málsnúmer 2409320Vakta málsnúmer
"Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
12.Gjaldskrá Húss frítímans 2025
Málsnúmer 2409340Vakta málsnúmer
"Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2025. Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs."
Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.
Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Húss frítímans fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
13.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2025
Málsnúmer 2409339Vakta málsnúmer
"Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2025. Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs."
Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.
Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
14.Gjaldskrá Dagdvöl 2025
Málsnúmer 2410030Vakta málsnúmer
"Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2025 verði 654 kr. Vísað til byggðarráðs."
Þetta er hækkun um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fæðiskostnaður á dag árið 2025 í dagdvöl aldraðra verði 654 kr. og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
15.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2025
Málsnúmer 2410040Vakta málsnúmer
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2025 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9. gr. reglna þ.e. 80,4 % af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2025 verði 80,4% af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
16.Niðurgreiðslur til dagforeldra og foreldragreiðslur 2025
Málsnúmer 2410042Vakta málsnúmer
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 3,7%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði). Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða 3,7% hækkun upphæðar niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
17.Gjaldskrá tónlistarskóla 2025
Málsnúmer 2410019Vakta málsnúmer
"Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi er saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá í Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
18.Gjaldskrá leikskóla 2025
Málsnúmer 2410020Vakta málsnúmer
"Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun dvalargjalda, fæðisgjalda og skráningardaga leikskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Sektargjald fyrir að sækja barn of seint eða mæta of snemma helst óbreytt.
Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá fyrir leikskóla Skagafjarðar fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
19.Samráð; Breyting á lögum um opinber fjármál (fjármálaáætlun ekki lögð fram á kosningaári)
Málsnúmer 2410163Vakta málsnúmer
Umsagnarfrestur er til og með 25.10.2024.
20.Samráð; Breyting á kosningalögum
Málsnúmer 2410164Vakta málsnúmer
Umsagnarfrestur er til og með 21.10.2024.
21.Samráð; Breyting á reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga
Málsnúmer 2410178Vakta málsnúmer
Umsagnarfrestur er til og með 24.10.2024.
22.Þjóðlendumál; eyjar og sker
Málsnúmer 2402115Vakta málsnúmer
Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025.
23.Bréf til sveitarstjórnar
Málsnúmer 2410076Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til sveitarstjórnar.
24.Minningardagur um fórnarlömb umferðaslysa 2024
Málsnúmer 2410071Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 14:10.