Fara í efni

Kambastígur 2 - Umsókn byggingarheimild eða-leyfi.

Málsnúmer 2410193

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024

Hjá byggingarfulltrúa liggur fyrir umsókn frá Elvyra Vysocka, Tsvetomir Svetozarov Stefanov og Kjartani Helgasyni, eigendum fjölbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 2 við Kambastíg á Sauðárkróki. Umsókn um leyfi til að gera breytingar á útliti hússins.

Fyrirhugaðar framkvæmdir samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.

Þar sem umrætt hús er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við sveitastjórn Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.

Meðfylgjandi:
-
Umsókn móttekin 9. október 2024.
-
Uppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingur í verki 3339, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 22. september 2024.

Fyrir liggur umsögn Minjasofnunar Íslands dags. 22.10.2024 þar sem m.a. kemur fram.

„Húsið Kambastígur 2 var reist árið 1927, skv. Fasteignaskrá.
Eigendum húsa sem byggð voru 1940 eða fyrr sem hyggjast breyta þeim,
flytja þau eða rífa er skylt að leita álits Minjastofnunar Íslands, sbr. 1. mgr.
30. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Þær breytingar sem þegar hafa verið gerðar á gluggum hússins hafa
verið til lýta og núverandi tillaga að breytingum er hvorki til þess fallin að
fegra húsið né færa það nær fyrra horfi. Í almennum skilmálum
verndarsvæðis í byggð á Sauðákróki, bls. 76-77, segir m.a. um byggingar:
„Við breytingar og viðhald húsa skal leitast við að vernda gerð þess og
sérkenni og færa útlit þess nær upprunalegri mynd. “
Í sértækum skilmálum fyrir svæði innan verndarsvæðisins segir á bls.
78 um Kristjánsklauf, þar sem Kambastígur 2 stendur: “
„Við breytingar og viðhald húsa skal leitast við að vernda gerð þess og
sérkenni og færa útlit þess nær upprunalegri mynd. “
„Ekki er gerð athugasemd að fellistiga verði komið fyrir við björgunarop á suðurhlið hússins.
Minjastofnun mælir hins vegar ekki með því að þessi breyting á gluggum verði samþykkt og
framkvæmd heldur verði leitast við að færa glugga hússins nær upprunalegri gerð.“

Fram kemur í Húsakönnun Sauðárkróks frá 2018 að húsinu hafi lítlega verið breytt að undanskilinni viðbyggingu við vesturhlið húss auk þess að svalir á suðurhlið hafa verið fjarðlægðar.

Þær breytingar sem nú er fyrirhugað að gera á húsnæðinu teljast óverulegar og ekki til þess fallnar að breyta núveradi ásýnd svæðsins.

Þar sem umsögn Minjastofnunar Íslands er ekki bindandi samþykkir Sveitarstjórn með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur. Hafi ábendingar/athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd ekki borist á auglýsingartíma er byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 52. fundur - 21.11.2024

Elvyra Vysocka, Tsvetomir Svetozarov Stefanov og Kjartan Helgason, eigendur fjölbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 2 við Kambastíg sækja um leyfi til að gera breytingar á útliti hússins. Breytingar varða endurnýjun á hurð og gluggum efrihæðar, ásamt því að setja fellistiga frá björgunaropi á suður hlið hússins. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingur. Uppdrættir í verki 3339, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 22. september 2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingarheimild veitt.