Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Kambastígur 2 - Umsókn byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2410193Vakta málsnúmer
Elvyra Vysocka, Tsvetomir Svetozarov Stefanov og Kjartan Helgason, eigendur fjölbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 2 við Kambastíg sækja um leyfi til að gera breytingar á útliti hússins. Breytingar varða endurnýjun á hurð og gluggum efrihæðar, ásamt því að setja fellistiga frá björgunaropi á suður hlið hússins. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingur. Uppdrættir í verki 3339, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 22. september 2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingarheimild veitt.
2.Borgarröst 3 - Umsókn byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2411117Vakta málsnúmer
Róar Örn Hjaltason sækir um leyfi til að gera breytingar á innangerð og útliti iðnaðarhúsnæðis með fasteignanr. F2228081 sem stendur á lóðinni númer 3 við Borgarröst. Breytingar varða milliloft og innkeyrsluhurð. Framlagður uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur í verki 0824, númer A-01, dagsettur 28.10.2024. Fyrir liggur samþykki eiganda með fasteinganr. F2131309, F2228079 og F2228080. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingarheimild veitt.
Fundi slitið - kl. 12:15.