Byggðarráð Skagafjarðar - 120
Málsnúmer 2411001F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 32. fundur - 27.11.2024
Fundargerð 120. fundar byggðarráðs frá 6. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar, sat fund byggðarráðs undir þessum lið.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2025-2028 tekin til umræðu byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Lagt fram bréf dagsett 11. október 2024 frá góðgerðarsamtökunum Okkar heimur þar sem verið er að óska eftir styrk fyrir fjölskyldusmiðjur sem stendur til að koma á laggirnar á Akureyri fyrir Norður- og Austurland.
Byggðarráð telur brýnt að ríkið efli úrræði og þjónustu fyrir fólk með geðrænan vanda. Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá Skagafjarðarveitna fyrir árið 2025. Gjaldskráin hækkar almennt um 3,7% en afsláttur til stórnotenda hefur verið lækkaður úr 70% í 50% í meðferð landbúnaðar- og innviðanefndar ásamt öðrum minni breytingum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá hitaveitu 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2025.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa fyrir árið 2025. Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu Skagafjarðarveitna fyrir árið 2025. Gjaldskráin hækkar um 4,5% á milli ára.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá vatnsveitu 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lagðar fram reglur um refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur um veiði refa og minka, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 219/2024, "Opinber stuðningur við vísindi og nýsköpun".
Umsagnarfrestur er til og með 12.11.2024.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að við áformaðar breytingar á stuðningsumhverfi vísinda og nýsköpunar þurfi að horfa til stuðnings við aukna nýsköpun á landsbyggðinni. Þegar Nýsköpunarmiðstöð Íslands var lögð niður, en hún hafði m.a. starfsstöðvar á landsbyggðinni, þ.m.t. á Sauðárkróki, átti að stofna nýsköpunargarða með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, auka átti framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni og setja á fót sjóð fyrir rannsóknir í byggingariðnaði. Slíkir nýsköpunargarðar og aukin framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni hafa því miður ekki raungerst. Nú eru áform um að leggja af Lóu, nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina, en taka upp nýja sjóði í staðinn og lögð af áhersla á landsbyggðina eins og var hjá Lóu. Með því að slá af Lóu-sjóðinn er verið að rýra möguleika landsbyggðarinnar á styrkjum til nýsköpunar.
Í gildandi byggðaráætlun sem gildir til ársins 2036 stendur: "Nýsköpun, stafrænni þróun, frumkvöðlastarfi og skapandi greinum verði gert hátt undir höfði í öllum landshlutum með styrkingu stoðkerfisins og betra aðgengi að fjármagni til nýsköpunar."
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að mikilvægt sé að efna loforð um aukinn stuðning við nýsköpun á landsbyggðinni, hefja markvissa uppbyggingu nýsköpunargarða á landsbyggðinni og efla stuðningsumhverfi nýsköpunar þar í stað þess að draga enn frekar úr því. Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.