Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 121

Málsnúmer 2411007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 32. fundur - 27.11.2024

Fundargerð 121. fundar byggðarráðs frá 11. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Mál áður á dagskrá 120. fundar byggðarráðs þann 6. nóvember sl. Umræðu um framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2025-2028 haldið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Lagt fram erindi, dags. 7. nóvember 2024, frá formanni Sögufélags Skagfirðinga, þar sem óskað er eftir fundi vegna uppgjörs félagsins gagnvart sveitarfélaginu vegna Byggðasögu Skagafjarðar.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að boða forsvarsmenn Sögufélags Skagfirðinga á fund byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2025. Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2025 til 1. nóvember 2025. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2025. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2025, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.

    Samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá er álagningarhlutfalli fasteignaskatts og lóðarleigu haldið óbreyttu frá árinu 2024, að undanskyldu því að álagning A-flokks lækkar úr 0,475% í 0,47%. Landleiga beitarlands verði 12.000 kr./ha á ári og landleiga ræktunarlands verði 18.000 kr./ha á ári. Fjöldi gjalddaga verða tíu.

    Mikil hækkun fasteignamats síðustu ár hefur hjá mörgum sveitarfélögum haft þær afleiðingar að fasteignaskattar hafa hækkað mjög, oft umfram landsmeðaltal, á sama tíma og íbúaþróun er hæg og langt undir landsmeðaltali. Mörg sveitarfélög eiga þannig erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá verða þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið er reiknað, því er ánægjulegt að í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025 sé svigrúm til lækkunar fasteignaskatta.
    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á stjórnvöld að beita sér fyrir breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem bæta gæði jöfnunar sjóðsins, afnemur tengingu á milli fasteignaskatta og úthlutunar úr sjóðnum en tryggir um leið að sveitarfélög sem þurfa raunverulega á framlögum úr Jöfnunarsjóði að halda fái slík framlög áfram, t.d. með tilvísun til svæðisbundinnar aðstoðar (byggðakort ESA).

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá fasteignagjalda 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Vísað frá 28. fundi félagsmála- og tómstundanefndar 6. nóvember 2024, þannig bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að gjaldskrá verði miðuð við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. apríl 2024 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá heimaþjónustu 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Vísað frá 33. fundi fræðslunefndar 6. nóvember 2024, þannig bókað:
    "Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár frístundar sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Dvalargjald í frístund hækkar úr 305 krónum í 316 krónur. Síðdegishressing hækkar úr 263 krónum í 273 krónur. Á þeim dögum sem heilsdagsopnun er í boði er auk dvalargjalds greitt fyrir fæði, þ.e. morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Morgunverður hækkar úr 363 krónum í 376 krónur og hádegisverður hækkar úr 752 krónum í 780 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi helst óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá frístundar 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Vísað frá 33. fundi fræðslunefndar 6. nóvember 2024, þannig bókað:
    "Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður hækkar úr 363 krónum í 376 krónur. Hádegisverður hækkar úr 752 krónum í 780 krónur. Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá grunnskóla 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Vísað frá 15. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar 8. nóvember 2024, þannig bókað:
    "Lögð fram gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2025. Hækkun gjaldskrárinnar frá árinu 2024 er 3,7%.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2025 og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 75, tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 20. nóvember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.