Fara í efni

Umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða fyrir árið 2025

Málsnúmer 2411132

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 123. fundur - 22.11.2024

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 8. nóvember 2024, frá framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þar sem tilkynnt er að búið sé að opna fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. Framlögin eru veitt á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 22. janúar 2025.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa umsóknir í sjóðinn.