Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2025-2028
Málsnúmer 2407014Vakta málsnúmer
2.Mælikvarðar rekstrar og fjárhags
Málsnúmer 2406003Vakta málsnúmer
Lagðar fram tillögur að markmiðssetningu í fjármálum Skagafjarðar sem unnar voru af byggðarráði og sveitarstjórn Skagafjarðar í samráði við ráðgjafa frá KPMG.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða markmiðssetningu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða markmiðssetningu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
3.Þjónustustefna Skagafjarðar 2025
Málsnúmer 2411134Vakta málsnúmer
Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun.
Til hliðsjónar er þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa eftir athugasemdum og ábendingum um breytingar á gildandi þjónustustefnu og vísar stefnunni jafnframt til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til hliðsjónar er þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa eftir athugasemdum og ábendingum um breytingar á gildandi þjónustustefnu og vísar stefnunni jafnframt til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
4.Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra
Málsnúmer 2411131Vakta málsnúmer
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa auglýst eftir tillögum frá íbúum og hagaðilum að áhersluverkefnum fyrir Norðurland vestra og kalla jafnframt eftir tillögum frá sveitarfélögum landshlutans þar um. Óskað er eftir tillögum fyrir 25.11. 2024.
Áhersluverkin eru yfirleitt til tveggja ára en sum skemur. Eftir að stjórn SSNV hefur samþykkt áhersluverkefni sóknaráætlunar, eru þau send til samþykktar til stýrihóps Stjórnarráðsins.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að leggja til að Skíðasvæði Tindastóls verði áhersluverkefni SSNV á árinu 2025. Skíðasvæðið er í fjallinu Tindastóli og þangað eru góðar vegasamgöngur úr bæði Húnavatnssýslum og Skagafirði. Bein áhrif af gestum svæðisins á ferðaþjónustu yfir vetrartímann eru vel greinanleg hjá ferðaþjónustuaðilum í bæði Húnavatnssýslum og Skagafirði og má þar nefna m.a. veitinga- og gistisölu. Svæðið er fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á Norðurlandi vestra yfir vetrartímann. Því er ljóst að bæði íbúar og rekstraraðilar á Norðurlandi vestra hafa hag af og njóta um leið aukinna lífsgæða vegna þeirra útivistarmöguleika sem svæðið býður upp á.
Bent er á tækifæri í tengslum við skíða- og fjallamennsku í SVÓT-greiningu sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2025-2029. Verkefnið styður einnig við markmið sóknaráætlunar um að festa ferðaþjónustu í sessi sem heilsársatvinnugrein og að ferðamenn dvelji lengur í landshlutanum, auk aðgerða til að skapa umgjörð fyrir ævintýri, s.s. með bættri aðsöðu til gönguskíðaiðkunar. Einnig mælikvarða sóknaráætlunar um að fjöldi gistinátta í landshlutanum aukist um 20% á gildistíma hennar.
Markmiðið yrði að styðja við áframhaldandi uppbyggingu og rekstur svæðisins, byggja undir aukna markaðssetningu svæðisins, bættan aðbúnaðan þar og þar með betri upplifun gesta. Það markmið styður við markmið um eflingu ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra utan háannatíma að sumri til enda skíðasvæðið í Tindastóli augljósasti segullinn á svæðinu yfir vetrartímann.
Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til að áfram verið haldið með áhersluverkefni sem ýti undir aukinn stuðning við nýsköpun í kennslu með nýtingu á FabLab aðstöðu og bæta færni nemenda í nýtingu aukinnar stafrænnar tækni. Verkefnið hefur sterkt tengsl við nokkur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna auk annarra opinberra áætlana. Þá styður verkefnið við áherslur sóknaráætlunar um aukna nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf.
Þá leggur byggðarráð til að áfram verði haldið með áhersluverkefni um að stuðla að aukinni fullvinnslu afurða á Norðurlandi vestra undir merkjum matvælasvæðisins Norðurlands vestra. Þannig verði þekking bænda á heimavinnslu afurða aukin, jafnframt vöruþróun, markaðssetning og sala afurða með námskeiðum og annars konar aðstoð við framangreinda þætti. Sérstök áhersla verði á aðstoð við sölu og markaðssetningu. Verkefnið samræmist gildandi sóknaráætlun Norðurlands vestra og nokkrum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Áhersluverkin eru yfirleitt til tveggja ára en sum skemur. Eftir að stjórn SSNV hefur samþykkt áhersluverkefni sóknaráætlunar, eru þau send til samþykktar til stýrihóps Stjórnarráðsins.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að leggja til að Skíðasvæði Tindastóls verði áhersluverkefni SSNV á árinu 2025. Skíðasvæðið er í fjallinu Tindastóli og þangað eru góðar vegasamgöngur úr bæði Húnavatnssýslum og Skagafirði. Bein áhrif af gestum svæðisins á ferðaþjónustu yfir vetrartímann eru vel greinanleg hjá ferðaþjónustuaðilum í bæði Húnavatnssýslum og Skagafirði og má þar nefna m.a. veitinga- og gistisölu. Svæðið er fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á Norðurlandi vestra yfir vetrartímann. Því er ljóst að bæði íbúar og rekstraraðilar á Norðurlandi vestra hafa hag af og njóta um leið aukinna lífsgæða vegna þeirra útivistarmöguleika sem svæðið býður upp á.
Bent er á tækifæri í tengslum við skíða- og fjallamennsku í SVÓT-greiningu sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2025-2029. Verkefnið styður einnig við markmið sóknaráætlunar um að festa ferðaþjónustu í sessi sem heilsársatvinnugrein og að ferðamenn dvelji lengur í landshlutanum, auk aðgerða til að skapa umgjörð fyrir ævintýri, s.s. með bættri aðsöðu til gönguskíðaiðkunar. Einnig mælikvarða sóknaráætlunar um að fjöldi gistinátta í landshlutanum aukist um 20% á gildistíma hennar.
Markmiðið yrði að styðja við áframhaldandi uppbyggingu og rekstur svæðisins, byggja undir aukna markaðssetningu svæðisins, bættan aðbúnaðan þar og þar með betri upplifun gesta. Það markmið styður við markmið um eflingu ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra utan háannatíma að sumri til enda skíðasvæðið í Tindastóli augljósasti segullinn á svæðinu yfir vetrartímann.
Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til að áfram verið haldið með áhersluverkefni sem ýti undir aukinn stuðning við nýsköpun í kennslu með nýtingu á FabLab aðstöðu og bæta færni nemenda í nýtingu aukinnar stafrænnar tækni. Verkefnið hefur sterkt tengsl við nokkur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna auk annarra opinberra áætlana. Þá styður verkefnið við áherslur sóknaráætlunar um aukna nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf.
Þá leggur byggðarráð til að áfram verði haldið með áhersluverkefni um að stuðla að aukinni fullvinnslu afurða á Norðurlandi vestra undir merkjum matvælasvæðisins Norðurlands vestra. Þannig verði þekking bænda á heimavinnslu afurða aukin, jafnframt vöruþróun, markaðssetning og sala afurða með námskeiðum og annars konar aðstoð við framangreinda þætti. Sérstök áhersla verði á aðstoð við sölu og markaðssetningu. Verkefnið samræmist gildandi sóknaráætlun Norðurlands vestra og nokkrum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
5.Umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða fyrir árið 2025
Málsnúmer 2411132Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 8. nóvember 2024, frá framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þar sem tilkynnt er að búið sé að opna fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. Framlögin eru veitt á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 22. janúar 2025.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa umsóknir í sjóðinn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa umsóknir í sjóðinn.
6.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundagerðir stjórnar
Málsnúmer 2411021Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar fundargerðir aðalfundar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 9. október 2024 og fundargerðir stjórnar nr. 82 frá 22. október 2024 og 83. frá 29. október 2024.
Fundi slitið - kl. 11:57.
Á fundinum var lögð fram áætlun um viðhald fasteigna, stærri fjárfestingar og nýframkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og fyrirtækja þess. Listinn eins og hann er lagður fyrir, er niðurstaða umræðna síðustu þriggja funda byggðarráðs og vinnufunda sveitarstjórnar 29. október og 20. nóvember sl. Áætlunin er hluti fjárhagsáætlunar Skagafjarðar fyrir árið 2025.
Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025, ásamt þriggja ára áætlun 2025-2028, til síðari umræðu.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum fjárhagsáætlunina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Jóhanna Ey, fulltrúi Byggðalistans situr hjá.