Fara í efni

Hofsstaðasel L146407 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2411149

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 64. fundur - 12.12.2024

Emil Þór Guðmundsson byggingatæknifræðingur sækir um fyrir hönd Sels ehf. landeigenda Hofsstaðasels L146407 um stofnun byggingarreits í landi Hofsstaðasels. Meðfylgjandi er uppdráttur varðandi Hofsstaðasel L146407 ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands.
Einnig meðfylgjandi yfirlýsing undirrituð af landeigendum aðliggjandi jarða, þar sem fram kemur að fyrirhuguð byggingaráform hafa verið kynnt þeim og ekki séu gerðar athugasemdir við umsóknina.
Á afstöðumynd í mkv. 1:500 eru hnit á byggingarreit ásamt staðsetningu á húsi mælt frá byggingarreit.
Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðinn byggingarreit.