Fara í efni

Hæglætishreyfingin á Íslandi - Styrkbeiðni

Málsnúmer 2411158

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 124. fundur - 27.11.2024

Lagt fram erindi frá Hæglætishreyfingunni á Íslandi, dagsett 24. nóvember 2024 þar sem borin er upp ósk um fjárstuðning vegna vitundarvakningar Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi (The Slow Movement in Iceland) um ávinning þess að hægja á í íslensku samfélagi og að kynna fyrirbærið hæglæti (Slow eða Simple living) fyrir þjóðinni.

Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við beiðninni.