Fara í efni

Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2412004

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 126. fundur - 11.12.2024

Lagður fram viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2024. Stærstu liðir til hækkunar rekstrar eru greiðslur til félagsmanna KÍ sem eru hluti af yfirstandandi kjaraviðræðum, lækkaðar tekjur leikskóla um vegna verkfalls, uppgjör við tónlistarkennara auk þess sem aukin útgjöld eru í viðhaldi gatna, aukin launakostnaður í dagvöl og búsetukjarna. Þessum útgjöldum er mætt með auknum framlögum en áætlanir gerðu ráð fyrir frá jöfnunarsjóði, auknum útsvarstekjum en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Einnig er fjárfestinga og efnahagsbreytingar í viðaukanum þar sem verið er að auka við fjármagni í framkvæmdir sem voru vanfjármagnaðar, lækka liði áætlunar þar sem ekki var unnt að ráðast í framkvæmdir á áætlun en einnig eru framkvæmdir við aðlögun útleigueiningar á Faxatorgi. Dregið er úr væntum tekjum af eignasölu og lægri gatnagerðargjöldum en áætlað var. Útistandandi eru 40 milljónir sem mætt er með lækkun handbærs fjár.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 33. fundur - 18.12.2024

Vísað frá 126. fundi byggðarráðs frá 11. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lagður fram viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2024. Stærstu liðir til hækkunar rekstrar eru greiðslur til félagsmanna KÍ sem eru hluti af yfirstandandi kjaraviðræðum, lækkaðar tekjur leikskóla um vegna verkfalls, uppgjör við tónlistarkennara auk þess sem aukin útgjöld eru í viðhaldi gatna, aukin launakostnaður í dagvöl og búsetukjarna. Þessum útgjöldum er mætt með auknum framlögum en áætlanir gerðu ráð fyrir frá jöfnunarsjóði, auknum útsvarstekjum en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Einnig er fjárfestinga og efnahagsbreytingar í viðaukanum þar sem verið er að auka við fjármagni í framkvæmdir sem voru vanfjármagnaðar, lækka liði áætlunar þar sem ekki var unnt að ráðast í framkvæmdir á áætlun en einnig eru framkvæmdir við aðlögun útleigueiningar á Faxatorgi. Dregið er úr væntum tekjum af eignasölu og lægri gatnagerðargjöldum en áætlað var. Útistandandi eru 40 milljónir sem mætt er með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagður viðauki borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.